Talið að tólf prósent flóttakvenna á leið yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2016 14:27 Stöðug hætta á ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansal vofir yfir konum og stúlkum á flótta. Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Talið er að í kringum 10 þúsund manns hafi streymt frá Sýrlandi og öðrum nágrannalöndum til Evrópu á hverjum einasta degi árið 2015. Því miður virðist ekkert lát vera á straumnum. UN Women gerði nýverið úttekt á landamærastöðvum Makedóníu og Serbíu, með þarfir flótta-kvenna í huga. Í ljós kom að aðstæður væru ekki sem á best kosnar fyrir konur og börn þeirra. Því sé mikilvægt að bæta aðstæður varnarlausra hópa, líkt og kvenna með börn sín, á landamærunum. Sumar leggja af stað í ferðalagið einar en aðrar hafa orðið viðskila við eða misst eiginmenn sína á leiðinni og jafnvel tapað aleigunni. Stöðug hætta á ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansal vofir yfir konum og stúlkum á flótta. Brotið er kynferðislega á þeim af smyglurum, starfsfólki á landamærum og/eða öðrum flóttamönnum. Konur sem ferðast einar með börn sín og peningalausar eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir mansali og kynlífsþrælkun. Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu með barni, margar eru með börn á brjósti eða ferðast með ungabörn með sér. Þess ber að geta að gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða á meðal flóttakvenna. Nauðsynlegt er að taka mið að þörfum kvenna svo þær geti gætt að almannaheill barna sinna á þessu hættulega ferðalagi og hlotið fæðingarþjónustu og ungbarnavernd. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu segir stofnanir Sameinuðu þjóðanna og annarra félagasamtaka á svæðinu hafa unnið gott starf undir gríðarlegri pressu. „Konur og stúlkur á flótta sem ferðast nú um vestanverðan Balkanskaga á leið sinni til ríkja Evrópusambandsins hafa ákveðnar þarfir og hafa lent í ýmsu sem ekki er nægilega vel tekið mið af. Það er því mikilvægt að virða rétt þeirra til að halda í reisn sína.“ Samkvæmt úttekt UN Women upplifa konur sérstaklega mikla ógn þegar þær fara á óupplýst salerni sem eru fyrir bæði konur og karla. Mörg dæmi eru um að konur hætti að drekka og nærast til að sleppa við að þurfa að nota salernisaðstöðuna af ótta við ofbeldi. Auk þess forðast konur að baða sig í ókynjaskiptri sturtuaðstöðu sem gjarnan eru vel afgirtar og oft óupplýstar. Að sama skapi neyðast konur til að sofa við hliðina á ókunnugum karlmönnum í ókynjaskiptum svefnskálum. Margar konur sniðganga svefnaðstöðuna af ótta við ofbeldi og telja öruggara að sofa einar fjarri búðunum, undir berum himni. UN Women hefur reynt eftir fremsta megni að bregðast við neyð flóttakvenna og lagt áherslu á að tryggja eftirfarandi:Útvega konum vernd og örugg athvörf við öll landamæriÚtbúa örugg svefnsvæði fyrir konur og börn þeirraKoma upp aðskildum salernum og sturtuaðstöðu fyrir konur og karlmennDreifa hreinlætisvörum á borð við dömubindum, tannburstum og ljósluktum til kvennaVeita starfsfólki á landamærum þjálfun í að þekkja einkenni mansals og hvernig eigi að bregðast við, tryggja túlkaþjónustuKoma upp biðskýlum fyrir konur þar sem þær fá sálgæslu og lögfræðiþjónustu og upplýsingar um réttindi og stöðu flóttamanna í þeim löndum sem þær ætla að ferðast til.Tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu, kvenkyns kvensjúkdómalæknum, læknum og hjúkrunarfræðingum og lögregluþjónum. Veita sérhæfða aðstoð fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á svæðinuTryggja að konur og börn þeirra hafi jafnan aðgang að mat og öðrum nauðsynjavörum sem er dreift til flóttafólks. UN Women hvetur alla til að senda sms-ið konur í síma 1900 og veita 1000 krónur til verkefna UN Women til að bæta aðbúnað kvenna á flótta á landamærastöðvum í Evrópu. Flóttamenn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Talið er að í kringum 10 þúsund manns hafi streymt frá Sýrlandi og öðrum nágrannalöndum til Evrópu á hverjum einasta degi árið 2015. Því miður virðist ekkert lát vera á straumnum. UN Women gerði nýverið úttekt á landamærastöðvum Makedóníu og Serbíu, með þarfir flótta-kvenna í huga. Í ljós kom að aðstæður væru ekki sem á best kosnar fyrir konur og börn þeirra. Því sé mikilvægt að bæta aðstæður varnarlausra hópa, líkt og kvenna með börn sín, á landamærunum. Sumar leggja af stað í ferðalagið einar en aðrar hafa orðið viðskila við eða misst eiginmenn sína á leiðinni og jafnvel tapað aleigunni. Stöðug hætta á ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansal vofir yfir konum og stúlkum á flótta. Brotið er kynferðislega á þeim af smyglurum, starfsfólki á landamærum og/eða öðrum flóttamönnum. Konur sem ferðast einar með börn sín og peningalausar eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir mansali og kynlífsþrælkun. Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu með barni, margar eru með börn á brjósti eða ferðast með ungabörn með sér. Þess ber að geta að gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða á meðal flóttakvenna. Nauðsynlegt er að taka mið að þörfum kvenna svo þær geti gætt að almannaheill barna sinna á þessu hættulega ferðalagi og hlotið fæðingarþjónustu og ungbarnavernd. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu segir stofnanir Sameinuðu þjóðanna og annarra félagasamtaka á svæðinu hafa unnið gott starf undir gríðarlegri pressu. „Konur og stúlkur á flótta sem ferðast nú um vestanverðan Balkanskaga á leið sinni til ríkja Evrópusambandsins hafa ákveðnar þarfir og hafa lent í ýmsu sem ekki er nægilega vel tekið mið af. Það er því mikilvægt að virða rétt þeirra til að halda í reisn sína.“ Samkvæmt úttekt UN Women upplifa konur sérstaklega mikla ógn þegar þær fara á óupplýst salerni sem eru fyrir bæði konur og karla. Mörg dæmi eru um að konur hætti að drekka og nærast til að sleppa við að þurfa að nota salernisaðstöðuna af ótta við ofbeldi. Auk þess forðast konur að baða sig í ókynjaskiptri sturtuaðstöðu sem gjarnan eru vel afgirtar og oft óupplýstar. Að sama skapi neyðast konur til að sofa við hliðina á ókunnugum karlmönnum í ókynjaskiptum svefnskálum. Margar konur sniðganga svefnaðstöðuna af ótta við ofbeldi og telja öruggara að sofa einar fjarri búðunum, undir berum himni. UN Women hefur reynt eftir fremsta megni að bregðast við neyð flóttakvenna og lagt áherslu á að tryggja eftirfarandi:Útvega konum vernd og örugg athvörf við öll landamæriÚtbúa örugg svefnsvæði fyrir konur og börn þeirraKoma upp aðskildum salernum og sturtuaðstöðu fyrir konur og karlmennDreifa hreinlætisvörum á borð við dömubindum, tannburstum og ljósluktum til kvennaVeita starfsfólki á landamærum þjálfun í að þekkja einkenni mansals og hvernig eigi að bregðast við, tryggja túlkaþjónustuKoma upp biðskýlum fyrir konur þar sem þær fá sálgæslu og lögfræðiþjónustu og upplýsingar um réttindi og stöðu flóttamanna í þeim löndum sem þær ætla að ferðast til.Tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu, kvenkyns kvensjúkdómalæknum, læknum og hjúkrunarfræðingum og lögregluþjónum. Veita sérhæfða aðstoð fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á svæðinuTryggja að konur og börn þeirra hafi jafnan aðgang að mat og öðrum nauðsynjavörum sem er dreift til flóttafólks. UN Women hvetur alla til að senda sms-ið konur í síma 1900 og veita 1000 krónur til verkefna UN Women til að bæta aðbúnað kvenna á flótta á landamærastöðvum í Evrópu.
Flóttamenn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira