Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Stjarnan 96-54 | Auðvelt hjá toppliðinu Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 13. janúar 2016 21:15 Haukar rúlluðu yfir Stjörnuna, 96-54, í 13. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta var 12. sigur Haukakvenna í 13 leikjum í vetur en liðið er enn með tveggja stiga forystu á Íslandsmeistara Snæfells á toppi deildarinnar. Stjarnan er hins vegar enn í 6. sætinu með sín sex stig.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Stjörnukonur héldu í við Hauka framan af leik. Staðan eftir 1. leikhluta var 28-22 og eftir 13 mínútna leik var munurinn aðeins fimm stig, 31-26, eftir að Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði sína þriðju körfu. Það reyndust hins vegar síðustu stig Stjörnunnar í tæpar sjö mínútur. Á meðan gáfu Haukar í og náðu 16-0 áhlaupi sem fór langt með að ganga frá leiknum. Helena Sverrisdóttir var í miklu stuði hjá Haukum og skoraði 18 stig í fyrri hálfleik. Annars var liðsheild Hafnfirðinga sterk en tíu leikmenn liðsins skoruðu í leiknum. Sóknarleikur Stjörnunnar var fínn í 1. leikhluta (fyrir utan átta tapaða bolta) en hann var skelfilegur í 2. leikhluta þar sem Garðbæingar skoruðu aðeins sex stig gegn 19 stigum Hauka. Stjörnukonur áttu í stórkostlegum vandræðum í sóknarleiknum og hættu að horfa á körfuna eftir því sem leið á 2. leikhluta. Staðan í hálfleik var 47-28 og seinni hálfleikurinn því nánast formsatriði. Haukar voru áfram miklu sterkari aðilinn og juku muninn jafnt og þétt. Stjarnan var í stökustu vandræðum í sóknarleiknum en flestar sóknir liðsins enduðu á töpuðum bolta. Gestirnir gáfust hreinlega upp um miðbik 3. leikhluta og Haukar skoruðu hverja körfuna á fætur annarri. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 78-36 en Haukar unnu 3. leikhlutann 31-8. Á endanum munaði svo 42 stigum á liðunum. Lokatölur 96-54, Haukum í vil. Helena var atkvæðamest i liði Hauka og var hársbreidd frá því að ná fernu. Landsliðsfyrirliðinn skoraði alls 24 stig, tók níu fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal boltanum átta sinnum. Chelsie Schweers, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, kom næst með 21 stig og þá átti Sólrún Inga Gísladóttir flottan leik og skoraði 16 stig. Hjá Stjörnunni var Bryndís Hanna Hreinsdóttir stigahæst með 21 stig en hún tapaði einnig 10 boltum. Alls var Stjörnuliðið með 34 tapaða bolta í leiknum sem er alltof mikið.Helena: Sunnudagurinn var erfiður Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka, var að vonum brött eftir 42 stiga sigur liðsins, 96-54, á Stjörnunni í kvöld. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka miklir en Helena segir að það skýrist að hluta til af þeirri staðreynd að Stjarnan er ekki með bandarískan leikmann innan sinna raða á þessari stundu. "Við vissum að þær væru Kanalausar og það er alltaf erfitt fyrir lið. Við einbeittum okkur bara að okkur sjálfum. Það var erfiður dagur á sunnudaginn og því gott að fá sigur," sagði Helena og vísaði til tapsins fyrir Grindavík í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á sunnudaginn var. Leikurinn í kvöld var jafn til að byrja með en Haukar gerðu í raun út um leikinn með 16-0 kafla í 2. leikhluta. "Við byrjuðum að spila vörn. Mér fannst við ekki gera það í byrjun leiks, við misstum þær framhjá okkur og þær gerðu auðveldar körfur. Við lokuðum vörninni og þá fylgir sóknin alltaf með," sagði Helena sem var ánægð með hversu vel stigaskorið dreifðist hjá Haukum en 10 leikmenn liðsins skoruðu í leiknum. Chelsie Schweers lék sinn annan leik með Haukum í kvöld en hún kom til liðsins frá Stjörnunni í síðustu viku. Helena kveðst ánægð með nýjasta liðsmanninnn. "Hún hefur komið ótrúlega vel inn í þetta og verið mjög jákvæð. Hún kom bara á sunnudagsmorguninn. Við erum að spila sókn sem tekur smá tíma að læra en hún hefur komið vel inn í þetta og fellur vel inn í hópinn," sagði Helena að endingu.Baldur: Höfðum ekki trú á því að við gætum komið til baka Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega óhress eftir 42 stiga tap sinna stelpna, 96-54, fyrir Haukum í kvöld. Hann sagði að lokatölurnar endurspegluðu muninn á þessum liðum eins og staðan er í dag. "Já, ég myndi segja það, hreint út sagt. Við byrjuðum þetta þokkalega vel en svo dró smám saman í sundur með liðunum og þá kom uppgjöf í okkar lið," sagði Baldur. "Við grófum okkur ofan í ansi djúpa gröf og vorum að rembast við að grafa okkur upp úr henni. Við höfum ekki trú á því að við gætum komið til baka og hættum að gera það sem við gerðum vel í byrjun leiks. "Haukar brugðust vel við þessu og ýttu okkur út úr því sem við vildum gera," sagði Baldur. Stjarnan tapaði 34 boltum í leiknum en fjölmörgum sóknum lauk því ekki með skoti á körfuna. Baldur sagði það eðlilega hafa skipt sköpum. "Það skipti öllu máli. Það segir sig sjálft að við skorum ekki ef skjótum ekki á körfuna," sagði þjálfarinn sem sér fram á bjartari tíma þrátt fyrir stórtap í kvöld. "Við fáum inn tvo nýja leikmenn, sennilega eftir helgi. Einn bandarískan og svo leikstjórnandann Heiðrúnu Kristmundsdóttur. Þannig að ég er bara bjartsýnn, þrátt fyrir allt," sagði Baldur að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Baldur Ingi Jónasson.Vísir/ErnirHelena Sverrisdóttir.Vísir/ErnirDýrfinna Arnardóttir, leikmaður Hauka, í leiknum í kvöld.Vísir/Ernir Dominos-deild kvenna Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
Haukar rúlluðu yfir Stjörnuna, 96-54, í 13. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta var 12. sigur Haukakvenna í 13 leikjum í vetur en liðið er enn með tveggja stiga forystu á Íslandsmeistara Snæfells á toppi deildarinnar. Stjarnan er hins vegar enn í 6. sætinu með sín sex stig.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Stjörnukonur héldu í við Hauka framan af leik. Staðan eftir 1. leikhluta var 28-22 og eftir 13 mínútna leik var munurinn aðeins fimm stig, 31-26, eftir að Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði sína þriðju körfu. Það reyndust hins vegar síðustu stig Stjörnunnar í tæpar sjö mínútur. Á meðan gáfu Haukar í og náðu 16-0 áhlaupi sem fór langt með að ganga frá leiknum. Helena Sverrisdóttir var í miklu stuði hjá Haukum og skoraði 18 stig í fyrri hálfleik. Annars var liðsheild Hafnfirðinga sterk en tíu leikmenn liðsins skoruðu í leiknum. Sóknarleikur Stjörnunnar var fínn í 1. leikhluta (fyrir utan átta tapaða bolta) en hann var skelfilegur í 2. leikhluta þar sem Garðbæingar skoruðu aðeins sex stig gegn 19 stigum Hauka. Stjörnukonur áttu í stórkostlegum vandræðum í sóknarleiknum og hættu að horfa á körfuna eftir því sem leið á 2. leikhluta. Staðan í hálfleik var 47-28 og seinni hálfleikurinn því nánast formsatriði. Haukar voru áfram miklu sterkari aðilinn og juku muninn jafnt og þétt. Stjarnan var í stökustu vandræðum í sóknarleiknum en flestar sóknir liðsins enduðu á töpuðum bolta. Gestirnir gáfust hreinlega upp um miðbik 3. leikhluta og Haukar skoruðu hverja körfuna á fætur annarri. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 78-36 en Haukar unnu 3. leikhlutann 31-8. Á endanum munaði svo 42 stigum á liðunum. Lokatölur 96-54, Haukum í vil. Helena var atkvæðamest i liði Hauka og var hársbreidd frá því að ná fernu. Landsliðsfyrirliðinn skoraði alls 24 stig, tók níu fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal boltanum átta sinnum. Chelsie Schweers, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, kom næst með 21 stig og þá átti Sólrún Inga Gísladóttir flottan leik og skoraði 16 stig. Hjá Stjörnunni var Bryndís Hanna Hreinsdóttir stigahæst með 21 stig en hún tapaði einnig 10 boltum. Alls var Stjörnuliðið með 34 tapaða bolta í leiknum sem er alltof mikið.Helena: Sunnudagurinn var erfiður Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka, var að vonum brött eftir 42 stiga sigur liðsins, 96-54, á Stjörnunni í kvöld. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka miklir en Helena segir að það skýrist að hluta til af þeirri staðreynd að Stjarnan er ekki með bandarískan leikmann innan sinna raða á þessari stundu. "Við vissum að þær væru Kanalausar og það er alltaf erfitt fyrir lið. Við einbeittum okkur bara að okkur sjálfum. Það var erfiður dagur á sunnudaginn og því gott að fá sigur," sagði Helena og vísaði til tapsins fyrir Grindavík í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á sunnudaginn var. Leikurinn í kvöld var jafn til að byrja með en Haukar gerðu í raun út um leikinn með 16-0 kafla í 2. leikhluta. "Við byrjuðum að spila vörn. Mér fannst við ekki gera það í byrjun leiks, við misstum þær framhjá okkur og þær gerðu auðveldar körfur. Við lokuðum vörninni og þá fylgir sóknin alltaf með," sagði Helena sem var ánægð með hversu vel stigaskorið dreifðist hjá Haukum en 10 leikmenn liðsins skoruðu í leiknum. Chelsie Schweers lék sinn annan leik með Haukum í kvöld en hún kom til liðsins frá Stjörnunni í síðustu viku. Helena kveðst ánægð með nýjasta liðsmanninnn. "Hún hefur komið ótrúlega vel inn í þetta og verið mjög jákvæð. Hún kom bara á sunnudagsmorguninn. Við erum að spila sókn sem tekur smá tíma að læra en hún hefur komið vel inn í þetta og fellur vel inn í hópinn," sagði Helena að endingu.Baldur: Höfðum ekki trú á því að við gætum komið til baka Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega óhress eftir 42 stiga tap sinna stelpna, 96-54, fyrir Haukum í kvöld. Hann sagði að lokatölurnar endurspegluðu muninn á þessum liðum eins og staðan er í dag. "Já, ég myndi segja það, hreint út sagt. Við byrjuðum þetta þokkalega vel en svo dró smám saman í sundur með liðunum og þá kom uppgjöf í okkar lið," sagði Baldur. "Við grófum okkur ofan í ansi djúpa gröf og vorum að rembast við að grafa okkur upp úr henni. Við höfum ekki trú á því að við gætum komið til baka og hættum að gera það sem við gerðum vel í byrjun leiks. "Haukar brugðust vel við þessu og ýttu okkur út úr því sem við vildum gera," sagði Baldur. Stjarnan tapaði 34 boltum í leiknum en fjölmörgum sóknum lauk því ekki með skoti á körfuna. Baldur sagði það eðlilega hafa skipt sköpum. "Það skipti öllu máli. Það segir sig sjálft að við skorum ekki ef skjótum ekki á körfuna," sagði þjálfarinn sem sér fram á bjartari tíma þrátt fyrir stórtap í kvöld. "Við fáum inn tvo nýja leikmenn, sennilega eftir helgi. Einn bandarískan og svo leikstjórnandann Heiðrúnu Kristmundsdóttur. Þannig að ég er bara bjartsýnn, þrátt fyrir allt," sagði Baldur að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Baldur Ingi Jónasson.Vísir/ErnirHelena Sverrisdóttir.Vísir/ErnirDýrfinna Arnardóttir, leikmaður Hauka, í leiknum í kvöld.Vísir/Ernir
Dominos-deild kvenna Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira