Söluhæstu bækur ársins 2015 Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2016 16:30 Þessir höfundar og forlög þeirra ríða öll feitum hesti frá viðskiptum við íslenska bókakaupendur. Glæpasagnakonungshjónin Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir tróna á toppi bóksölulista, þeim sem tekur til alls ársins 2015. En þó þau megi heita á kunnuglegum slóðum kemur ýmislegt athyglisvert í ljós þegar rýnt er nánar í listann. Vísir birtir 50 mest seldu bækur ársins 2015. Listinn byggir á sölu á öllum helstu útsölustöðum íslenskra bóka nema Eymundsson, um er að ræða um um 90 sölustaði. Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, þekkir hvern krók og kima á hinum íslenska bóksölumarkaði. Hún segir að öllu ægi saman. „Góð dreifing er á milli flokka og klár nýliðun í gangi. Metsölu- og verðlaunahöfundar fyrri ára ganga ekki að toppsætunum vísum en þó var þetta nokkuð fyrirsjáanlegt og fátt sem kom á óvart. Matreiðslubækur misstu flugið, eftir háloftadans síðustu ára, teiknibólan (litabækurnar) kom með miklum krafti inn á íslenskan markað í sumar en virðist ætla að lognast aftur út af nokkuð hratt,“ segir Bryndís spurð hvað það væri helst sem athygli vekti, sé litið til þróunar í bóksölu. Bryndís bætir því við að andlega sjálfshjálparbókin hafi varla látið sjá sig þetta árið, en... „nokkrar óvenjulegar handbækur nutu góðrar sölu, Þarmar með sjarma er þar einna eftirminnilegust enda erfitt að toppa þann titil. Í heildina fjölbreytt og firnasterk útgáfa sem líklega mun duga þjóðinni nokkuð fram á þetta ár.“ Svo mörg voru þau orð framkvæmdastjórans glaðbeitta. Víst er að Arnaldur og Yrsa mega vel við una en barnabókahöfundarnir Gunnar Helgason og Ævar Þór Benediktsson eru heldur betur farnir að velgja þeim undir uggum; þeir hafa verið á öruggri siglingu uppá við undanfarin ár með sínar bækur. Þá er eftirtektarverður á markaði árangur þeirra Páls Baldvins, sem var með mikinn doðrant og dýran eftir því sem og Auðar Jónsdóttur sem leiðir fagurbókaflokkinn af miklu öryggi – hún telst nú með vinsælustu skáldsagnahöfundum landsins.Bóksölulistinn -Topplistinn50 mest seldu bækurnar árið 2015 Þýska húsið – Arnaldur Indriðason – Forlagið, Vaka HelgafellSogið – Yrsa Sigurðardóttir - VeröldMamma klikk! – Gunnar Helgason – Forlagið, Mál og menningStóri skjálfti – Auður Jónsdóttir – Forlagið, Mál og menningÞín eigin goðsaga – Ævar Þór Benediktsson – Forlagið, Mál og menningÚtkall í hamfarasjó – Óttar Sveinsson - ÚtkallStríðsárin 1938 – 1945 – Páll Baldvin Baldvinsson – Forlagið, JPVNautið – Stefán Máni – Sögur útgáfaLeynigarður – Johanna Basford – BjarturEitthvað á stærð við alheiminn – Jón Kalman Stefánsson - BjarturHundadagar – Einar Már Guðmundsson – Forlagið, Mál og menningHimneskt að njóta – Sólveig Eiríksdóttir og Hildur Ársælsdóttir – HimnesktVísindabók Villa : geimurinn og geimferðir – Vilhelm Anton og Sævar Helgi – Forlagið, JPVEndurkoman – Ólafur Jóhann Ólafsson – VeröldCafé Sigrún – Sigrún Þorsteinsdóttir – Forlagið, Vaka HelgafellOg svo tjöllum við okkur í rallið – Guðmundur Andri Thorsson – Forlagið, JPVAtvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson - Ólafur Þór Jóelsson og Viðar Brink - SenaBrynhildur Georgía Björnsson - Ragnhildur Thorlacius – BjarturÚtlaginn – Jón Gnarr – Forlagið, Mál og menningTýnd í Paradís – Mikael Torfason – Sögur útgáfaKafbátur í sjónmáli – Illugi Jökulsson – Sögur útgáfaDimma – Ragnar Jónasson – VeröldÁfram Ísland - Björn Bragi Arnarsson – Fullt tunglSkósveinar : leitið og finnið – Universal Studios – Bókaútgáfan HólarGleðilegt uppeldi – Margrét Pála Ólafsdóttir - BókafélagiðMunaðarleysinginn – Sigmundur Ernir Rúnarsson og Matthías Bergsson – BjarturÍslensk litadýrð – Elsa Nielsen – Edda útgáfaGrimmi tannlæknirinn – David Walliams – BókafélagiðMatreiðslubókin mín og Mikka – Walt Disney – Edda útgáfa og SetbergStelpur – Kristín Tómasdóttir – VeröldSætmeti án sykur – Nanna Rögnvaldardóttir – Forlagið, IðunnJólasyrpa 2015 – Walt Disney – Edda útgáfaLeitin að tilgangi unglingsins - Bryndís Björgvinsdóttir / Arnór Björnsson / Óli Gunnar Gunnarsson – Forlagið, JPVTýnda hafið - Johanna Basford – BjarturVíga-Anders og vinir, kilja - Jonas Jonasson – Forlagið, JPVHollar og heillandi súpur – Rósa Guðbjartsdóttir – BókafélagiðMinecraft 4-Byggingahandbók – Forlagið, Vaka HelgafellTraktorar í máli og myndum - Jemima Dunne – Forlagið, JPVDúkka – Gerður Kristný – Forlagið, Mál og menningFótboltaspurningar 2015 - Bjarni Þór Guðjónsson – Bókaútgáfan HólarEgils sögur - á meðan ég man - Páll Valsson og Egill Ólafsson – Forlagið, JPVAfturgangan – Jo Nesbø – Forlagið, JPVFléttur - Laura Kristine Arnesen – Forlagið, Vaka HelgafellSkutlubók Villa - Vilhelm Anton Jónsson – Forlagið, JPVStúlkan í trénu - Jussi Adler Olsen – Forlagið, Vaka HelgafellGrillréttir Hagkaups – Hrefna Rósa Sætran – HagkaupGildran – Lilja Sigurðardóttir – Forlagið, JPVSkytturnar þrjár – Illugi Jökulsson – Sögur útgáfaKvöldsögur fyrir krakka – SetbergStrákurinn í kjólnum – David Walliams - Bókafélagið Fréttir ársins 2015 Menning Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Glæpasagnakonungshjónin Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir tróna á toppi bóksölulista, þeim sem tekur til alls ársins 2015. En þó þau megi heita á kunnuglegum slóðum kemur ýmislegt athyglisvert í ljós þegar rýnt er nánar í listann. Vísir birtir 50 mest seldu bækur ársins 2015. Listinn byggir á sölu á öllum helstu útsölustöðum íslenskra bóka nema Eymundsson, um er að ræða um um 90 sölustaði. Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, þekkir hvern krók og kima á hinum íslenska bóksölumarkaði. Hún segir að öllu ægi saman. „Góð dreifing er á milli flokka og klár nýliðun í gangi. Metsölu- og verðlaunahöfundar fyrri ára ganga ekki að toppsætunum vísum en þó var þetta nokkuð fyrirsjáanlegt og fátt sem kom á óvart. Matreiðslubækur misstu flugið, eftir háloftadans síðustu ára, teiknibólan (litabækurnar) kom með miklum krafti inn á íslenskan markað í sumar en virðist ætla að lognast aftur út af nokkuð hratt,“ segir Bryndís spurð hvað það væri helst sem athygli vekti, sé litið til þróunar í bóksölu. Bryndís bætir því við að andlega sjálfshjálparbókin hafi varla látið sjá sig þetta árið, en... „nokkrar óvenjulegar handbækur nutu góðrar sölu, Þarmar með sjarma er þar einna eftirminnilegust enda erfitt að toppa þann titil. Í heildina fjölbreytt og firnasterk útgáfa sem líklega mun duga þjóðinni nokkuð fram á þetta ár.“ Svo mörg voru þau orð framkvæmdastjórans glaðbeitta. Víst er að Arnaldur og Yrsa mega vel við una en barnabókahöfundarnir Gunnar Helgason og Ævar Þór Benediktsson eru heldur betur farnir að velgja þeim undir uggum; þeir hafa verið á öruggri siglingu uppá við undanfarin ár með sínar bækur. Þá er eftirtektarverður á markaði árangur þeirra Páls Baldvins, sem var með mikinn doðrant og dýran eftir því sem og Auðar Jónsdóttur sem leiðir fagurbókaflokkinn af miklu öryggi – hún telst nú með vinsælustu skáldsagnahöfundum landsins.Bóksölulistinn -Topplistinn50 mest seldu bækurnar árið 2015 Þýska húsið – Arnaldur Indriðason – Forlagið, Vaka HelgafellSogið – Yrsa Sigurðardóttir - VeröldMamma klikk! – Gunnar Helgason – Forlagið, Mál og menningStóri skjálfti – Auður Jónsdóttir – Forlagið, Mál og menningÞín eigin goðsaga – Ævar Þór Benediktsson – Forlagið, Mál og menningÚtkall í hamfarasjó – Óttar Sveinsson - ÚtkallStríðsárin 1938 – 1945 – Páll Baldvin Baldvinsson – Forlagið, JPVNautið – Stefán Máni – Sögur útgáfaLeynigarður – Johanna Basford – BjarturEitthvað á stærð við alheiminn – Jón Kalman Stefánsson - BjarturHundadagar – Einar Már Guðmundsson – Forlagið, Mál og menningHimneskt að njóta – Sólveig Eiríksdóttir og Hildur Ársælsdóttir – HimnesktVísindabók Villa : geimurinn og geimferðir – Vilhelm Anton og Sævar Helgi – Forlagið, JPVEndurkoman – Ólafur Jóhann Ólafsson – VeröldCafé Sigrún – Sigrún Þorsteinsdóttir – Forlagið, Vaka HelgafellOg svo tjöllum við okkur í rallið – Guðmundur Andri Thorsson – Forlagið, JPVAtvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson - Ólafur Þór Jóelsson og Viðar Brink - SenaBrynhildur Georgía Björnsson - Ragnhildur Thorlacius – BjarturÚtlaginn – Jón Gnarr – Forlagið, Mál og menningTýnd í Paradís – Mikael Torfason – Sögur útgáfaKafbátur í sjónmáli – Illugi Jökulsson – Sögur útgáfaDimma – Ragnar Jónasson – VeröldÁfram Ísland - Björn Bragi Arnarsson – Fullt tunglSkósveinar : leitið og finnið – Universal Studios – Bókaútgáfan HólarGleðilegt uppeldi – Margrét Pála Ólafsdóttir - BókafélagiðMunaðarleysinginn – Sigmundur Ernir Rúnarsson og Matthías Bergsson – BjarturÍslensk litadýrð – Elsa Nielsen – Edda útgáfaGrimmi tannlæknirinn – David Walliams – BókafélagiðMatreiðslubókin mín og Mikka – Walt Disney – Edda útgáfa og SetbergStelpur – Kristín Tómasdóttir – VeröldSætmeti án sykur – Nanna Rögnvaldardóttir – Forlagið, IðunnJólasyrpa 2015 – Walt Disney – Edda útgáfaLeitin að tilgangi unglingsins - Bryndís Björgvinsdóttir / Arnór Björnsson / Óli Gunnar Gunnarsson – Forlagið, JPVTýnda hafið - Johanna Basford – BjarturVíga-Anders og vinir, kilja - Jonas Jonasson – Forlagið, JPVHollar og heillandi súpur – Rósa Guðbjartsdóttir – BókafélagiðMinecraft 4-Byggingahandbók – Forlagið, Vaka HelgafellTraktorar í máli og myndum - Jemima Dunne – Forlagið, JPVDúkka – Gerður Kristný – Forlagið, Mál og menningFótboltaspurningar 2015 - Bjarni Þór Guðjónsson – Bókaútgáfan HólarEgils sögur - á meðan ég man - Páll Valsson og Egill Ólafsson – Forlagið, JPVAfturgangan – Jo Nesbø – Forlagið, JPVFléttur - Laura Kristine Arnesen – Forlagið, Vaka HelgafellSkutlubók Villa - Vilhelm Anton Jónsson – Forlagið, JPVStúlkan í trénu - Jussi Adler Olsen – Forlagið, Vaka HelgafellGrillréttir Hagkaups – Hrefna Rósa Sætran – HagkaupGildran – Lilja Sigurðardóttir – Forlagið, JPVSkytturnar þrjár – Illugi Jökulsson – Sögur útgáfaKvöldsögur fyrir krakka – SetbergStrákurinn í kjólnum – David Walliams - Bókafélagið
Fréttir ársins 2015 Menning Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira