Illugi vill nýta bæði möguleika innan kerfis og utan til að bæta lestrarkunnáttu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. janúar 2016 14:48 Illugi sagði óásættanlega stöðu uppi er varðar lestrarkunnáttu íslenskra barna. Vísir/Daníel Nýta verður alla krafta og hugmyndir til að finna leiðir til að bæta lestrarkunnáttu íslenskra ungmenna. Þetta kom fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Illuga út í hvort rétt væri eftir honum haft í Viðskiptablaðinu um að hann teldi skólakerfið ekki geta sjálft leysa þann vanda sem blasi við í lestrarkunnáttu barna og ungmenna. Blaðið birti ummæli sem hann lét falla í ræðu í tilefni af útgáfu lestrarforritsins Study Cake þar sem ráðherrann gagnrýndi hið opinbera skólakerfi: „Skólakerfið sjálft leysir þennan vanda ekki sjálft. Opinbera kerfið er ekki svo gott í að koma með nýjungar - og raunar er það frekar lélegt í því.“Katrín bað um skýr svör.Vísir/DaníelIllugi sagði einfaldlega slæma stöðu blasa við. „Nú er svo komið þegar maður skoðar tölurnar að það er eins og krakkarnir sem tóku prófið árið 2012 hafi verið hálfu áru skemur í skóla heldur en krakkarnir sem tóku prófið árið 2000. En öll vitum við að sú er ekki raunin,“ sagði hann. Hann vitnaði svo í tölur um að 30 prósent drengja og tólf prósent stúlkna gætu ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég hefði áhuga á því að heyra það frá háttvirtum þingmanni og fyrrverandi hæstvirtum ráðherra málaflokksins hvort að háttvirtur þingmaður sé þeirrar skoðunar að við getum sagt við foreldra til dæmis þeirra drengja sem ekki getað lesið sér til gangs í lok grunnskóla að við séum sátt við þá niðurstöðu, að okkur finnist okkur hafa tekist mjög vel upp hvað varðar nám þessara barna,“ sagði hann. Katrín sagði augljóst að „Það er alveg rétt að við hefðum viljað sjá betri árangur í lestri en við höfum líka náð mjög góðum árangri á ýmsum öðrum sviðum, sem hæstvirtur ráðherra kýs að nefna ekki hér,“ sagði hún. Katrín vildi meðal annars frá svör frá ráðherranum um hvort hann sæi fyrir sér að leysa þennan vanda með aukinni einkavæðingu skólakerfisins. Illugi sagði að málið snerist í raun bara um eitt; að ná þeim árangri sem við þurfum að ná þegar kemur að menntun barnanna okkar. „Niðurstaðan liggur fyrir og þess vegna þurfum við að breyta og við þurfum að nýta sem best alla krafta og allar hugmyndir og alla möguleika, bæði innan kerfis og utan, til að láta þessa stöðu ekki standa. Hún er óásættanleg,“ sagði Illugi að lokum í svarinu. Alþingi Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóra peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira
Nýta verður alla krafta og hugmyndir til að finna leiðir til að bæta lestrarkunnáttu íslenskra ungmenna. Þetta kom fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Illuga út í hvort rétt væri eftir honum haft í Viðskiptablaðinu um að hann teldi skólakerfið ekki geta sjálft leysa þann vanda sem blasi við í lestrarkunnáttu barna og ungmenna. Blaðið birti ummæli sem hann lét falla í ræðu í tilefni af útgáfu lestrarforritsins Study Cake þar sem ráðherrann gagnrýndi hið opinbera skólakerfi: „Skólakerfið sjálft leysir þennan vanda ekki sjálft. Opinbera kerfið er ekki svo gott í að koma með nýjungar - og raunar er það frekar lélegt í því.“Katrín bað um skýr svör.Vísir/DaníelIllugi sagði einfaldlega slæma stöðu blasa við. „Nú er svo komið þegar maður skoðar tölurnar að það er eins og krakkarnir sem tóku prófið árið 2012 hafi verið hálfu áru skemur í skóla heldur en krakkarnir sem tóku prófið árið 2000. En öll vitum við að sú er ekki raunin,“ sagði hann. Hann vitnaði svo í tölur um að 30 prósent drengja og tólf prósent stúlkna gætu ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég hefði áhuga á því að heyra það frá háttvirtum þingmanni og fyrrverandi hæstvirtum ráðherra málaflokksins hvort að háttvirtur þingmaður sé þeirrar skoðunar að við getum sagt við foreldra til dæmis þeirra drengja sem ekki getað lesið sér til gangs í lok grunnskóla að við séum sátt við þá niðurstöðu, að okkur finnist okkur hafa tekist mjög vel upp hvað varðar nám þessara barna,“ sagði hann. Katrín sagði augljóst að „Það er alveg rétt að við hefðum viljað sjá betri árangur í lestri en við höfum líka náð mjög góðum árangri á ýmsum öðrum sviðum, sem hæstvirtur ráðherra kýs að nefna ekki hér,“ sagði hún. Katrín vildi meðal annars frá svör frá ráðherranum um hvort hann sæi fyrir sér að leysa þennan vanda með aukinni einkavæðingu skólakerfisins. Illugi sagði að málið snerist í raun bara um eitt; að ná þeim árangri sem við þurfum að ná þegar kemur að menntun barnanna okkar. „Niðurstaðan liggur fyrir og þess vegna þurfum við að breyta og við þurfum að nýta sem best alla krafta og allar hugmyndir og alla möguleika, bæði innan kerfis og utan, til að láta þessa stöðu ekki standa. Hún er óásættanleg,“ sagði Illugi að lokum í svarinu.
Alþingi Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóra peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira