Lífið

René Angélil látinn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Angélil greindist með krabbamein árið 1999.
Angélil greindist með krabbamein árið 1999. vísir/afp
René Angélil, eiginmaður söngkonunnar Céline Dion, lést í dag, 73 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu eftir áralanga baráttu við krabbamein í hálsi.

Angélil var kanadískur söngvari og umboðsmaður og starfaði meðal annars sem umboðsmaður eiginkonu sinnar í hartnær þrjátíu ár. Hann lét af störfum sem umboðsmaður árið 2014 vegna veikinda sinna, en hann greindist fyrst með krabbamein árið 1999.

Hann lætur eftir sig fimm börn; hinn fjórtán ára René Charles og tvíburana Nelson og Eddy, sex ára, sem hann átti með Dion, og Anne-Marie, Patrick og Jean-Pierre, sem hann átti úr fyrra hjónabandi.

Hjónin hafa verið saman í um 25 ár. Þau trúlofuðu sig árið 1991 og gengu í hjónaband árið 1994. 26 ára aldursmunur er á þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.