Ágreiningur um heimild til að kalla eftir þjóðaratkvæði um þingsályktunartillögur Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2016 13:32 „Viðkvæm staða,“ segir formaður stjórnarskrárnefndar. Vísir/Anton Djúpstæður ágreiningur innan stjórnarskrárnefndar snýst samkvæmt heimildum fréttastofu helst um heimild kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur, þá sérstaklega er varða umhverfi. Það vill Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, hins vegar ekki staðfesta.Vísir greindi frá því í morgun að fulltrúi Pírata í nefndinni, Aðalheiður Ámundadóttir, teldi boltann nú vera hjá meirihlutanum; síðasti fundur hafi endað á því að menn væru í rauninni „að framleiða nýjan ágreining“ um tillögur nefndarinnar.Viðkvæm staða eins og er Páll vill ekki tjá sig um málið. „Þetta er viðkvæm staða og verið að vinna úr fundinum og ég held að það sé ekki heppilegt að upplýsa akkúrat núna nákvæmlega hvað það er sem stendur út af,“ segir hann sem segist þó vera bjartsýnn á að nefndarmenn nái saman um tillögur. „Ég held að það liggi núna alveg ljóst fyrir hver afstaða hvers og eins fulltrúa er í nefndinni,“ segir hann. „Það er bara verkefnið að vinna úr því og sjá hvort ekki náist saman. Það eru allir af vilja gerðir finnst mér að reyna að ná lendingu.“Tekur undir með Valgerði Páll vill ekki meta hvort hann sé meira eða minna bjartsýnn en áður og leggur áherslu á, líkt og Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni, og Vísir ræddi við í morgun, að málið væri stórt og mikilvægt. „Þó að út á við finnist mönnum þetta taka langan tíma þá er það nú bara vegna þess hvað þetta eru stór og flókin mál,“ segir hann. Enn er stefnt að því að gefa forsætisráðherra skýrslu um vinnu nefndarinnar um það leiti sem þing kemur saman. Það gerist á þriðjudaginn í næstu viku. Páll segir hjálplegt að hafa haft ákveðinn dag til viðmiðunar til að klára starf nefndarinnar en að í svona stóru máli hengi enginn sig á einn dag. Alþingi Tengdar fréttir Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Djúpstæður ágreiningur innan stjórnarskrárnefndar snýst samkvæmt heimildum fréttastofu helst um heimild kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur, þá sérstaklega er varða umhverfi. Það vill Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, hins vegar ekki staðfesta.Vísir greindi frá því í morgun að fulltrúi Pírata í nefndinni, Aðalheiður Ámundadóttir, teldi boltann nú vera hjá meirihlutanum; síðasti fundur hafi endað á því að menn væru í rauninni „að framleiða nýjan ágreining“ um tillögur nefndarinnar.Viðkvæm staða eins og er Páll vill ekki tjá sig um málið. „Þetta er viðkvæm staða og verið að vinna úr fundinum og ég held að það sé ekki heppilegt að upplýsa akkúrat núna nákvæmlega hvað það er sem stendur út af,“ segir hann sem segist þó vera bjartsýnn á að nefndarmenn nái saman um tillögur. „Ég held að það liggi núna alveg ljóst fyrir hver afstaða hvers og eins fulltrúa er í nefndinni,“ segir hann. „Það er bara verkefnið að vinna úr því og sjá hvort ekki náist saman. Það eru allir af vilja gerðir finnst mér að reyna að ná lendingu.“Tekur undir með Valgerði Páll vill ekki meta hvort hann sé meira eða minna bjartsýnn en áður og leggur áherslu á, líkt og Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni, og Vísir ræddi við í morgun, að málið væri stórt og mikilvægt. „Þó að út á við finnist mönnum þetta taka langan tíma þá er það nú bara vegna þess hvað þetta eru stór og flókin mál,“ segir hann. Enn er stefnt að því að gefa forsætisráðherra skýrslu um vinnu nefndarinnar um það leiti sem þing kemur saman. Það gerist á þriðjudaginn í næstu viku. Páll segir hjálplegt að hafa haft ákveðinn dag til viðmiðunar til að klára starf nefndarinnar en að í svona stóru máli hengi enginn sig á einn dag.
Alþingi Tengdar fréttir Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45