Framundan árið 2016: Forsetakosningar, Ólympíuleikar, hlaupár og Independence Day 2 Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2016 09:15 Mikið fréttaár framundan. Myndir/AFP Forsetakosningar í Bandaríkjunum, Ólympíuleikar í Rio de Janeiro, geimferðir, þingkosningar í Rússlandi, mögulegt kjör á nýjum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og fleiri mál verða vafalaust áberandi á árinu sem nú er nýhafið. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2016 sem er nú gengið í garð.HlaupárÁrið verður lengra en vanalega þar sem árið 2016 er hlaupár. Þar sem 29. febrúar bætist við verða dagarnir á árinu því 366 talsins.Bandarískar forsetakosningarBandaríkjamenn munu kjósa sér nýjan forseta þann 8. nóvember, en annað kjörtímabil Barack Obama Bandaríkjaforseta mun klárast í janúar á næsta ári. Forval flokkanna hefjast í Iowa-ríki þann 1. febrúar. Fastlega er búist við að Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, verði frambjóðandi Demókrataflokksins, en meiri spenna er í herbúðum Repúblikanaflokksins þar sem auðjöfurinn Donald Trump hefur mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum. Síðasta forval flokkanna verður haldið þann 7. júní.Juno skotið á loft.Vísir/aFPGeimferða- og stjarnvísindaáriðEvrópska geimvísindastofnunin ESA mun senda ExoMars á loft milli 14.-25. mars. ExoMars er tvö geimför og mun kanninn fara á braut um Mars 19. október 2016 en Schiaparelli tilraunarfarið á að lenda á yfirborði Mars sama dag. Geimfarið Juno (NASA) fer á braut um Júpíter hinn 4. júlí 2016 eftir fimm ára ferðalag frá Jörðinni. Þá verður OSIRIS-REx (NASA) skotið á loft í september 2016. Í september 2019 á geimfarið að lenda á og safna sýnum af smástirninu (101955 Bennu). Nánar má lesa um árið framundan á sviði stjarnvísinda og geimferða á Stjörnufræðivefnum.Kosningar víða um heimRússar munu kjósa sér nýtt þing þann 18. september. Sömuleiðis verða á árinu haldnar þingkosningar á Írlandi (í síðasta lagi í apríl), Slóvakíu (5. mars), Rúmeníu og Litháen (9. október). Portúgalir munu kjósa sér nýjan forseta (24. janúar og 14. febrúar), líkt og Austurríkismenn (apríl) og við Íslendingar (25. júní). Þá munu Skotar og Norður-Írar kjósa sér nýtt þing, auk þess að Lundúnabúar kjósa sér nýjan borgarstjóra þann 5. maí. Einnig er möguleiki á að Ástralir muni kjósa sér nýtt þing en þingkosningar verða að fara fram í landinu fyrir miðjan janúarmánuð 2017.Merkúr gengur fyrir sóluReikistjarnan Merkúr mun ganga fyrir sólu hinn 9. maí og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá árinu 2006. Á Stjörnufræðivefnum segir að þvergangan hefjist þegar Merkúr gengur inn fyrir skífu sólar vinstra megin frá Jörðu séð klukkan 11:13. Klukkan 14:57 er þvergangan í hámarki en henni lýkur klukkan 18:41. Merkúr er svo smár að hann sést ekki með berum augum og því verður nauðsynlegt að nota sjónauka með viðeigandi sólarsíum framan við til að fylgjast með þvergöngunni.Ban Ki-moon mun líklegast láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í árslok.Vísir/AFPLengstu og dýpstu göng heims opnaÁætlað er við að Gotthard-göngin í svissnesku Ölpunum verði opnuð þann 1. júní. Lestargöngin eru 57 kílómetrar að lengd og verða þau lengstu í heimi.EM í fótboltaEvrópumótið í fótbolta karla fer fram í Frakklandi dagana 10. júní til 10. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið hefur unnið sér þátttökurétt á stórmóti og verða Íslendingar í riðli með Portúgölum, Austurríkismönnum og Ungverjum. Úrslitaleikur mótsins fer fram á Stade de France í Parísarborg þann 10. júlí.Ólympíuleikarnir í Ríó de JaneiroSumarólympíuleikar fara fram í brasilísku stórborginni Rio de Janeiro dagana 5. til 21. ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem leikarnir fara fram í Suður-Ameríku. Búist er við að 10.500 íþróttamenn muni taka þátt í leikunum og keppa undir fánum 206 landa.Nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna?Búist er við að Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon láti af embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í árslok þegar annað kjörtímabil hans er á enda. Ban tók við embættinu í ársbyrjun 2007 af Ganamanninum Kofi Annan. Nýr framkvæmdastjóri verður því líklegast valinn í haust.BíóáriðKvikmyndaunnendur geta einnig hlakkað til komandi mánaða þar sem hver stórmyndin á fætur annarri verður frumsýnd. Á meðal þeirra mynda sem beðið er með sérstakri eftirvæntingu má nefna Marvel-myndina Captain America: Civil War, Batman vs. Superman: The Dawn of Justice, Batman-myndina Suicide Squad, Finding Dory (framhald á Finding Nemo), Star Trek Beyond, Ghostbusters, Independence Day: Resurgence, Zoolander 2, Deadpool, Fantastic Beasts and Where to Find Them og Rogue One: A Star Wars Story. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Innlendar fréttir ársins 2015: Hlín og Malín, verkföll, óveður, flóttamenn og kúkur á Þingvöllum Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. 18. desember 2015 10:00 Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Forsetakosningar í Bandaríkjunum, Ólympíuleikar í Rio de Janeiro, geimferðir, þingkosningar í Rússlandi, mögulegt kjör á nýjum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og fleiri mál verða vafalaust áberandi á árinu sem nú er nýhafið. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2016 sem er nú gengið í garð.HlaupárÁrið verður lengra en vanalega þar sem árið 2016 er hlaupár. Þar sem 29. febrúar bætist við verða dagarnir á árinu því 366 talsins.Bandarískar forsetakosningarBandaríkjamenn munu kjósa sér nýjan forseta þann 8. nóvember, en annað kjörtímabil Barack Obama Bandaríkjaforseta mun klárast í janúar á næsta ári. Forval flokkanna hefjast í Iowa-ríki þann 1. febrúar. Fastlega er búist við að Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, verði frambjóðandi Demókrataflokksins, en meiri spenna er í herbúðum Repúblikanaflokksins þar sem auðjöfurinn Donald Trump hefur mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum. Síðasta forval flokkanna verður haldið þann 7. júní.Juno skotið á loft.Vísir/aFPGeimferða- og stjarnvísindaáriðEvrópska geimvísindastofnunin ESA mun senda ExoMars á loft milli 14.-25. mars. ExoMars er tvö geimför og mun kanninn fara á braut um Mars 19. október 2016 en Schiaparelli tilraunarfarið á að lenda á yfirborði Mars sama dag. Geimfarið Juno (NASA) fer á braut um Júpíter hinn 4. júlí 2016 eftir fimm ára ferðalag frá Jörðinni. Þá verður OSIRIS-REx (NASA) skotið á loft í september 2016. Í september 2019 á geimfarið að lenda á og safna sýnum af smástirninu (101955 Bennu). Nánar má lesa um árið framundan á sviði stjarnvísinda og geimferða á Stjörnufræðivefnum.Kosningar víða um heimRússar munu kjósa sér nýtt þing þann 18. september. Sömuleiðis verða á árinu haldnar þingkosningar á Írlandi (í síðasta lagi í apríl), Slóvakíu (5. mars), Rúmeníu og Litháen (9. október). Portúgalir munu kjósa sér nýjan forseta (24. janúar og 14. febrúar), líkt og Austurríkismenn (apríl) og við Íslendingar (25. júní). Þá munu Skotar og Norður-Írar kjósa sér nýtt þing, auk þess að Lundúnabúar kjósa sér nýjan borgarstjóra þann 5. maí. Einnig er möguleiki á að Ástralir muni kjósa sér nýtt þing en þingkosningar verða að fara fram í landinu fyrir miðjan janúarmánuð 2017.Merkúr gengur fyrir sóluReikistjarnan Merkúr mun ganga fyrir sólu hinn 9. maí og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá árinu 2006. Á Stjörnufræðivefnum segir að þvergangan hefjist þegar Merkúr gengur inn fyrir skífu sólar vinstra megin frá Jörðu séð klukkan 11:13. Klukkan 14:57 er þvergangan í hámarki en henni lýkur klukkan 18:41. Merkúr er svo smár að hann sést ekki með berum augum og því verður nauðsynlegt að nota sjónauka með viðeigandi sólarsíum framan við til að fylgjast með þvergöngunni.Ban Ki-moon mun líklegast láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í árslok.Vísir/AFPLengstu og dýpstu göng heims opnaÁætlað er við að Gotthard-göngin í svissnesku Ölpunum verði opnuð þann 1. júní. Lestargöngin eru 57 kílómetrar að lengd og verða þau lengstu í heimi.EM í fótboltaEvrópumótið í fótbolta karla fer fram í Frakklandi dagana 10. júní til 10. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið hefur unnið sér þátttökurétt á stórmóti og verða Íslendingar í riðli með Portúgölum, Austurríkismönnum og Ungverjum. Úrslitaleikur mótsins fer fram á Stade de France í Parísarborg þann 10. júlí.Ólympíuleikarnir í Ríó de JaneiroSumarólympíuleikar fara fram í brasilísku stórborginni Rio de Janeiro dagana 5. til 21. ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem leikarnir fara fram í Suður-Ameríku. Búist er við að 10.500 íþróttamenn muni taka þátt í leikunum og keppa undir fánum 206 landa.Nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna?Búist er við að Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon láti af embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í árslok þegar annað kjörtímabil hans er á enda. Ban tók við embættinu í ársbyrjun 2007 af Ganamanninum Kofi Annan. Nýr framkvæmdastjóri verður því líklegast valinn í haust.BíóáriðKvikmyndaunnendur geta einnig hlakkað til komandi mánaða þar sem hver stórmyndin á fætur annarri verður frumsýnd. Á meðal þeirra mynda sem beðið er með sérstakri eftirvæntingu má nefna Marvel-myndina Captain America: Civil War, Batman vs. Superman: The Dawn of Justice, Batman-myndina Suicide Squad, Finding Dory (framhald á Finding Nemo), Star Trek Beyond, Ghostbusters, Independence Day: Resurgence, Zoolander 2, Deadpool, Fantastic Beasts and Where to Find Them og Rogue One: A Star Wars Story.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Innlendar fréttir ársins 2015: Hlín og Malín, verkföll, óveður, flóttamenn og kúkur á Þingvöllum Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. 18. desember 2015 10:00 Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Innlendar fréttir ársins 2015: Hlín og Malín, verkföll, óveður, flóttamenn og kúkur á Þingvöllum Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. 18. desember 2015 10:00
Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45
Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45