Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2016 21:24 Arnór svekktur með strákunum eftir leik. Vísir/Valli Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Króatíu á EM í handbolta í kvöld og var Arnór Atlason niðurlútur eftir tapið, enda Ísland úr leik og draumurinn um Ólympíuleikana í Ríó úr sögunni. „Við byrjuðum vel á þessu móti og þó svo að leikirnir hafi verið mismunandi fannst mér allir mæta til leiks vel undirbúnir,“ sagði Arnór eftir leikinn. „Við byrjuðum þokkalega gegn Noregi og fengum tvö stig úr þeim leik. Þá vorum við komnir í draumastöðu. En svo veit ég ekki hvað gerist.“ Hann segir að það hafi allir séð hvað gerðist í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi og að það hafi verið erfitt að þurfa að spila gegn Króatíu í leik þar sem allt var í húfi. „Það er augljóst að Króatía er með miklu betra landslið en við í dag,“ segir Arnór sem játar því að íslenska landsliðið geti miklu betur en liðið sýndi í dag. „Að sjálfsögðu. Það vita allir og við vitum það best sjálfir. Menn eru rosalega svekktir enda risastórt tap. Það sem er samt mest svekkjandi er að við missum núna af Ólympíuleikunum. Við höfum margir horft lengi til þess móts.“ Hann segir ótímabært að meta framtíð landsliðsins út frá þessu móti. „Ég veit ekki hver framtíðin er eða staðan á mönnum. Nú voru menn búnir að hugsa um þetta mót í langan tíma, frá því að HM lauk í fyrra, og er langt síðan að við vorum allir í svo góðu standi og við erum núna.“ „Þetta er agalegt að við höfum ekki gefið okkur betra tækifæri til að fara áfram í milliriðil en við gerðum í kvöld.“ Hann segist ekkert hafa velt fyrir sér framtíð sinni í landsliðinu. „Ég reikna með því að halda áfram mínu striki. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og margir af mínum bestu vinum spila hér. Ég ætla ekki að hætta strax.“ EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00 Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Pólland vann meistarana og fer með fullt hús í milliriðilinn Gestgjafarnir tóku heims, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakklands í Kraká. 19. janúar 2016 21:04 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Króatíu á EM í handbolta í kvöld og var Arnór Atlason niðurlútur eftir tapið, enda Ísland úr leik og draumurinn um Ólympíuleikana í Ríó úr sögunni. „Við byrjuðum vel á þessu móti og þó svo að leikirnir hafi verið mismunandi fannst mér allir mæta til leiks vel undirbúnir,“ sagði Arnór eftir leikinn. „Við byrjuðum þokkalega gegn Noregi og fengum tvö stig úr þeim leik. Þá vorum við komnir í draumastöðu. En svo veit ég ekki hvað gerist.“ Hann segir að það hafi allir séð hvað gerðist í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi og að það hafi verið erfitt að þurfa að spila gegn Króatíu í leik þar sem allt var í húfi. „Það er augljóst að Króatía er með miklu betra landslið en við í dag,“ segir Arnór sem játar því að íslenska landsliðið geti miklu betur en liðið sýndi í dag. „Að sjálfsögðu. Það vita allir og við vitum það best sjálfir. Menn eru rosalega svekktir enda risastórt tap. Það sem er samt mest svekkjandi er að við missum núna af Ólympíuleikunum. Við höfum margir horft lengi til þess móts.“ Hann segir ótímabært að meta framtíð landsliðsins út frá þessu móti. „Ég veit ekki hver framtíðin er eða staðan á mönnum. Nú voru menn búnir að hugsa um þetta mót í langan tíma, frá því að HM lauk í fyrra, og er langt síðan að við vorum allir í svo góðu standi og við erum núna.“ „Þetta er agalegt að við höfum ekki gefið okkur betra tækifæri til að fara áfram í milliriðil en við gerðum í kvöld.“ Hann segist ekkert hafa velt fyrir sér framtíð sinni í landsliðinu. „Ég reikna með því að halda áfram mínu striki. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og margir af mínum bestu vinum spila hér. Ég ætla ekki að hætta strax.“
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00 Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Pólland vann meistarana og fer með fullt hús í milliriðilinn Gestgjafarnir tóku heims, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakklands í Kraká. 19. janúar 2016 21:04 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00
Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09
Pólland vann meistarana og fer með fullt hús í milliriðilinn Gestgjafarnir tóku heims, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakklands í Kraká. 19. janúar 2016 21:04
Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35
Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00