Samkeppniseftirlit og biðin langa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 27. janúar 2016 11:00 Í liðinni viku birti Samkeppniseftirlitið ákvörðun nr. 1/2016, tengda samruna Gæðabaksturs ehf. og Brauðgerðar Kr. Jónssonar ehf. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að samruninn var samþykktur. Samruni þessi krafðist ekki ítarlegrar rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Þeir markaðir sem fyrirtækin starfa á voru þekktir, staða fyrirtækja á hlutaðeigandi mörkuðum var nokkuð skýr og eðli samkeppni á þeim dæmigert. Minniháttar upplýsinga var því aflað frá aðilum á markaði, auk þess sem Samkeppniseftirlitið virðist hafa átt samtöl við fulltrúa þessara sömu aðila. Rannsókn sem fram fór af hálfu stjórnvaldsins er þar með tæmandi talin. Löggjafinn hefur sett skýrar reglur um málsmeðferðartíma í samrunamálum. Meginástæða þessa er sú að bið eftir niðurstöðu getur valdið verulegu tjóni og hagsmunir viðskiptalífsins krefjast þess að fyrirtæki geti gengið kaupum og sölum með nokkuð skjótum hætti. Þannig er um tvo skýra og aðskilda tímafresti að ræða; annars vegar 25 virka daga (Fasi I) og hins vegar 70 virka daga (Fasi II). Til síðarnefnda frestsins skal aðeins gripið ef stjórnvaldið, eftir rannsókn í fyrri fasa, telur verulegar líkur á að samruni muni hindra samkeppni. Í dæmaskyni má vekja athygli á því að á árinu 2014 framkvæmdi framkvæmdastjórn ESB rannsókn í 292 samrunamálum. Aðeins átta þessara mála, eða um þrjú prósent, fóru í síðari fasa rannsóknar. Alls voru því 284 mál afgreidd í fyrri fasa. Ástæða þess að fyrrgreint er nú rifjað upp, er sú að í nefndu samrunamáli Gæðabaksturs ehf. fullnýtti Samkeppniseftirlitið báða fresti. Málsmeðferð tók því 95 virka daga eða frá 9. september 2015 til 21. janúar 2016 og lítið sem ekkert var aðhafst í rúmlega fjóra mánuði! Því miður er ekki um einsdæmi að ræða í málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins og á þetta sleifarlag hefur áður verið bent. Þótt áhugavert væri að heyra skýringar forstöðumanna stofnunarinnar, þá skipta þær í raun engu máli. Málsmeðferðin er einfaldlega ekki í samræmi við markmið löggjafans. Skýringar duga því ekki til í þessu tilviki, heldur verður sjáanleg og skjót breyting að verða á þessu athafnaleysi stjórnvaldsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku birti Samkeppniseftirlitið ákvörðun nr. 1/2016, tengda samruna Gæðabaksturs ehf. og Brauðgerðar Kr. Jónssonar ehf. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að samruninn var samþykktur. Samruni þessi krafðist ekki ítarlegrar rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Þeir markaðir sem fyrirtækin starfa á voru þekktir, staða fyrirtækja á hlutaðeigandi mörkuðum var nokkuð skýr og eðli samkeppni á þeim dæmigert. Minniháttar upplýsinga var því aflað frá aðilum á markaði, auk þess sem Samkeppniseftirlitið virðist hafa átt samtöl við fulltrúa þessara sömu aðila. Rannsókn sem fram fór af hálfu stjórnvaldsins er þar með tæmandi talin. Löggjafinn hefur sett skýrar reglur um málsmeðferðartíma í samrunamálum. Meginástæða þessa er sú að bið eftir niðurstöðu getur valdið verulegu tjóni og hagsmunir viðskiptalífsins krefjast þess að fyrirtæki geti gengið kaupum og sölum með nokkuð skjótum hætti. Þannig er um tvo skýra og aðskilda tímafresti að ræða; annars vegar 25 virka daga (Fasi I) og hins vegar 70 virka daga (Fasi II). Til síðarnefnda frestsins skal aðeins gripið ef stjórnvaldið, eftir rannsókn í fyrri fasa, telur verulegar líkur á að samruni muni hindra samkeppni. Í dæmaskyni má vekja athygli á því að á árinu 2014 framkvæmdi framkvæmdastjórn ESB rannsókn í 292 samrunamálum. Aðeins átta þessara mála, eða um þrjú prósent, fóru í síðari fasa rannsóknar. Alls voru því 284 mál afgreidd í fyrri fasa. Ástæða þess að fyrrgreint er nú rifjað upp, er sú að í nefndu samrunamáli Gæðabaksturs ehf. fullnýtti Samkeppniseftirlitið báða fresti. Málsmeðferð tók því 95 virka daga eða frá 9. september 2015 til 21. janúar 2016 og lítið sem ekkert var aðhafst í rúmlega fjóra mánuði! Því miður er ekki um einsdæmi að ræða í málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins og á þetta sleifarlag hefur áður verið bent. Þótt áhugavert væri að heyra skýringar forstöðumanna stofnunarinnar, þá skipta þær í raun engu máli. Málsmeðferðin er einfaldlega ekki í samræmi við markmið löggjafans. Skýringar duga því ekki til í þessu tilviki, heldur verður sjáanleg og skjót breyting að verða á þessu athafnaleysi stjórnvaldsins.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun