Mercedes-Benz GLE 500 e Plug-in Hybrid kemur í vor Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2016 14:08 Mercedes-Benz GLE 500 e Plug-in Hybrid. Mercedes Benz Mercedes-Benz mun setja á markað hinn nýja GLE 500 e Plug-In Hybrid sportjeppann á næstunni. Bíllinn er væntanlegur til Ísland snemma í vor. GLE 500 e Plug-In Hybrid verður aflmikill bíll en samt sem áður sparneytinn með afbrigðum. Tengiltvinnaflrásin í bílnum skilar alls 449 hestöflum. CO2 losunin er hins vegar einungis 78 gr/km og eyðsla í blönduðum akstri aðeins 3,3 lítrar á hundraðið. Rafmagnsnotkunin er 16,7 kWh/100 km og með þessu setur GLE 500 e Plug-In Hybrid ný viðmið á þessu sviði í stærðarflokknum. Þessu til viðbótar er akstursdrægi tvinnbílsins allt að 30 km einungis á raforkunni. Aflrásin samanstendur af 333 hestafla, BlueDIRECT V6 bensínvél með beinni innsprautun og 116 hestafla rafaflrás. Hámarkstog aflkerfisins er 650 Nm. Auk kröftugrar hröðunar með „boost“-aðgerð býður þetta tæknivædda aflkerfi upp á akstur á allt að 130 km hraða á klst eingöngu fyrir raforku og orkuendurheimt inn á rafgeyminn. GLE 500 e Plug-In Hybrid verður að sjálfsögðu í boði með hinu háþróaða 4MATIC fjórhjóladrifskerfi frá Mercedes-Benz. ,,Við erum mjög spennt að bjóða GLE 500 e Plug-In Hybrid sportjeppann. Hann kemur í hinni nýju og glæsilegu GLE línu frá Mercedes-Benz. Þetta er í fyrsta skipti sem Mercedes-Benz kemur fram með jeppa með tengiltvinnaflrás. Nú þegar er hægt að panta GLE, GLC og C-Class í Plug-In Hybrid útfærslum hjá Öskju. Mercedes-Benz hefur tilkynnt að framundan séu enn fleiri gerðir bíla á leiðinni í Plug-In Hybrid útfærslum þannig að það eru mjög spennandi tímar framundan," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz, hjá Bílaumboðinu Öskju. Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent
Mercedes-Benz mun setja á markað hinn nýja GLE 500 e Plug-In Hybrid sportjeppann á næstunni. Bíllinn er væntanlegur til Ísland snemma í vor. GLE 500 e Plug-In Hybrid verður aflmikill bíll en samt sem áður sparneytinn með afbrigðum. Tengiltvinnaflrásin í bílnum skilar alls 449 hestöflum. CO2 losunin er hins vegar einungis 78 gr/km og eyðsla í blönduðum akstri aðeins 3,3 lítrar á hundraðið. Rafmagnsnotkunin er 16,7 kWh/100 km og með þessu setur GLE 500 e Plug-In Hybrid ný viðmið á þessu sviði í stærðarflokknum. Þessu til viðbótar er akstursdrægi tvinnbílsins allt að 30 km einungis á raforkunni. Aflrásin samanstendur af 333 hestafla, BlueDIRECT V6 bensínvél með beinni innsprautun og 116 hestafla rafaflrás. Hámarkstog aflkerfisins er 650 Nm. Auk kröftugrar hröðunar með „boost“-aðgerð býður þetta tæknivædda aflkerfi upp á akstur á allt að 130 km hraða á klst eingöngu fyrir raforku og orkuendurheimt inn á rafgeyminn. GLE 500 e Plug-In Hybrid verður að sjálfsögðu í boði með hinu háþróaða 4MATIC fjórhjóladrifskerfi frá Mercedes-Benz. ,,Við erum mjög spennt að bjóða GLE 500 e Plug-In Hybrid sportjeppann. Hann kemur í hinni nýju og glæsilegu GLE línu frá Mercedes-Benz. Þetta er í fyrsta skipti sem Mercedes-Benz kemur fram með jeppa með tengiltvinnaflrás. Nú þegar er hægt að panta GLE, GLC og C-Class í Plug-In Hybrid útfærslum hjá Öskju. Mercedes-Benz hefur tilkynnt að framundan séu enn fleiri gerðir bíla á leiðinni í Plug-In Hybrid útfærslum þannig að það eru mjög spennandi tímar framundan," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz, hjá Bílaumboðinu Öskju.
Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent