Fimm þingmenn í námi og nokkrir með hliðarverkefni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. janúar 2016 10:30 Þingmennirnir sem stunda nám segja flestir námið gagnast störfum sínum á Alþingi. Vísir/Ernir Fimm þingmenn stunda nám með fram þingmennsku. Fjórir til viðbótar hafa stundað nám eða hafa nýlokið námi sem þeir stunduðu samhliða þingmennsku. Þá eru sex þingmenn sem eru í aukavinnu eða taka að sér verkefni samhliða þingmennsku. Vísir hafði samband við alla þingmenn og ráðherrana og spurði hvort þeir leggðu stund á nám meðfram þingmennsku, hvort þeir stunduðu vinnu samhliða þingmennsku og hvort þeir væru virkir í félagsstörfum. Flestir sögðust virkir í félagsstörfum en þau snérust í flestum tilvikum um stjórnmál.Gagnast þingstörfunum Róbert Marshall, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Haraldur Einarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Katrín Júlíusdóttir sögðust stunda eitthvert nám samhliða þingstörfum. Til viðbótar voru Elsa Lára Arnardóttir, Karl Garðarsson, Sigrún Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason í námi nýverið. Róbert segist bæði í námi og stunda vinnu á sumrin.Vísir/VilhelmRóbert, þingmaður Bjartrar framtíðar, leggur stund á fjarnám í náttúru- og umhverfisfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. „Kúrsarnir sem um ræðir tengjast með beinum hætti störfum mínum sem þingmaður. Í umhverfisnefnd, þingvallanefnd og stjórnarskrárnefnd hefur nám í siðfræði náttúrunnar og landnýtingu dýpkað skilning minn á á viðfangsefninu,“ segir hann. „Þetta hefur ekkert bitnað á vinnu minni, nema síður sé. Ég á reyndar erfitt með að ímynda mér, árið 2016, að nokkur vinnuveitandi myndi gera annað en að fagna því að starfsmenn reyni að gera sig betri í því sem þeir starfa við.“ Silja Dögg, þingkona Framsóknarflokks, stundar fjarnám við Háskólann á Bifröst í alþjóðaviðskiptum á meistarastigi. Haraldur, flokksbróðir hennar stundar grunnnám í umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands. „Tek að jafnaði eitt próf á önn,“ segir hann um framgang námsins. Jóhanna María, þingkona Framsóknarflokks, segist vera í tveimur áföngum við Háskólann á Bifröst. Katrín, þingkona og varaformaður Samfylkingarinnar, er í MBA-námi við Háskólann í Reykjavík. „Nýti minn frítíma í það. Er kennt aðra hverja helgi,“ segir hún. „Stuttar annir svo að námið rekst ekki á mestu álagspunkta þingsins. Klára í vor.“Hætt eða búin með nám Elsa Lára, þingkona Framsóknarflokks, tók tvo áfanga í stjórnun og forystu við Háskólann á Bifröst á síðasta ári. „Það var fjarnám sem skipulagt var með vinnu. Hef hætt því námi,“ segir hún. Karl er búinn með sitt nám; ML nám í lögfræði.vísir/gvaFlokksbróðir hennar Karl segist ekki vera í námi í dag en að hann hafi verið í ML námi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík sem lauk á fyrri hluta síðasta árs. „Það nám tengdist vinnu minni á þinginu beint, þar sem ég tók m.a. kúrsa í lagasetningu. Það styrkti mig í starfi sem þingmaður,“ segir hann. Sigrún, þingmaður Framsóknarflokks og umhverfis- og auðlindaráðherra, var hætt í námi áður en hún tók við sem ráðherraembætti. Hún segist hafa farið á námskeið um Þingvallaþjóðgarð í Endurmenntun Háskóla Íslands til að vera betur fær að sinna hlutverki sínu sem formaður þjóðgarðsins. „Þetta var haustið 2014 - minnir mig,“ segir hún. Vilhjálmur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lauk meistaranámi í lögfræði síðastliðið vor sem hann stundaði samhliða þingstörfum. „Lokaritgerðin mín fjallaði um ölvunarakstur en við skrif á henni gafst mér tækifæri á að fá innsýn inn í hvað megi gera til þess að draga úr ölvunarakstri og umferðarslysum sem slíkum akstri fylgir,“ segir hann. „Sjálfur tel ég að þingmönnum geti verið hollt að stunda nám samhliða þingstörfum enda getur það farið vel saman.“Í vinnu eða með verkefni Róbert Marshall, Brynjar Níelsson, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé, Páll Jóhann Pálsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segjast öll hafa sinnt öðrum störfum samhliða þingmennsku. Róbert og Bjarkey segjast þó aðeins starfa annað á meðan þingið er í leyfi. Róbert segist stundum starfa sem fararstjóri á sumrin fyrir Ferðafélag Íslands og Bjarkey, þingkona Vinstri grænna, rekur lítið gisti- og kaffihús á sumrin með fjölskyldu sinni sem hún segist aðeins vinna í á þeim tíma sem þinghald er ekki. Róbert er eini þingmaðurinn sem segist bæði vinna og er í námi með fram þingmennsku.Þingmaðurinn og tónlistarmaðurinn Óttarr segist taka stundum að sér verkefni tengdum tónlist, kvikmyndagerð og sviðslistum.vísir/StefánKatrín, þingmaður og formaður Vinstri grænna, segist stundum halda fyrirlestra um bókmenntir. Óttarr, þingmaður og formaður Bjartrar framtíðar, segist að upplagi vera listamaður og að hann komi stundum að verkefnum tengdum tónlist, kvikmyndagerð og sviðslistum. „Stöku sinnum fæ ég greitt fyrir slíkt en það er mjög tilviljanakennt,“ segir hann. Brynjar, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er stundakennari við Háskóla Íslands. „En vinnuframlagið er óverulegt eða ca. 10-12 kennslustundir á vetri,“ segir hann í svari sínu við fyrirspurninni. Páll Jóhann, þingmaður Framsóknarflokks, er varabæjarfulltrúi í Grindavík og situr sem slíkur sem aðalmaður í hafnarstjórn bæjarins.Sjö sem ekki svara Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Vigdís Hauksdóttir svöruðu ekki fyrirspurn fréttastofu þrátt fyrir ítrekanir. Í hagsmunaskráningum þeirra kemur hins vegar ekkert fram um nám eða önnur störf að undanskilinni setu Gunnars Braga, þingmanns Framsóknarflokks og utanríkisráðherra, í sveitarstjórn Skagafjarðar. Samkvæmt hagsmunaskráningunni hefur hann þó afsalað sér föstum greiðslum. Alþingi Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
Fimm þingmenn stunda nám með fram þingmennsku. Fjórir til viðbótar hafa stundað nám eða hafa nýlokið námi sem þeir stunduðu samhliða þingmennsku. Þá eru sex þingmenn sem eru í aukavinnu eða taka að sér verkefni samhliða þingmennsku. Vísir hafði samband við alla þingmenn og ráðherrana og spurði hvort þeir leggðu stund á nám meðfram þingmennsku, hvort þeir stunduðu vinnu samhliða þingmennsku og hvort þeir væru virkir í félagsstörfum. Flestir sögðust virkir í félagsstörfum en þau snérust í flestum tilvikum um stjórnmál.Gagnast þingstörfunum Róbert Marshall, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Haraldur Einarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Katrín Júlíusdóttir sögðust stunda eitthvert nám samhliða þingstörfum. Til viðbótar voru Elsa Lára Arnardóttir, Karl Garðarsson, Sigrún Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason í námi nýverið. Róbert segist bæði í námi og stunda vinnu á sumrin.Vísir/VilhelmRóbert, þingmaður Bjartrar framtíðar, leggur stund á fjarnám í náttúru- og umhverfisfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. „Kúrsarnir sem um ræðir tengjast með beinum hætti störfum mínum sem þingmaður. Í umhverfisnefnd, þingvallanefnd og stjórnarskrárnefnd hefur nám í siðfræði náttúrunnar og landnýtingu dýpkað skilning minn á á viðfangsefninu,“ segir hann. „Þetta hefur ekkert bitnað á vinnu minni, nema síður sé. Ég á reyndar erfitt með að ímynda mér, árið 2016, að nokkur vinnuveitandi myndi gera annað en að fagna því að starfsmenn reyni að gera sig betri í því sem þeir starfa við.“ Silja Dögg, þingkona Framsóknarflokks, stundar fjarnám við Háskólann á Bifröst í alþjóðaviðskiptum á meistarastigi. Haraldur, flokksbróðir hennar stundar grunnnám í umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands. „Tek að jafnaði eitt próf á önn,“ segir hann um framgang námsins. Jóhanna María, þingkona Framsóknarflokks, segist vera í tveimur áföngum við Háskólann á Bifröst. Katrín, þingkona og varaformaður Samfylkingarinnar, er í MBA-námi við Háskólann í Reykjavík. „Nýti minn frítíma í það. Er kennt aðra hverja helgi,“ segir hún. „Stuttar annir svo að námið rekst ekki á mestu álagspunkta þingsins. Klára í vor.“Hætt eða búin með nám Elsa Lára, þingkona Framsóknarflokks, tók tvo áfanga í stjórnun og forystu við Háskólann á Bifröst á síðasta ári. „Það var fjarnám sem skipulagt var með vinnu. Hef hætt því námi,“ segir hún. Karl er búinn með sitt nám; ML nám í lögfræði.vísir/gvaFlokksbróðir hennar Karl segist ekki vera í námi í dag en að hann hafi verið í ML námi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík sem lauk á fyrri hluta síðasta árs. „Það nám tengdist vinnu minni á þinginu beint, þar sem ég tók m.a. kúrsa í lagasetningu. Það styrkti mig í starfi sem þingmaður,“ segir hann. Sigrún, þingmaður Framsóknarflokks og umhverfis- og auðlindaráðherra, var hætt í námi áður en hún tók við sem ráðherraembætti. Hún segist hafa farið á námskeið um Þingvallaþjóðgarð í Endurmenntun Háskóla Íslands til að vera betur fær að sinna hlutverki sínu sem formaður þjóðgarðsins. „Þetta var haustið 2014 - minnir mig,“ segir hún. Vilhjálmur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lauk meistaranámi í lögfræði síðastliðið vor sem hann stundaði samhliða þingstörfum. „Lokaritgerðin mín fjallaði um ölvunarakstur en við skrif á henni gafst mér tækifæri á að fá innsýn inn í hvað megi gera til þess að draga úr ölvunarakstri og umferðarslysum sem slíkum akstri fylgir,“ segir hann. „Sjálfur tel ég að þingmönnum geti verið hollt að stunda nám samhliða þingstörfum enda getur það farið vel saman.“Í vinnu eða með verkefni Róbert Marshall, Brynjar Níelsson, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé, Páll Jóhann Pálsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segjast öll hafa sinnt öðrum störfum samhliða þingmennsku. Róbert og Bjarkey segjast þó aðeins starfa annað á meðan þingið er í leyfi. Róbert segist stundum starfa sem fararstjóri á sumrin fyrir Ferðafélag Íslands og Bjarkey, þingkona Vinstri grænna, rekur lítið gisti- og kaffihús á sumrin með fjölskyldu sinni sem hún segist aðeins vinna í á þeim tíma sem þinghald er ekki. Róbert er eini þingmaðurinn sem segist bæði vinna og er í námi með fram þingmennsku.Þingmaðurinn og tónlistarmaðurinn Óttarr segist taka stundum að sér verkefni tengdum tónlist, kvikmyndagerð og sviðslistum.vísir/StefánKatrín, þingmaður og formaður Vinstri grænna, segist stundum halda fyrirlestra um bókmenntir. Óttarr, þingmaður og formaður Bjartrar framtíðar, segist að upplagi vera listamaður og að hann komi stundum að verkefnum tengdum tónlist, kvikmyndagerð og sviðslistum. „Stöku sinnum fæ ég greitt fyrir slíkt en það er mjög tilviljanakennt,“ segir hann. Brynjar, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er stundakennari við Háskóla Íslands. „En vinnuframlagið er óverulegt eða ca. 10-12 kennslustundir á vetri,“ segir hann í svari sínu við fyrirspurninni. Páll Jóhann, þingmaður Framsóknarflokks, er varabæjarfulltrúi í Grindavík og situr sem slíkur sem aðalmaður í hafnarstjórn bæjarins.Sjö sem ekki svara Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Vigdís Hauksdóttir svöruðu ekki fyrirspurn fréttastofu þrátt fyrir ítrekanir. Í hagsmunaskráningum þeirra kemur hins vegar ekkert fram um nám eða önnur störf að undanskilinni setu Gunnars Braga, þingmanns Framsóknarflokks og utanríkisráðherra, í sveitarstjórn Skagafjarðar. Samkvæmt hagsmunaskráningunni hefur hann þó afsalað sér föstum greiðslum.
Alþingi Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira