Heiðursverðlaunin kennd við Sólveigu Anspach Magnús Guðmundsson skrifar 12. janúar 2016 11:30 Guðrún Sæmundsen, menningar- og vísindafulltrúi franska sendiráðsins. Visir/GVA Franska kvikmyndahátíðin hefst næstkomandi fimmtudag og er það í sextánda sinn sem hátíðin er haldin. Hátíðin er samstarfsverkefni franska sendiráðsins, Græna ljóssins og Alliance française í Reykjavík. Guðrún Sæmundsen, menningar- og vísindafulltrúi franska sendiráðsins, segir að það sé ánægjulegt að hátíðin fari nú í annað sinn fram bæði hér í Reykjavík og á Akureyri.„Hátíðin verður dagana 15. til 27. janúar í Háskólabíói í Reykjavík og þann 17. til 24. janúar í Borgarbíói á Akureyri. Það var látið á þetta reyna í fyrsta sinn í fyrra að vera líka fyrir norðan og það gekk svo ljómandi vel að það var ákveðið að halda því áfram sem er mjög gleðilegt. Hátíðin er í raun orðin fyrsti stóri menningarviðburður ársins enda orðin mjög stór. Við búumst við í kringum tíu þúsund gestum, sem er svipað og var í fyrra, enda er þetta annar stærsti kvikmyndaviðburður ársins á eftir RIFF.“Guðrún segir að hvatinn á bak við að standa að þessari stóru kvikmyndahátíð á hverju ári sé fyrst og fremst að ýta undir menningarlega tengingu á milli landanna tveggja. „Við hjá sendiráðinu sinnum vissulega ýmsum viðburðum á hverju ári og þar á meðal menningarlegum en Frakkland er mikið kvikmyndaland og hefur löngum verið. Ég held að ég sé að fara rétt með að franskur kvikmyndaiðnaður sé sá þriðji stærsti í heiminum á eftir Indlandi og Bandaríkjunum. Tilgangurinn er því einfaldlega að kynna fyrir Íslendingum franskar og frönskumælandi kvikmyndir. Það verður þarna t.d. ein kvikmynd frá Kanada og önnur frá Frönsku Márítaníu.Það er mikið framleitt af kvikmyndum í Frakklandi og það er mikið framleitt af virkilega góðum myndum. Frakkar gera kröfu um gæði og setja markið hátt enda gríðarleg kvikmyndahefð í Frakklandi eins og flestir kvikmyndaunnendur þekkja. Opnunarmyndin í ár er gamanmyndin Út og suður, en tveir af leikurum myndarinnar verða viðstaddir opnun hátíðarinnar. Þessi mynd var fumsýnd 2. desember í París og þegar hafa hátt í þrjár milljónir manna séð hana þar og við mælum klárlega með henni. Svo hefur myndin Timbúktú einnig mikið aðdráttarafl en hún vann til sjö César-verðlauna í Frakklandi og var tilnefnd til Óskarsverðlauna og svo er það kanadíska myndin Felix og Meira svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölda gæðamynda sem verða á hátíðinni í ár.En í ár verður reyndar minning Sólveigar Anspach heiðruð sérstaklega, en það er mikill missir að Sólveigu sem féll frá í ágúst á síðasta ári. Lokamynd hátíðarinnar í ár verður því Drottningin í Montreuil eftir Sólveigu og Clara Anspach dóttir hennar er væntanleg til landsins og verður viðstödd sýninguna á mynd móður sinnar. Það sem við munum svo kynna nánar á hátíðinni er að við ætlum frá og með næsta ári að vera með heiðursverðlaun fyrir bestu mynd hátíðarinnar og þessi verðlaun verða kennd við Sólveigu henni til heiðurs. Það vita kannski allir Íslendingar en myndir Sólveigar eru mjög vel þekktar í Frakklandi og hún var alla tíð mjög áberandi í frönsku kvikmyndalífi sem og íslensku.“ Menning Óskarinn Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Franska kvikmyndahátíðin hefst næstkomandi fimmtudag og er það í sextánda sinn sem hátíðin er haldin. Hátíðin er samstarfsverkefni franska sendiráðsins, Græna ljóssins og Alliance française í Reykjavík. Guðrún Sæmundsen, menningar- og vísindafulltrúi franska sendiráðsins, segir að það sé ánægjulegt að hátíðin fari nú í annað sinn fram bæði hér í Reykjavík og á Akureyri.„Hátíðin verður dagana 15. til 27. janúar í Háskólabíói í Reykjavík og þann 17. til 24. janúar í Borgarbíói á Akureyri. Það var látið á þetta reyna í fyrsta sinn í fyrra að vera líka fyrir norðan og það gekk svo ljómandi vel að það var ákveðið að halda því áfram sem er mjög gleðilegt. Hátíðin er í raun orðin fyrsti stóri menningarviðburður ársins enda orðin mjög stór. Við búumst við í kringum tíu þúsund gestum, sem er svipað og var í fyrra, enda er þetta annar stærsti kvikmyndaviðburður ársins á eftir RIFF.“Guðrún segir að hvatinn á bak við að standa að þessari stóru kvikmyndahátíð á hverju ári sé fyrst og fremst að ýta undir menningarlega tengingu á milli landanna tveggja. „Við hjá sendiráðinu sinnum vissulega ýmsum viðburðum á hverju ári og þar á meðal menningarlegum en Frakkland er mikið kvikmyndaland og hefur löngum verið. Ég held að ég sé að fara rétt með að franskur kvikmyndaiðnaður sé sá þriðji stærsti í heiminum á eftir Indlandi og Bandaríkjunum. Tilgangurinn er því einfaldlega að kynna fyrir Íslendingum franskar og frönskumælandi kvikmyndir. Það verður þarna t.d. ein kvikmynd frá Kanada og önnur frá Frönsku Márítaníu.Það er mikið framleitt af kvikmyndum í Frakklandi og það er mikið framleitt af virkilega góðum myndum. Frakkar gera kröfu um gæði og setja markið hátt enda gríðarleg kvikmyndahefð í Frakklandi eins og flestir kvikmyndaunnendur þekkja. Opnunarmyndin í ár er gamanmyndin Út og suður, en tveir af leikurum myndarinnar verða viðstaddir opnun hátíðarinnar. Þessi mynd var fumsýnd 2. desember í París og þegar hafa hátt í þrjár milljónir manna séð hana þar og við mælum klárlega með henni. Svo hefur myndin Timbúktú einnig mikið aðdráttarafl en hún vann til sjö César-verðlauna í Frakklandi og var tilnefnd til Óskarsverðlauna og svo er það kanadíska myndin Felix og Meira svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölda gæðamynda sem verða á hátíðinni í ár.En í ár verður reyndar minning Sólveigar Anspach heiðruð sérstaklega, en það er mikill missir að Sólveigu sem féll frá í ágúst á síðasta ári. Lokamynd hátíðarinnar í ár verður því Drottningin í Montreuil eftir Sólveigu og Clara Anspach dóttir hennar er væntanleg til landsins og verður viðstödd sýninguna á mynd móður sinnar. Það sem við munum svo kynna nánar á hátíðinni er að við ætlum frá og með næsta ári að vera með heiðursverðlaun fyrir bestu mynd hátíðarinnar og þessi verðlaun verða kennd við Sólveigu henni til heiðurs. Það vita kannski allir Íslendingar en myndir Sólveigar eru mjög vel þekktar í Frakklandi og hún var alla tíð mjög áberandi í frönsku kvikmyndalífi sem og íslensku.“
Menning Óskarinn Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira