Fótbolti

Fimm markahæstu menn á Spáni spila með annaðhvort Barca eða Real

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suárez og Cristiano Ronaldo.
Luis Suárez og Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty
Barcelona og Real Madrid unnu bæði örugga sigra í leikjum sínum í spænsku deildinni í fótbolta í dag, Real Madrid vann 5-1 sigur á Sporting Gijón og Barcelona vann 6-0 sigur á Athletic Bilbao.

Eftir leiki tuttugustu umferðarinnar er athyglisvert að skoða listann yfir markahæstu menn í deildinni.

Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez skoraði þrennu í kvöld og er nú markahæstur í deildinni með átján mörk.

Luis Suárez hefur tveggja marka forystu á næstu menn sem eru Real Madrid mennirnir Cristiano Ronaldo og Karim Benzema og liðsfélagi hans hjá Barcelona, Neymar.

Fimmti á markalistanum er síðan Real Madrid maðurinn Gareth Bale með þrettán mörk.

Þetta þýðir að fimm markahæsti leikmennirnir á Spáni spila með annaðhvort Barcelona eða Real Madrid og enginn þeirra heitir Lionel Messi.

Lionel Messi missti mikið úr fyrir áramót vegna meiðsla en hann skoraði sitt níunda deildarmark í sigrinum í dag. Það má búast við því að Messi hækki sig á listanum á næstu vikum og svo gæti farið að sex markahæstu menn deildarinnar myndi vera í herbúðum risanna tveggja.

Barcelona á reyndar leik inni á önnur lið í kringum sig og sá leikur er á móti Eibar. Messi gæti strax unnið sig upp listann með því að skora nokkur mörk þar.

Menn hafa líka gaman af því að bera saman þríeyki liðanna, þeirra BBC hjá Real Madrid (Benzema-Bale-Cristiano) og MSN (Messi--Neymar) hjá Barcelona. Staðan núna í deildarmörkum á leiktíðinni er 45-44 fyrir BBC menn í Real Madrid.

Markahæstir í spænsku deildinni 2015/2016:

Luis Suárez, Barcelona            18

Cristiano Ronaldo, Real Madrid        16

Karim Benzema, Real Madrid        16

Neymar, Barcelona            16

Gareth Bale, Real Madrid        13

---- Næstu menn ----

Antoine Griezmann, Atlético Madrid    12

Imanol Agirretxe, Real Sociedad        12

Lucas, Deportivo La Coruña        12

Aritz Aduriz, Athletic Bilbao        11

Kévin Gameiro, Sevilla            11




Fleiri fréttir

Sjá meira


×