Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Njarðvík 86-79 | Fyrsti sigur Hattar kom á móti Njarðvík Gunnar Gunnarsson á Egilsstöðum skrifar 8. janúar 2016 20:15 Tobin Carberry átti frábæran leik í kvöld. Vísir/Anton Höttur landaði í kvöld sínum fyrsta sigri í úrvalsdeild karla í vetur þegar liðið lagði Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum. Njarðvíkurliðið spilaði með Loga Gunnarsson tæpan og án Bandaríkjamanns og komst aldrei í gang. Oddur Kristjánsson byrjaði inn á fyrir Njarðvík í sínum fyrsta leik en Logi Gunnarsson var hvíldur í fyrsta leikhluta. Hattarmenn eygðu tækifæri og skoruðu fyrstu átta stig leiksins þar sem fyrirliðinn Hrein Gunnar Birgisson fór fyrir liðinu. Oddi var falið að dekka Tobin Carberry og fékk til þess ágæta hjálp í fyrstu. Ólíkt fyrri leikjum í vetur héldu Hattarmenn haus undir þeirri pressu, létu boltann ganga, sýndu skynsemi í leit að skotfærum og aðrir leikmenn þorðu að taka af skarið og skjóta. En Njarðvíkingar virtust líka koma með hálfum huga til leiks. Þeir gerðu sig seka um mistök í sókninni, fengu dæmd á sig skref eða aðrar sóknarvillur og nýttu skot sín illa. Í vörn virkuðu þeir sofandi. Til dæmis í síðustu sóknar Hattar í fyrsta leikhluta. Þegar lítið er eftir af klukkunni stillir Höttur alltaf upp fyrir Tobin. Hann stendur og dripplar boltanum þar til hann tekur allt í einu á rás að körfunni. Það gerði hann þarna, kom boltanum ofan í og fiskaði villu og víti sem hann nýtt til að tryggja Hetti 27-21 forustu. Njarðvíkingar brugðust strax við, skiptu Loga inn á fyrir Odd og hann byrjaði með þriggja stiga körfu. Samherjar hans fóru í pressuvörn um tíma sem hleypti meiri ákafa í leik þeirra þannig þeim tókst að vinna upp forskot Hattar. Haukur Helgi Pálsson og Oddur settu niður þriggja stiga körfur og Njarðvík komst yfir 35-38. Þar með náðu gestirnir í fyrsta sinn frumkvæði í leiknum og héldu forskotinu fram að hálfeik þar sem staðan var 42-43. Eftir aðeins tvö stig í öðrum leikhluta byrjaði Tobin seinni hálfleik á þriggja stiga körfu. Þar með komst hann og Hattarliðið á flug á ný. Hann átti tilþrif kvöldsins með sirkustroðslu yfir Njarðvíking eftir sendingu Eysteins Bjarna Ævarssonar um miðjan leikhlutann. Friðrik Inga Rúnarssyni, þjálfara Njarðvíkur, var lítt skemmt og tók strax leikhlé. Meiri ákefð kom í vörn Njarðvíkur en sóknarleikur liðsins var stirður. Hattarmenn fundu færi og héldu áfram að skora. Þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum náði forskotið loks tveggja stafa tölu og eftir þriðja leikhluta var staðan 64-54. Höttur leiddi leik liðanna í fyrstu umferð en tapaði í framlengingu sem Logi knúði fram með þriggja stiga flautukörfu. Egilsstaðaliðið hefur í fleiri leikjum verið hársbreidd frá sigri en aldrei haldið út í 40 mínútur. Óveðurský síðustu viku virtust aftur komin yfir Egilsstaði þegar Njarðvíkingar skoruðu tíu stig í röð og minnkuðu muninn í 68-66 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Á þessum kafla spiluðu þeir góða vörn en Hattarmenn virtust stressaðir og tókst ekki að finna skotfæri. Hattarmenn náðu loks langþráðri körfu og þótt Logi minnkaði muninn í 70-69 fundu Hattarmenn aftur leið í gegn og náðu aftur 4-5 stiga forskoti. Áhorfendur studdu þá vel og taugarnar héldu. Síðustu mínútu leiksins eyddi Tobin meira og minna á vítalínunni. Hann nýtti flest vítin og tryggði að lokum langþráðan Hattarsigur. Hann fór fyrir stigaskori Hattar með 40 stig en Mirko Stefán Virijevic skoraði 11 stig og tók 17 fráköst. Hreinn Gunnar Birgisson skoraði einnig ellefu stig. Logi Gunnarsson varð stigahæstur gestanna með 17 stig þrátt fyrir að spila aðeins tæpar 26 mínútur. Hann reyndi hvað hann gat að rífa liðsfélaga sína áfram en fékk lítil viðbrögð. Maciej Stanislav Baginski kom næstur með 16 stig. Njarðvíkingar voru án Bandaríkjamanns. Michael Craig kom ekki til landsins í tæka tíð fyrir leikinn í kvöld en vonir standa til að hann komi um helgina. Höttur-Njarðvík 86-79 (27-21, 15-22, 22-11, 22-25)Höttur: Tobin Carberry 40/6 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Hreinn Gunnar Birgisson 11/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 11/17 fráköst, Sigmar Hákonarson 9, Eysteinn Bjarni Ævarsson 8/6 fráköst/8 stoðsendingar, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 4, Helgi Björn Einarsson 3.Njarðvík: Logi Gunnarsson 17, Maciej Stanislav Baginski 16, Hjörtur Hrafn Einarsson 13/4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 12/6 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 11/8 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 8/6 fráköst, Hjalti Friðriksson 2.Vísir/AntonTobin Carberry: Liðsfélagarnir bjuggu til færin fyrir mig Þrátt fyrir að skora 40 stig, tæpan helming heildarstiga Hattar og 30 stigum meira en næsti maður, vildi Tobin Carberry frekar tala um samherja sína eftir leikinn í kvöld. „Fyrirliðinn okkar, Hreinn Gunnar, byrjaði með mikilvægum körfum og síðan fylgdu fleiri í kjölfarið, til dæmis Eysteinn. Mirko tók góð fráköst og liðsfélagarnir öðluðust öryggi. Það opnaði svæði fyrir mig og ég setti mín skot ofan í. Ég verð líka að hrósa Viðari þjálfara. Hann er ungur en leggur afar hart að sér og lagði upp frábæra leikáætlun fyrir okkur. Við klúðruðum henni aðeins á kafla en þetta tókst allt. Áhorfendur lifðu sig líka virkilega vel inn í leikinn í kvöld. Þeir tóku við sér þegar Eysteinn lagði upp í sirkustroðslu fyrir mig. Um leið fórum við að trúa að við gætum klárað leikinn. Við höfum nokkrum sinnum leitt leiki en alltaf fundið leið til að tapa leikjunum í fjórða leikhluta. Ákefð áhorfenda skilaði sér inn á völlinn og inn í klefann í kvöld. Svona byggjum við upp liðsanda sem hjálpar okkur til að vinna leiki. Vonandi komumst við nú í gang.“Vísir/AntonFriðrik Ingi: Hattarmenn áttu þennan leik fyllilega skilið Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, vildi frekar óska Hattarmönnum til hamingju með langþráðan sigur heldur en ræða frammistöðu síns liðs eftir leikinn. Hann sagði mótspyrnu botnliðsins ekki hafa komið sér á óvart. „Fyrst og fremst vil ég óska Hattarmönnum til hamingju með frábæran sigur. Þeir háttu hann fyllilega skilinn og voru heilt yfir betri en við,“ sagði Friðrik þótt hann beðinn um að fara yfir leik Njarðvíkur. Hann var samt undir væntingum. „Mér fannst við kannski ekki á pari við það sem við höfum gert síðustu vikur. Við höfum verið brattir, góðir í síðustu leikjum, æft vel og allt gengið vel en það var því miður ekki uppi á teningnum í dag.“ Logi Gunnarsson glímir við meiðsli og hvíldi fyrsta leikhluta en spilaði síðan 25 mínútur og varð stigahæstur þeirra grænklæddu. Ákvörðunin um að geyma hann var meðal annars tekin með bikarleikinn gegn KR á mánudagskvöld í huga. „Hann er ekki alveg heill svo við reynum að stýra álaginu. Við erum með bikarleikinn framan í okkur þegar við ákveðum það. Við hefðum viljað að hann spilaði minna, meðal annars því við vitum ekki nákvæmlega hvers eðlis meiðslin eru og bíðum eftir nánari að hann fari í nánari skoðun.