Will og Grace koma saman á ný Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2016 19:51 Þau Jack, Megan, Will og Grace voru hrókar alls fagnaðar í upphafi nýrrar aldar. mynd/nbc Það verða ekki einungis vinirnir í Friends sem munu koma saman á næstunni heldur einnig hópurinn sem stóð að hinum geysivinsælu þáttum Will and Grace. Þrátt fyrir að hafa alltaf verið í skugga Friends nutu þau Will og Grace vinsælda á árabilinu 1998 til 2006 og hefur þeim stundum verið hrósað fyrir að auka sýnileika LGBT-samfélagsins. Þau Eric McCormack, sem lék Will Truman, og meðleigjandi hans Grace Adler, sem leikin var af Debru Messing, munu leiða saman hesta sína í febrúar ásamt þeim Megan Mullally (Karen Walker) og Sean Hayes (Jack McFarland).Sjá einnig: Vinirnir koma saman á ný Munu þau öll koma fram í sérstökum sjónvarpsþætti sem gerður verður til að heiðra handritshöfundinn James Burrows og þá 1000 þætti sem hann hefur komið að. Í þættinum munu leikararnir í Friends einnig koma fram, að frátöldum Matthew Perry, sem lék Chandler, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Fram kemur í Hollywood Life að þátturinn verði tekinn upp þann 24. janúar og komi fyrir sjónir almennings um mánuði síðar, þann 21. febrúar. „Þetta verður endurkomuþáttur allra endurkomuþátta. Þið hafið ekki séð neitt í líkingu við hann," er haft eftir aðstandendum þáttarins. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Það verða ekki einungis vinirnir í Friends sem munu koma saman á næstunni heldur einnig hópurinn sem stóð að hinum geysivinsælu þáttum Will and Grace. Þrátt fyrir að hafa alltaf verið í skugga Friends nutu þau Will og Grace vinsælda á árabilinu 1998 til 2006 og hefur þeim stundum verið hrósað fyrir að auka sýnileika LGBT-samfélagsins. Þau Eric McCormack, sem lék Will Truman, og meðleigjandi hans Grace Adler, sem leikin var af Debru Messing, munu leiða saman hesta sína í febrúar ásamt þeim Megan Mullally (Karen Walker) og Sean Hayes (Jack McFarland).Sjá einnig: Vinirnir koma saman á ný Munu þau öll koma fram í sérstökum sjónvarpsþætti sem gerður verður til að heiðra handritshöfundinn James Burrows og þá 1000 þætti sem hann hefur komið að. Í þættinum munu leikararnir í Friends einnig koma fram, að frátöldum Matthew Perry, sem lék Chandler, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Fram kemur í Hollywood Life að þátturinn verði tekinn upp þann 24. janúar og komi fyrir sjónir almennings um mánuði síðar, þann 21. febrúar. „Þetta verður endurkomuþáttur allra endurkomuþátta. Þið hafið ekki séð neitt í líkingu við hann," er haft eftir aðstandendum þáttarins.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira