Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Atli Ísleifsson skrifar 28. janúar 2016 14:52 Margaret Chan, forstjóri WHO, segir að Zika-veiran hafi farið úr því að vera væg ógn í það að vera skelfilega ógn með harmþrungnar afleiðingar. Vísir/EPA Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. Í frétt BBC kemur fram að stofnunin spáir að milli þrjár og fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni í Norður- og Suður-Ameríku. Margaret Chan, forstjóri WHO, segir að Zika-veiran hafi farið úr því að vera væg ógn í það að vera skelfilega ógn með harmþrungnar afleiðingar. Nú sé talið að um 1,5 milljón manna hafi sýkst, en einkennin eru í flestum tilvikum væg. Neyðarteymið mun koma saman á mánudag þar sem rætt verður hvort flokka eigi veiruna sem alheimsógn, en síðast þegar það var gert var eftir að ebólaveiran breiddist hratt út í Vestur-Afríku. Zika-veiran er talin hafa valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum barna í álfunni síðustu mánuði. Hún er lítið þekkt en berst með moskítóflugum. Veiran er talin valda fósturskaða en á síðasta ári fæddust tæplega þrjú þúsund börn með dverghöfuð sökum hennar. Þá er hún talin hafa dregið fjörutíu ungabörn til dauða á síðasta ári og óttast er að dauðsföllum muni fara fjölgandi. Dverghöfuð, eða höfuðsmæð, veldur oft skertum vitsmunaþroska sem gerir einstaklingum erfitt að lifa eðlilegu lífi án aðstoðar. Bandarísk yfirvöld hafa varað óléttar konur við að ferðast til Suður-Ameríku vegna útbreiðslu veirunnar. Þá hafa yfirvöld í Jamaíku, Ekvador, El Salvador og Kólumbíu ráðlagt konum að reyna ekki að verða óléttar að svo stöddu. Zika-veiran var fyrst greind í Úganda árið 1947, en hefur aldrei breiðst út með þeim hætti og nú er. Brasilísk yfirvöld tilkynntu um fyrstu tilfellin í Suður-Ameríku í maí síðastliðinn. Zíka Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Heita því að vernda keppendur og gesti í Río frá Zika-veirunni Síðustu mánuði hefur Zika-veiran valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum nýfæddra barna í Mið- og Suður-Ameríku. 24. janúar 2016 23:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. Í frétt BBC kemur fram að stofnunin spáir að milli þrjár og fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni í Norður- og Suður-Ameríku. Margaret Chan, forstjóri WHO, segir að Zika-veiran hafi farið úr því að vera væg ógn í það að vera skelfilega ógn með harmþrungnar afleiðingar. Nú sé talið að um 1,5 milljón manna hafi sýkst, en einkennin eru í flestum tilvikum væg. Neyðarteymið mun koma saman á mánudag þar sem rætt verður hvort flokka eigi veiruna sem alheimsógn, en síðast þegar það var gert var eftir að ebólaveiran breiddist hratt út í Vestur-Afríku. Zika-veiran er talin hafa valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum barna í álfunni síðustu mánuði. Hún er lítið þekkt en berst með moskítóflugum. Veiran er talin valda fósturskaða en á síðasta ári fæddust tæplega þrjú þúsund börn með dverghöfuð sökum hennar. Þá er hún talin hafa dregið fjörutíu ungabörn til dauða á síðasta ári og óttast er að dauðsföllum muni fara fjölgandi. Dverghöfuð, eða höfuðsmæð, veldur oft skertum vitsmunaþroska sem gerir einstaklingum erfitt að lifa eðlilegu lífi án aðstoðar. Bandarísk yfirvöld hafa varað óléttar konur við að ferðast til Suður-Ameríku vegna útbreiðslu veirunnar. Þá hafa yfirvöld í Jamaíku, Ekvador, El Salvador og Kólumbíu ráðlagt konum að reyna ekki að verða óléttar að svo stöddu. Zika-veiran var fyrst greind í Úganda árið 1947, en hefur aldrei breiðst út með þeim hætti og nú er. Brasilísk yfirvöld tilkynntu um fyrstu tilfellin í Suður-Ameríku í maí síðastliðinn.
Zíka Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Heita því að vernda keppendur og gesti í Río frá Zika-veirunni Síðustu mánuði hefur Zika-veiran valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum nýfæddra barna í Mið- og Suður-Ameríku. 24. janúar 2016 23:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17
Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09
Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25
Heita því að vernda keppendur og gesti í Río frá Zika-veirunni Síðustu mánuði hefur Zika-veiran valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum nýfæddra barna í Mið- og Suður-Ameríku. 24. janúar 2016 23:30