Reyndi að sameina íslamista í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2016 23:21 Vígamenn Nusra front í Aleppo. Vísir/AFP Leiðtogi al-Qaeda í Sýrlandi reyndi nýverið að sameina vígahópa íslamista í Sýrlandi í eina stóra heild. Abu Mohamad al-Golani vildi mynda stóra fylkingu til móts við Íslamska ríkið og stjórnarher Sýrlands og auka líkurnar á stuðningi frá utanaðkomandi aðilum. Hann sagði leiðtogum annarra hópa að til greina kæmi að breyta nafni hópsins úr Nusra front, en þeir yrðu hliðhollir al-Qaeda og leiðtoga þeirra Ayman al-Zawahri. Zawahri tók við stjórnartaumunum þegar Bandaríkjamenn felldu Osama Bin Laden árið 2011. Þetta kemur fram í frétt Reuters, en viðræðurnar mistókust og meðlimir Nusra Front kenna hóp sem ber heitið Ahrar al-Sham, um að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Þær eru sagðar hafa átt sér stað fyrir um tíu dögum. Nokkrum dögum seinna kom til bardaga á milli Nusra front og Ahrar al-Sham og féllu vígamenn beggja vegna. Aðrir uppreisnarhópar miðluðu þó málum þeirra á milli og var vopnahlé samþykkt. Heimildir Reuters segja þó einungis tímaspursmál hvenær í brýna slær á milli þeirra aftur. Síðast þegar margir uppreisnarhópar mynduðu eina heild, þó tímabundið, unnu þeir einn af sínum stærstu sigrum og hertóku borgina Idlib. Meðlimir Nusra front saka al-Sham um að vera peð fyrir yfirvöld Tyrklands en al-Sham-liðar vilja að Nusra-menn slíti tengslin á milli sín og al-Qaeda. Stríð hefur nú geisað í Sýrlandi í tæp fimm ár og um 250 þúsund manns hafa látið lífið og milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Hér má sjá kort yfir stöðu mála í Sýrlandi sem uppfært er reglulega. Mið-Austurlönd Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Leiðtogi al-Qaeda í Sýrlandi reyndi nýverið að sameina vígahópa íslamista í Sýrlandi í eina stóra heild. Abu Mohamad al-Golani vildi mynda stóra fylkingu til móts við Íslamska ríkið og stjórnarher Sýrlands og auka líkurnar á stuðningi frá utanaðkomandi aðilum. Hann sagði leiðtogum annarra hópa að til greina kæmi að breyta nafni hópsins úr Nusra front, en þeir yrðu hliðhollir al-Qaeda og leiðtoga þeirra Ayman al-Zawahri. Zawahri tók við stjórnartaumunum þegar Bandaríkjamenn felldu Osama Bin Laden árið 2011. Þetta kemur fram í frétt Reuters, en viðræðurnar mistókust og meðlimir Nusra Front kenna hóp sem ber heitið Ahrar al-Sham, um að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Þær eru sagðar hafa átt sér stað fyrir um tíu dögum. Nokkrum dögum seinna kom til bardaga á milli Nusra front og Ahrar al-Sham og féllu vígamenn beggja vegna. Aðrir uppreisnarhópar miðluðu þó málum þeirra á milli og var vopnahlé samþykkt. Heimildir Reuters segja þó einungis tímaspursmál hvenær í brýna slær á milli þeirra aftur. Síðast þegar margir uppreisnarhópar mynduðu eina heild, þó tímabundið, unnu þeir einn af sínum stærstu sigrum og hertóku borgina Idlib. Meðlimir Nusra front saka al-Sham um að vera peð fyrir yfirvöld Tyrklands en al-Sham-liðar vilja að Nusra-menn slíti tengslin á milli sín og al-Qaeda. Stríð hefur nú geisað í Sýrlandi í tæp fimm ár og um 250 þúsund manns hafa látið lífið og milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Hér má sjá kort yfir stöðu mála í Sýrlandi sem uppfært er reglulega.
Mið-Austurlönd Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira