Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2016 13:45 Sverrir Þór Sverrisson þarf að hreinsa loftið hjá Keflavík. vísir/daníel Sverrir Þór Sverrisson stýrði sinni fyrstu æfingu hjá liði Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi, en hann var ráðinn þjálfari liðsins um síðustu helgi. Sverrir tók við starfinu af Margréti Sturlaugsdóttur sem sagt var upp eftir sigur gegn Grindavík í síðustu viku. Mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur, en í byrjun tímabils hætti besti leikmaður liðsins, Bryndís Guðmundsdóttir, og fór í Snæfell. Bryndís og Margrét gátu ekki unnið saman, en í viðtali við Vísi í október sagði Margrét opinskátt frá samskiptum þeirra. Margrét hætti meira að segja sem aðstoðarlandsliðsþjálfari vegna deilna þeirra.Bryndís hætti hjá Keflavík út af Margréti og fór í Snæfell.vísir/vilhelmMálin leyst hjá körlunum Fleiri leikmenn liðsins hótuðu svo að hætta eftir sigurinn á Grindavík í síðustu viku, samkvæmt heimildum, og eftir mikil fundarhöld á Sunnubrautinni var ákveðið að láta Margréti fara. Sverrir hefur áður þjálfað kvennalið, en hann gerði Njarðvík að Íslands- og bikarmeisturum árið 2012 áður en hann tók svo við Grindavík í karlaboltanum og gerði það að Íslandsmeistara. Hann segir mikinn mun á því að þjálfa karla og konur og segir nýjasta dæmið í Keflavík útskýra sitt mál. „Það segja margir að það sé miklu auðveldara að þjálfa karlalið og það er mikið til í því,“ sagði Sverrir í viðtali í Akraborginni í gær. „Það er minna um svona mál í karlaboltanum. Ef eitthvað kemur upp er það yfirleitt afgreitt inn á æfingum og svo er það bara búið.“ „Það virðist oft vera með stelpurnar að þetta hleður utan á sig og klárast ekki fyrir en allt springur töluvert seinna. Það eru margir sem tala um, að þetta sé helsti vandinn við að þjálfa konur,“ sagði Sverrir.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðinu út af Bryndísi.mynd/kkíEngin góð ákvörðun Sverrir segir Keflvíkinga hafa í raun verið í ómögulegri stöðu hvað sem var ákveðið í síðustu viku því ekki má gleyma að formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar. Hann hætti um leið og Margrét var rekin. „Ég veit ekki með völd leikmanna í þessu. Ég heyrði hlið stjórnarinnar og svo átti ég mjög gott samtal við Margréti í gær. Maður veit aðeins hvað var í gangi,“ sagði Sverrir. „Ég veit ekkert allt, en ég veit að þetta var þannig að sama hvaða ákvörðun var tekin í þessu var engin þeirra góð. Þetta var virkilega erfitt og auðvitað bara hundleiðinlegt. Þetta er leiðindamál.“ „Þetta er sérstaklega leiðinlegt því Falur og Margrét eru búin að vinna gríðarlega gott starf í Keflavík í fleiri fleiri ár. Þau voru leikmenn, svo þjálfarar og síðar í stjórn,“ sagði Sverrir.Falur Harðarson hætti sem formaður kkd Keflavíkur þegar eiginkona hans var rekin.vísir/anton brinkHorfa fram á veginn Margrét ætlar að kveðja stelpurnar í kvöld og reyna að loka á þessi vandamál í eitt skipti fyrir öll, en svo þarf Sverrir að stýra skútunni á rétta braut. „Það var virkilega gott að heyra í Margréti í gær. Hún er búin að heyra í stelpunum og sérstaklega þeim sem mestu samskiptaörðuleikarnir voru á milli. Hún ætlar að kíkja á morgun [í kvöld] á æfingu og spjalla létt við stelpurnar. Eftir það verður þetta dæmi búið og allt heldur áfram,“ sagði Sverrir. „Fyrsta verk mitt í kvöld [gærkvöld] verður að fá á hreint að þetta mál er búið. Nú horfa bara allir fram á veginn og allir verða á sömu blaðsíðunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Dominos-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson stýrði sinni fyrstu æfingu hjá liði Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi, en hann var ráðinn þjálfari liðsins um síðustu helgi. Sverrir tók við starfinu af Margréti Sturlaugsdóttur sem sagt var upp eftir sigur gegn Grindavík í síðustu viku. Mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur, en í byrjun tímabils hætti besti leikmaður liðsins, Bryndís Guðmundsdóttir, og fór í Snæfell. Bryndís og Margrét gátu ekki unnið saman, en í viðtali við Vísi í október sagði Margrét opinskátt frá samskiptum þeirra. Margrét hætti meira að segja sem aðstoðarlandsliðsþjálfari vegna deilna þeirra.Bryndís hætti hjá Keflavík út af Margréti og fór í Snæfell.vísir/vilhelmMálin leyst hjá körlunum Fleiri leikmenn liðsins hótuðu svo að hætta eftir sigurinn á Grindavík í síðustu viku, samkvæmt heimildum, og eftir mikil fundarhöld á Sunnubrautinni var ákveðið að láta Margréti fara. Sverrir hefur áður þjálfað kvennalið, en hann gerði Njarðvík að Íslands- og bikarmeisturum árið 2012 áður en hann tók svo við Grindavík í karlaboltanum og gerði það að Íslandsmeistara. Hann segir mikinn mun á því að þjálfa karla og konur og segir nýjasta dæmið í Keflavík útskýra sitt mál. „Það segja margir að það sé miklu auðveldara að þjálfa karlalið og það er mikið til í því,“ sagði Sverrir í viðtali í Akraborginni í gær. „Það er minna um svona mál í karlaboltanum. Ef eitthvað kemur upp er það yfirleitt afgreitt inn á æfingum og svo er það bara búið.“ „Það virðist oft vera með stelpurnar að þetta hleður utan á sig og klárast ekki fyrir en allt springur töluvert seinna. Það eru margir sem tala um, að þetta sé helsti vandinn við að þjálfa konur,“ sagði Sverrir.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðinu út af Bryndísi.mynd/kkíEngin góð ákvörðun Sverrir segir Keflvíkinga hafa í raun verið í ómögulegri stöðu hvað sem var ákveðið í síðustu viku því ekki má gleyma að formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar. Hann hætti um leið og Margrét var rekin. „Ég veit ekki með völd leikmanna í þessu. Ég heyrði hlið stjórnarinnar og svo átti ég mjög gott samtal við Margréti í gær. Maður veit aðeins hvað var í gangi,“ sagði Sverrir. „Ég veit ekkert allt, en ég veit að þetta var þannig að sama hvaða ákvörðun var tekin í þessu var engin þeirra góð. Þetta var virkilega erfitt og auðvitað bara hundleiðinlegt. Þetta er leiðindamál.“ „Þetta er sérstaklega leiðinlegt því Falur og Margrét eru búin að vinna gríðarlega gott starf í Keflavík í fleiri fleiri ár. Þau voru leikmenn, svo þjálfarar og síðar í stjórn,“ sagði Sverrir.Falur Harðarson hætti sem formaður kkd Keflavíkur þegar eiginkona hans var rekin.vísir/anton brinkHorfa fram á veginn Margrét ætlar að kveðja stelpurnar í kvöld og reyna að loka á þessi vandamál í eitt skipti fyrir öll, en svo þarf Sverrir að stýra skútunni á rétta braut. „Það var virkilega gott að heyra í Margréti í gær. Hún er búin að heyra í stelpunum og sérstaklega þeim sem mestu samskiptaörðuleikarnir voru á milli. Hún ætlar að kíkja á morgun [í kvöld] á æfingu og spjalla létt við stelpurnar. Eftir það verður þetta dæmi búið og allt heldur áfram,“ sagði Sverrir. „Fyrsta verk mitt í kvöld [gærkvöld] verður að fá á hreint að þetta mál er búið. Nú horfa bara allir fram á veginn og allir verða á sömu blaðsíðunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum