Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2016 00:01 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er afar ánægður með þennan samning. Vísir/Getty Viðskiptaþvingunum á Íran hefur verið aflétt eftir að eftirlitsaðilar höfðu staðfest að yfirvöld þar í landi hefðu farið eftir samningi sem er hannaður til að koma í veg fyrir þróun kjarnavopna. Haft er eftir Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, að samningurinn muni stuðla að aukinni friðsæld í Íran og á alþjóðavettvangi. Með því að aflétta viðskiptaþvingunum á Íran losna eignir upp á milljarði dala og verður hægt að selja olíu sem er unnin í landinu á alþjóðavísu. Íranir hafa ávallt haldið því fram að nýting þeirra á kjarnorku sé friðsamur gjörningur en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir andstæðinga samkomulagsins telja það ekki ganga nógu langt til að tryggja að Íranir geti ekki framleitt kjarnavopn. Forseti Íran, Hassan Rouhani, fagnaði þessum áfanga í dag og þakkaði þjóðinni fyrir þolinmæðina sem hún hefur sýnt í þessu máli. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur fyrirskipað að viðskiptaþvingunum gegn Íran, í tengslum við þróun kjarnavopna, verði aflétt. Kerry fundaði með utanríkisráðherra Íran í Vín í Austurríki þar sem þeir ræddu hvort möguleiki væri á að aflétta viðskiptaþvingunum. Kerry sagði að Íran hefði tekið mikilvæg skref í átt að samkomulagi sem margir hefðu efast um að yfirvöld þar í landi myndu taka. „Í þakkarskyni munu Bandaríkin og Evrópusambandið aflétta viðskiptaþvingunum og auka þannig tækifæri írönsku þjóðarinnar. Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ Tengdar fréttir Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36 Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Viðskiptaþvingunum á Íran hefur verið aflétt eftir að eftirlitsaðilar höfðu staðfest að yfirvöld þar í landi hefðu farið eftir samningi sem er hannaður til að koma í veg fyrir þróun kjarnavopna. Haft er eftir Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, að samningurinn muni stuðla að aukinni friðsæld í Íran og á alþjóðavettvangi. Með því að aflétta viðskiptaþvingunum á Íran losna eignir upp á milljarði dala og verður hægt að selja olíu sem er unnin í landinu á alþjóðavísu. Íranir hafa ávallt haldið því fram að nýting þeirra á kjarnorku sé friðsamur gjörningur en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir andstæðinga samkomulagsins telja það ekki ganga nógu langt til að tryggja að Íranir geti ekki framleitt kjarnavopn. Forseti Íran, Hassan Rouhani, fagnaði þessum áfanga í dag og þakkaði þjóðinni fyrir þolinmæðina sem hún hefur sýnt í þessu máli. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur fyrirskipað að viðskiptaþvingunum gegn Íran, í tengslum við þróun kjarnavopna, verði aflétt. Kerry fundaði með utanríkisráðherra Íran í Vín í Austurríki þar sem þeir ræddu hvort möguleiki væri á að aflétta viðskiptaþvingunum. Kerry sagði að Íran hefði tekið mikilvæg skref í átt að samkomulagi sem margir hefðu efast um að yfirvöld þar í landi myndu taka. „Í þakkarskyni munu Bandaríkin og Evrópusambandið aflétta viðskiptaþvingunum og auka þannig tækifæri írönsku þjóðarinnar. Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“
Tengdar fréttir Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36 Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36
Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15