Enski boltinn

United sagt bjóða 75 milljónir punda í Bale í janúar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Zinedine Zidane heilsar Gareth Bale fyrir fyrstu æfinguna í gær.
Zinedine Zidane heilsar Gareth Bale fyrir fyrstu æfinguna í gær. vísir/getty
Enska blaðið Daily Mail greinir frá því að Manchester United ætlar ekki að bíða fram á sumar með að bjóða í Gareth Bale heldur vill það fá hann á Old Trafford strax í janúar.

Bale er sagður mjög óánægður með brottrekstur Rafael Benítez, en framherjinn öflugi átti gott samstarf við Spánverjann sem var rekinn á mánudaginn.

Manchester United hefur haft áhuga á að fá Bale til sín undanfarin misseri og ætlar nú, samkvæmt fréttum, að nýta sér óánægju hans og bjóða Real Madrid fyrir hann 75 milljónir punda.

Bale kostaði Real Madrid 86 milljónir punda þegar hann var keyptur til spænska risans frá Tottenham, en hann er dýrasti fótboltamaður allra tíma.

Þrátt fyrir að vera aðeins meiddur á leiktíðinni er Walesverjinn búinn að skora níu mörk í deildinni, þar af fjögur í sama leiknum gegn Rayo Vallecano, og gefa átta stoðsendingar.

Bale æfði í fyrsta sinn undir stjórn Zinedine Zidane í gær eftir að Frakkinn tók við liðinu af Rafael Benítez. Hans fyrsta verkefni verður að halda Walesverjanum á Bernabéu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×