Beckham: Zidane besti maðurinn í starfið Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2016 08:30 Zinedine Zidane og David Beckham með Florentinu Peréz, forseta Real Madrid. vísir/getty David Beckham, fyrrverandi samherji Zinedine Zidane hjá Real Madrid, er vægast sagt ánægður með ráðningu Frakkans sem þjálfara Real, en hann var kynntur til sögunnar í gær sem eftirmaður Rafaels Benítez. Zidane, sem hefur þjálfað B-lið Real Madrid undanfarin misseri, var samherji Beckhams hjá Real Madrid í þrjú ár frá 2004-2006. „Gæti þetta orðið betra? Maður sem var bestur í íþróttinni sem við öll elskum er að taka við félagi sem ég og mun fleiri elska,“ segir Beckham á Instagram-reikningi sínum þar sem hann setur inn gamla mynd af þeim félögunum að fagna. „Maður með drifkraft, ástríðu og tekur mistök ekki til greina tekur við af þjálfara sem hefur mikla reynslu og virðingu í leiknum. Þetta er staða sem hann mun hafa yndi af. Þetta er besti maðurinn í starfið,“ segir David Beckham. Zidane, sem vann spænsku deildina og Meistaradeildina með Real tekur við liðinu í þriðja sæti deildarinnar, en það er fjórum stigum á eftir Atlético Madríd. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir. Þetta er mikilvægur og tilfinningaþrunginn dagur fyrir mig. Hann er tilfinningaþrungnari en þegar ég varð leikmaður félagsins. Ég mun leggja mig allan fram fyrir félagið,“ sagði Zinedine Zidane á blaðamannafundinum í gær. Spænski boltinn Tengdar fréttir Brottrekstur Benítez gæti hjálpað United að landa Bale Velski framherjinn sagður ósáttur með að Benítez var látinn fara í gærkvöldi. 5. janúar 2016 07:30 Zidane mætti með alla fjölskylduna | Myndir Zinedine Zidane var í kvöld kynntur sem nýr þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid en hann mun taka við liðinu af Rafael Benitez sem var rekinn eftir aðeins sjö mánuði í starfi. 4. janúar 2016 19:56 Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. 4. janúar 2016 19:09 Zidane vildi fá Casillas aftur til Real Madrid Spænskir miðlar hafa slegið því upp í dag að Real Madrid hafi ákveðið að reka Rafael Benitez og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez heldur blaðamannafund klukkan 18.30 þar sem hann mun væntanlega staðfesta þær fréttir. 4. janúar 2016 17:56 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira
David Beckham, fyrrverandi samherji Zinedine Zidane hjá Real Madrid, er vægast sagt ánægður með ráðningu Frakkans sem þjálfara Real, en hann var kynntur til sögunnar í gær sem eftirmaður Rafaels Benítez. Zidane, sem hefur þjálfað B-lið Real Madrid undanfarin misseri, var samherji Beckhams hjá Real Madrid í þrjú ár frá 2004-2006. „Gæti þetta orðið betra? Maður sem var bestur í íþróttinni sem við öll elskum er að taka við félagi sem ég og mun fleiri elska,“ segir Beckham á Instagram-reikningi sínum þar sem hann setur inn gamla mynd af þeim félögunum að fagna. „Maður með drifkraft, ástríðu og tekur mistök ekki til greina tekur við af þjálfara sem hefur mikla reynslu og virðingu í leiknum. Þetta er staða sem hann mun hafa yndi af. Þetta er besti maðurinn í starfið,“ segir David Beckham. Zidane, sem vann spænsku deildina og Meistaradeildina með Real tekur við liðinu í þriðja sæti deildarinnar, en það er fjórum stigum á eftir Atlético Madríd. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir. Þetta er mikilvægur og tilfinningaþrunginn dagur fyrir mig. Hann er tilfinningaþrungnari en þegar ég varð leikmaður félagsins. Ég mun leggja mig allan fram fyrir félagið,“ sagði Zinedine Zidane á blaðamannafundinum í gær.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Brottrekstur Benítez gæti hjálpað United að landa Bale Velski framherjinn sagður ósáttur með að Benítez var látinn fara í gærkvöldi. 5. janúar 2016 07:30 Zidane mætti með alla fjölskylduna | Myndir Zinedine Zidane var í kvöld kynntur sem nýr þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid en hann mun taka við liðinu af Rafael Benitez sem var rekinn eftir aðeins sjö mánuði í starfi. 4. janúar 2016 19:56 Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. 4. janúar 2016 19:09 Zidane vildi fá Casillas aftur til Real Madrid Spænskir miðlar hafa slegið því upp í dag að Real Madrid hafi ákveðið að reka Rafael Benitez og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez heldur blaðamannafund klukkan 18.30 þar sem hann mun væntanlega staðfesta þær fréttir. 4. janúar 2016 17:56 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira
Brottrekstur Benítez gæti hjálpað United að landa Bale Velski framherjinn sagður ósáttur með að Benítez var látinn fara í gærkvöldi. 5. janúar 2016 07:30
Zidane mætti með alla fjölskylduna | Myndir Zinedine Zidane var í kvöld kynntur sem nýr þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid en hann mun taka við liðinu af Rafael Benitez sem var rekinn eftir aðeins sjö mánuði í starfi. 4. janúar 2016 19:56
Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. 4. janúar 2016 19:09
Zidane vildi fá Casillas aftur til Real Madrid Spænskir miðlar hafa slegið því upp í dag að Real Madrid hafi ákveðið að reka Rafael Benitez og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez heldur blaðamannafund klukkan 18.30 þar sem hann mun væntanlega staðfesta þær fréttir. 4. janúar 2016 17:56