Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2016 19:09 Tími Rafael Benitez er liðinn. Vísir/Getty Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez mætti á fundinn með Zinedine Zidane, nýjum þjálfara Real Madrid. Þeir mættu þó meira en hálftíma of seint. Rafael Benitez var aðeins búinn að vera með Real Madrid liðið í sjö mánuði en hann tók við liðinu í sumar af Ítalanum Carlo Ancelotti sem var látinn fara eftir titlalaust tímabil. Florentino Perez hefur þar með rekið ellefu þjálfara í forsetatíð sinni hjá Real Madrid sem var fyrst frá 2000 til 2006 og svo frá árinu 2009. Zinedine Zidane var goðsögn hjá Real Madrid sem leikmaður og hefur starfað hjá félaginu undanfarin ár, nú síðast sem þjálfari varaliðsins. Síðasti leikur Real Madrid undir stjórn Rafael Benitez var 2-2 jafntefli á móti Valencia í spænsku deildinni um helgina. Real Madrid er í 3. sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir toppliði Atlético Madrid og tveimur stigum á eftir Barcelona sem á auk þess leik inni á Real. Real Madrid vann 17 af 25 leikjum undir stjórn Rafael Benitez og tapaði aðeins þremur leikjum, öllum í spænsku deildinni. Markatalan var 69-22 eða 47 mörk í plús. Ekki slæmar tölur en ekki nógu góðar til að Benitez héldi starfinu. Það var einkum slæmt gengi Real Madrid á móti bestu liðum deildarinnar sem réði örlögum Benitez en liðið náði aðeins í 5 stig af 18 mögulegum á móti liðunum sem tryggðu sér Evrópusæti á síðustu leiktíð. Real Madrid tapaði líka 4-0 á móti Barcelona sem voru afar vandræðaleg úrslit fyrir Rafael Benitez og félagið. Rafael Benitez hefur áður verið rekinn frá stórum klúbbi á sínum þjálfaraferli en ítalska félagið Internazionale lét hann fara rétt fyrir jól árið 2010. Hann var þó á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði tekið við af Jose Mourinho sem fór til Real Madrid. Benitez tók tímabundið við Chelsea í rúmlega hálft tímabil 2012-13 og var síðan með Napoli-liðið í tvö tímabil. Lengst var hann þó með Liverpool eða frá 2004 til 2010. Spænski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal Sjá meira
Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez mætti á fundinn með Zinedine Zidane, nýjum þjálfara Real Madrid. Þeir mættu þó meira en hálftíma of seint. Rafael Benitez var aðeins búinn að vera með Real Madrid liðið í sjö mánuði en hann tók við liðinu í sumar af Ítalanum Carlo Ancelotti sem var látinn fara eftir titlalaust tímabil. Florentino Perez hefur þar með rekið ellefu þjálfara í forsetatíð sinni hjá Real Madrid sem var fyrst frá 2000 til 2006 og svo frá árinu 2009. Zinedine Zidane var goðsögn hjá Real Madrid sem leikmaður og hefur starfað hjá félaginu undanfarin ár, nú síðast sem þjálfari varaliðsins. Síðasti leikur Real Madrid undir stjórn Rafael Benitez var 2-2 jafntefli á móti Valencia í spænsku deildinni um helgina. Real Madrid er í 3. sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir toppliði Atlético Madrid og tveimur stigum á eftir Barcelona sem á auk þess leik inni á Real. Real Madrid vann 17 af 25 leikjum undir stjórn Rafael Benitez og tapaði aðeins þremur leikjum, öllum í spænsku deildinni. Markatalan var 69-22 eða 47 mörk í plús. Ekki slæmar tölur en ekki nógu góðar til að Benitez héldi starfinu. Það var einkum slæmt gengi Real Madrid á móti bestu liðum deildarinnar sem réði örlögum Benitez en liðið náði aðeins í 5 stig af 18 mögulegum á móti liðunum sem tryggðu sér Evrópusæti á síðustu leiktíð. Real Madrid tapaði líka 4-0 á móti Barcelona sem voru afar vandræðaleg úrslit fyrir Rafael Benitez og félagið. Rafael Benitez hefur áður verið rekinn frá stórum klúbbi á sínum þjálfaraferli en ítalska félagið Internazionale lét hann fara rétt fyrir jól árið 2010. Hann var þó á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði tekið við af Jose Mourinho sem fór til Real Madrid. Benitez tók tímabundið við Chelsea í rúmlega hálft tímabil 2012-13 og var síðan með Napoli-liðið í tvö tímabil. Lengst var hann þó með Liverpool eða frá 2004 til 2010.
Spænski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal Sjá meira