Fyrsti Stöð 2 Sport tvíhöfði vetrarins í Hólminum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 14:15 Landsliðskonurnar Bryndís Guðmundsdóttir og Jóhann Björk Sveinsdóttir munu ekkert gefa eftir í kvöld. Vísir/Stefán Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki í beinni útsendingu frá leik í Domino´s deildunum í kvöld en þá er á dagskrá tvíhöfði í Stykkishólmi. Fyrri leikurinn er toppslagur Snæfells og Hauka í Domino´s deild kvenna en seinni leikurinn er leikur Snæfells og Hattar í Domino´s deild karla en þau lið eru bæði að berjast á hinum enda töflunnar. Þetta verður fyrsti Stöð 2 Sport tvíhöfðinn frá Domino´s deildunum í vetur en sýndir hafa verið leikir úr öllum umferðum á þessu tímabili, bæði hjá körlum og konum.Kvennalið Snæfells og Hauka mætast klukkan 18.00 en þetta er einn af úrslitaleikjunum um deildarmeistaratitilinn hjá konunum. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar og hafa hvort um sig unnið einn innbyrðisleik í vetur. Snæfell vann tíu stiga sigur á Haukum þegar liðin mættust í Stykkishólmi fyrir áramót en það er eini tapleikur Haukakvenna í deildinni. Haukar hafa styrkt sig síðan þá en í liðinu nú er Chelsie Alexa Schweers sem er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Snæfellskonur hafa unnið alla sjö heimaleiki sína á tímabilinu og eru erfiðar heima að sækja í Hólminn. Það má því búast við spennuleik í kvöld.Strax á eftir kvennaleiknum mætast síðan Snæfell og Höttur í fjórtándu umferð Domino´s deildar karla en sá leikur hefst klukkan 20.15. Höttur er í neðsta sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Snæfelli sem situr í síðasta örugga sætinu eins og er. Snæfell vann fyrri leik liðanna með tveimur stigum á dramatískri sigurkörfu Sherrod Nigel Wright en hann skoraði hana fyrir utan þriggja stiga línuna og rétt áður en lokaflautan gall. Einn af síðustu möguleikum Hattar á að halda sér í deildinni er að vinna þennan leik. Tapi Höttur leiknum verða þeir nefnilega tíu stigum á eftir Snæfelli og alltaf með verri stöðu í innbyrðisleikjum. Höttur hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og liðið er búið að tapa öllum sex útileikjum sínum til þessa. Fyrri leikur liðanna vannst eins og áður sagði á mjög dramatískan hátt og það má búast við öðrum spennuleik í kvöld. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki í beinni útsendingu frá leik í Domino´s deildunum í kvöld en þá er á dagskrá tvíhöfði í Stykkishólmi. Fyrri leikurinn er toppslagur Snæfells og Hauka í Domino´s deild kvenna en seinni leikurinn er leikur Snæfells og Hattar í Domino´s deild karla en þau lið eru bæði að berjast á hinum enda töflunnar. Þetta verður fyrsti Stöð 2 Sport tvíhöfðinn frá Domino´s deildunum í vetur en sýndir hafa verið leikir úr öllum umferðum á þessu tímabili, bæði hjá körlum og konum.Kvennalið Snæfells og Hauka mætast klukkan 18.00 en þetta er einn af úrslitaleikjunum um deildarmeistaratitilinn hjá konunum. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar og hafa hvort um sig unnið einn innbyrðisleik í vetur. Snæfell vann tíu stiga sigur á Haukum þegar liðin mættust í Stykkishólmi fyrir áramót en það er eini tapleikur Haukakvenna í deildinni. Haukar hafa styrkt sig síðan þá en í liðinu nú er Chelsie Alexa Schweers sem er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Snæfellskonur hafa unnið alla sjö heimaleiki sína á tímabilinu og eru erfiðar heima að sækja í Hólminn. Það má því búast við spennuleik í kvöld.Strax á eftir kvennaleiknum mætast síðan Snæfell og Höttur í fjórtándu umferð Domino´s deildar karla en sá leikur hefst klukkan 20.15. Höttur er í neðsta sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Snæfelli sem situr í síðasta örugga sætinu eins og er. Snæfell vann fyrri leik liðanna með tveimur stigum á dramatískri sigurkörfu Sherrod Nigel Wright en hann skoraði hana fyrir utan þriggja stiga línuna og rétt áður en lokaflautan gall. Einn af síðustu möguleikum Hattar á að halda sér í deildinni er að vinna þennan leik. Tapi Höttur leiknum verða þeir nefnilega tíu stigum á eftir Snæfelli og alltaf með verri stöðu í innbyrðisleikjum. Höttur hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og liðið er búið að tapa öllum sex útileikjum sínum til þessa. Fyrri leikur liðanna vannst eins og áður sagði á mjög dramatískan hátt og það má búast við öðrum spennuleik í kvöld.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira