Ótvíræður skúrkur ársins 2015 Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. janúar 2016 07:00 Kenning nokkur kveður á um að aldrei skuli skrifa það á illgirni sem hægt er að rekja til heimsku. Ég sat með tveggja ára dóttur minni fyrir framan sjónvarpið þegar brúðumyndin Klaufabárðarnir birtist á skjánum. Dóttirin veltist um af hlátri. Á mig runnu hins vegar tvær grímur. Síðustu daga höfum við keppst við að heiðra þá sem létu gott af sér leiða á liðnu ári, sköruðu fram úr eða vöktu almenna aðdáun. Því miður voru þeir þó jafnmargir sem teljast mega skúrkar ársins. Margir eru kallaðir. Einn skarar þó fram úr en sá lét illgirni sína – eða heimsku – skína allt fram á síðasta dag ársins.Að gera, lifa og upplifa „Það kemur enginn bíll að ná í mig,“ sagði hún í símann. Klukkan var þrjú á aðfangadag. Það voru þrír tímar í að hún átti að mæta í jólaboðið. „Nú,“ sagði gestgjafinn hinum megin á línunni. „Kemstu þá ekki?“ Í raun var svarið nei. En sumir láta hvorki lífið, veðrið né mannvonsku opinberrar þjónustu stoppa sig. „Jú, jú, ég kem.“ Ónefnd kjarnakona mér tengd lenti í slysi fyrir þremur árum og lamaðist illa. Hefur hún verið bundin við hjólastól síðan. Fyrir slysið var hún á stöðugum þeytingi – að gera, lifa og upplifa. Ótrúlegt en satt hefur það lítið breyst. Þrátt fyrir að vera bundin við stóran rafmagnshjólastól þeysist hún um bæinn, sinnir vinnu, sækir menningarviðburði og heimsækir fjölskyldu og vini. En til að komast leiðar sinnar þarf hún því miður að reiða sig á „skúrk ársins“.Gleymdist í bílnum Árið 2015 byrjaði ekki vel hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Eftir að Strætó bs. var falin umsjón með Ferðaþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu var eins og notendur hennar hefðu sogast inn í þátt af Klaufabárðunum. Ferðalangar voru sóttir seint og illa og stundum alls ekki. En ekki nóg með það: - Í janúar hugðust tveir fjölfatlaðir bræður fara í mat til foreldra sinna. Bílstjóri Ferðaþjónustunnar vildi hins vegar bara aka öðrum þeirra til veislunnar. - Í febrúar týndist átján ára þroskaskert stúlka. Fannst hún loks í bifreið á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. - Í haust var níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili sitt í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Og svo mætti lengi telja.Aulaháttur eða illska En aftur að kjarnakonunni í hjólastólnum. Í ljós kemur að fatlaðir eiga ekki að halda jól á sama tíma og við hin. Ferðaþjónusta fatlaðra hættir nefnilega akstri klukkan þrjú á aðfangadag. Mín lét það þó ekki stöðva sig. Hún klæddi sig í fjögur lög af útivistarfatnaði. Þvínæst hélt hún út í kuldann og ók á stólnum sínum eftir illfærum gangstéttum og akbrautum þegar ekki var kostur á öðru. Var hún mætt í jólaboðið á tilsettum tíma. Seint verður sagt að við sem samfélag dekrum við þá sem þurfa aðstoðar við. Aðgengi fyrir fatlaða er víða bágborið. Grunnbætur öryrkja eru langt frá mannsæmandi launum. Þótt flestar stéttir á vinnumarkaði hafi fengið afturvirkar launahækkanir á árinu, meðal annars ráðamenn þjóðarinnar, þótti ekki þörf á að láta slíkt hið sama gilda um bætur til öryrkja og lífeyrisþega. Rétt er að láta Ferðaþjónustu fatlaðra njóta vafans. Líklega skýrist bágborin þjónustan af aulahætti fremur en illsku; hún á meira skylt við Klaufabárðana en Svarthöfða. En það breytir því ekki: Að hætta akstri klukkan þrjú á aðfangadag – og gamlársdag – og útiloka þannig frá fjölskyldusamkomum þá sem ekki komast milli húsa með hefðbundnum hætti er ómannúðlegt. Það eru ekki allir sem treysta sér til að brjótast gegnum snjóskaflana á hjólastól í fjórum lögum af útivistarfatnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir ársins 2015 Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Kenning nokkur kveður á um að aldrei skuli skrifa það á illgirni sem hægt er að rekja til heimsku. Ég sat með tveggja ára dóttur minni fyrir framan sjónvarpið þegar brúðumyndin Klaufabárðarnir birtist á skjánum. Dóttirin veltist um af hlátri. Á mig runnu hins vegar tvær grímur. Síðustu daga höfum við keppst við að heiðra þá sem létu gott af sér leiða á liðnu ári, sköruðu fram úr eða vöktu almenna aðdáun. Því miður voru þeir þó jafnmargir sem teljast mega skúrkar ársins. Margir eru kallaðir. Einn skarar þó fram úr en sá lét illgirni sína – eða heimsku – skína allt fram á síðasta dag ársins.Að gera, lifa og upplifa „Það kemur enginn bíll að ná í mig,“ sagði hún í símann. Klukkan var þrjú á aðfangadag. Það voru þrír tímar í að hún átti að mæta í jólaboðið. „Nú,“ sagði gestgjafinn hinum megin á línunni. „Kemstu þá ekki?“ Í raun var svarið nei. En sumir láta hvorki lífið, veðrið né mannvonsku opinberrar þjónustu stoppa sig. „Jú, jú, ég kem.“ Ónefnd kjarnakona mér tengd lenti í slysi fyrir þremur árum og lamaðist illa. Hefur hún verið bundin við hjólastól síðan. Fyrir slysið var hún á stöðugum þeytingi – að gera, lifa og upplifa. Ótrúlegt en satt hefur það lítið breyst. Þrátt fyrir að vera bundin við stóran rafmagnshjólastól þeysist hún um bæinn, sinnir vinnu, sækir menningarviðburði og heimsækir fjölskyldu og vini. En til að komast leiðar sinnar þarf hún því miður að reiða sig á „skúrk ársins“.Gleymdist í bílnum Árið 2015 byrjaði ekki vel hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Eftir að Strætó bs. var falin umsjón með Ferðaþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu var eins og notendur hennar hefðu sogast inn í þátt af Klaufabárðunum. Ferðalangar voru sóttir seint og illa og stundum alls ekki. En ekki nóg með það: - Í janúar hugðust tveir fjölfatlaðir bræður fara í mat til foreldra sinna. Bílstjóri Ferðaþjónustunnar vildi hins vegar bara aka öðrum þeirra til veislunnar. - Í febrúar týndist átján ára þroskaskert stúlka. Fannst hún loks í bifreið á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. - Í haust var níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili sitt í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Og svo mætti lengi telja.Aulaháttur eða illska En aftur að kjarnakonunni í hjólastólnum. Í ljós kemur að fatlaðir eiga ekki að halda jól á sama tíma og við hin. Ferðaþjónusta fatlaðra hættir nefnilega akstri klukkan þrjú á aðfangadag. Mín lét það þó ekki stöðva sig. Hún klæddi sig í fjögur lög af útivistarfatnaði. Þvínæst hélt hún út í kuldann og ók á stólnum sínum eftir illfærum gangstéttum og akbrautum þegar ekki var kostur á öðru. Var hún mætt í jólaboðið á tilsettum tíma. Seint verður sagt að við sem samfélag dekrum við þá sem þurfa aðstoðar við. Aðgengi fyrir fatlaða er víða bágborið. Grunnbætur öryrkja eru langt frá mannsæmandi launum. Þótt flestar stéttir á vinnumarkaði hafi fengið afturvirkar launahækkanir á árinu, meðal annars ráðamenn þjóðarinnar, þótti ekki þörf á að láta slíkt hið sama gilda um bætur til öryrkja og lífeyrisþega. Rétt er að láta Ferðaþjónustu fatlaðra njóta vafans. Líklega skýrist bágborin þjónustan af aulahætti fremur en illsku; hún á meira skylt við Klaufabárðana en Svarthöfða. En það breytir því ekki: Að hætta akstri klukkan þrjú á aðfangadag – og gamlársdag – og útiloka þannig frá fjölskyldusamkomum þá sem ekki komast milli húsa með hefðbundnum hætti er ómannúðlegt. Það eru ekki allir sem treysta sér til að brjótast gegnum snjóskaflana á hjólastól í fjórum lögum af útivistarfatnaði.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun