Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. janúar 2016 18:29 Aldís Hilmarsdóttir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir. vísir/heiða/stefán Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, og Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, funduðu í dag. Þetta staðfestir Aldís í samtali við Vísi en vill ekki upplýsa um efni fundarins. Samkvæmt frétt á vef Ríkisútvarpsins voru samskipti Aldísar og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, til umræðu. „Ég óskaði sjálf eftir fundinum en ég bað um hann skömmu fyrir jól. Hann frestaðist vegna fría og anna,“ segir Aldís. Hún telur að það sem fram á fundinum sé ekki fjölmiðlaefni og ætlar ekki að upplýsa um það. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Sigríður Björk viðrað þá skoðun sína að færa Aldísi úr starfi sem yfirmaður fíkniefnadeildar og finna henni annað hlutverk. Samkvæmt frétt á vef Fréttatímans eru Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, andvígir því að Aldís verði færð úr núverandi stöðu sinni. „Ég veit ekkert um fundinn eða hvað fór þar fram og tjái mig ekki um hann,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í samtali við Vísi. „Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að verið er að fara yfir stöðu fíkniefnadeildarinnar og skoða skipulag innan lögreglunnar.“ Sigríður Björk hefur áður sagt að verið sé að endurskipuleggja innra skipulag en það gerði hún í viðtali í Íslandi í dag fyrir tveimur dögum. Líkt og fjallað hefur verið um hafa mál tveggja starfsmanna fíkniefnadeildarinnar verið til skoðunar að undanförnu. Í vikunni var tilkynnt um að ríkissaksóknari hefði mál annars mannsins hjá sér en héraðssaksóknari fer með hitt. Ekki náðist í Ólöfu Nordal við vinnslu fréttarinnar. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, og Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, funduðu í dag. Þetta staðfestir Aldís í samtali við Vísi en vill ekki upplýsa um efni fundarins. Samkvæmt frétt á vef Ríkisútvarpsins voru samskipti Aldísar og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, til umræðu. „Ég óskaði sjálf eftir fundinum en ég bað um hann skömmu fyrir jól. Hann frestaðist vegna fría og anna,“ segir Aldís. Hún telur að það sem fram á fundinum sé ekki fjölmiðlaefni og ætlar ekki að upplýsa um það. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Sigríður Björk viðrað þá skoðun sína að færa Aldísi úr starfi sem yfirmaður fíkniefnadeildar og finna henni annað hlutverk. Samkvæmt frétt á vef Fréttatímans eru Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, andvígir því að Aldís verði færð úr núverandi stöðu sinni. „Ég veit ekkert um fundinn eða hvað fór þar fram og tjái mig ekki um hann,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í samtali við Vísi. „Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að verið er að fara yfir stöðu fíkniefnadeildarinnar og skoða skipulag innan lögreglunnar.“ Sigríður Björk hefur áður sagt að verið sé að endurskipuleggja innra skipulag en það gerði hún í viðtali í Íslandi í dag fyrir tveimur dögum. Líkt og fjallað hefur verið um hafa mál tveggja starfsmanna fíkniefnadeildarinnar verið til skoðunar að undanförnu. Í vikunni var tilkynnt um að ríkissaksóknari hefði mál annars mannsins hjá sér en héraðssaksóknari fer með hitt. Ekki náðist í Ólöfu Nordal við vinnslu fréttarinnar.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00
Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00