“ Njarðvíkingar voru líka án Bandaríkjamanns þar sem Michael Craig er ekki enn kominn til landsins. „Hann er á leiðinni einhvern tíman á næstu dögum. Það kemur í ljós hvenær hann kemur.“ Aðspurður um hvort Craig yrði kominn fyrir leikinn gegn KR svaraði Friðrik Ingi: „Ég veit það ekki alveg.“Vísir/AntonViðar Örn: Fyrsta skrefið í að læra að klára leiki Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sagði agaða liðsheild hafa myndað grunninn að fyrsta sigri Hattar í vetur. „Það hlaut að koma að sigrinum og við settum saman flotta frammistöðu í dag. Ég hef ekki sagt það en mér hefur stundum fundist við eiga sigurinn skilið eftir flotta leiki.“ Hann sagði þriggja vikna jólafrí deildarinnar hafa komið að góðum notum. Það var meðal annars nýtt til að vinna í varnarleik liðsins. Á honum byggðist spilamennskan í kvöld. „Við fengum smá frí til að hreinsa hugann og fengum fulla trú á verkefninu. Við endurskoðuðum aðeins okkar leik og ég var að stærstum hluta ánægður með hvernig við fylgdum þeim breytingum eftir í kvöld. Við hreyfðum vörnina vel. Við ætluðum að halda Njarðvíkingum fyrir utan línuna. Þeir tóku mikið af skotum þar en það verður ekki bæði sleppt og haldið.“ Fram á við fór Tobin Carberry fyrir liðinu með 40 stigum. Viðar sagðist sáttur við hans framlag en fleira kom til. „Hann er kláraði þennan leik. Hann er góður í því. Því hefur verið hvíslað yfir axlirnar á mér að hann eigi að fara heim og við þurfum betri Bandaríkjamann. Hann er frábær leikmaður og var frábær í dag. Svo sáum við framlag frá íslensku strákunum okkar sem hefur kannski ekki sést oft í vetur. Ég er mjög ánægður með að fleiri lögðu í púkkið, bæði í vörn og sókn. Þannig vinnum við. Þetta er ekki eins manns sigur. Körfubolti er liðssport.“ Hattarmenn hafa áður átt góða spretti í vetur en aldrei haldið út heila leiki. Viðar hefur því talað um að fáar slæmar mínútur hafi eyðilegt fyrir liðinu og það virðist ekki hafa kunnað að tefla endatafl. Í kvöld leiddi Njarðvík rétt fyrir hálfleik en verulega fór um áhorfendur á Egilsstöðum þegar græna veldið minnkaði muninn í eitt stig um miðjan fjórða leikhluta. „Það var smá hik á þessum tímapunktum. Við fórum kannski full hátt í fagnaðarlátunum. Eysteinn setti upp glæsilega troðslu fyrir Tobin en eftir það misstum við aðeins sjónar á hvað við vorum að gera. Á síðustu 30 sekúndunum vorum við farnir að fagna en við verðum að klára okkar leiki. Þetta var fyrsta skrefið í átt að því á hærra stigi en við erum vanir að spila á. Við höfum rætt um hvernig við ætlum að bregðast við mótlætinu þegar liðin byrja að koma til baka gegn okkur. Það er líka hægt að læra með því að tapa en þessi sigur gefur okkur sjálfstraust í framhaldið.“ Staðan er samt ekki glæsileg eftir að FSu og Snæfell unnu í gærkvöldi. „Þessi sigur gefur okkur vonarneista en þessi tvö lið unnu í gær og grófu holuna okkar dýpri. Ég er ánægður með hvernig við brugðumst við. Við mættum í kvöld þrusugóðu Njarðvíkurliði og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið það Kanalaust.“ Viðar sagði sigurinn í kvöld líka hafa unnist í stúkunni. „Þótt liðið sé með 0-11 þegar vorið 2016 hefst mæta hingað fleiri hundruð áhorfendur. Þeir hvöttu og kölluðu á okkur á erfiðum stundum þegar Njarðvíkurliðið gerði sig líklegt til að koma til baka.“ FSu er sem fyrr fjórum stigum frá Hetti, ÍR og Grindavík eru sex stigum á undan og Snæfell átta. Grindvíkingar koma austur í næstu viku en síðan fer Höttur vestur í Stykkishólm. „Við getum unnið flest lið í þessari deild ef við setjum saman svona liðsframlag. Það voru allir með í kvöld.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Höttur landaði í kvöld sínum fyrsta sigri í úrvalsdeild karla í vetur þegar liðið lagði Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum. Njarðvíkurliðið spilaði með Loga Gunnarsson tæpan og án Bandaríkjamanns og komst aldrei í gang. Oddur Kristjánsson byrjaði inn á fyrir Njarðvík í sínum fyrsta leik en Logi Gunnarsson var hvíldur í fyrsta leikhluta. Hattarmenn eygðu tækifæri og skoruðu fyrstu átta stig leiksins þar sem fyrirliðinn Hrein Gunnar Birgisson fór fyrir liðinu. Oddi var falið að dekka Tobin Carberry og fékk til þess ágæta hjálp í fyrstu. Ólíkt fyrri leikjum í vetur héldu Hattarmenn haus undir þeirri pressu, létu boltann ganga, sýndu skynsemi í leit að skotfærum og aðrir leikmenn þorðu að taka af skarið og skjóta. En Njarðvíkingar virtust líka koma með hálfum huga til leiks. Þeir gerðu sig seka um mistök í sókninni, fengu dæmd á sig skref eða aðrar sóknarvillur og nýttu skot sín illa. Í vörn virkuðu þeir sofandi. Til dæmis í síðustu sóknar Hattar í fyrsta leikhluta. Þegar lítið er eftir af klukkunni stillir Höttur alltaf upp fyrir Tobin. Hann stendur og dripplar boltanum þar til hann tekur allt í einu á rás að körfunni. Það gerði hann þarna, kom boltanum ofan í og fiskaði villu og víti sem hann nýtt til að tryggja Hetti 27-21 forustu. Njarðvíkingar brugðust strax við, skiptu Loga inn á fyrir Odd og hann byrjaði með þriggja stiga körfu. Samherjar hans fóru í pressuvörn um tíma sem hleypti meiri ákafa í leik þeirra þannig þeim tókst að vinna upp forskot Hattar. Haukur Helgi Pálsson og Oddur settu niður þriggja stiga körfur og Njarðvík komst yfir 35-38. Þar með náðu gestirnir í fyrsta sinn frumkvæði í leiknum og héldu forskotinu fram að hálfeik þar sem staðan var 42-43. Eftir aðeins tvö stig í öðrum leikhluta byrjaði Tobin seinni hálfleik á þriggja stiga körfu. Þar með komst hann og Hattarliðið á flug á ný. Hann átti tilþrif kvöldsins með sirkustroðslu yfir Njarðvíking eftir sendingu Eysteins Bjarna Ævarssonar um miðjan leikhlutann. Friðrik Inga Rúnarssyni, þjálfara Njarðvíkur, var lítt skemmt og tók strax leikhlé. Meiri ákefð kom í vörn Njarðvíkur en sóknarleikur liðsins var stirður. Hattarmenn fundu færi og héldu áfram að skora. Þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum náði forskotið loks tveggja stafa tölu og eftir þriðja leikhluta var staðan 64-54. Höttur leiddi leik liðanna í fyrstu umferð en tapaði í framlengingu sem Logi knúði fram með þriggja stiga flautukörfu. Egilsstaðaliðið hefur í fleiri leikjum verið hársbreidd frá sigri en aldrei haldið út í 40 mínútur. Óveðurský síðustu viku virtust aftur komin yfir Egilsstaði þegar Njarðvíkingar skoruðu tíu stig í röð og minnkuðu muninn í 68-66 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Á þessum kafla spiluðu þeir góða vörn en Hattarmenn virtust stressaðir og tókst ekki að finna skotfæri. Hattarmenn náðu loks langþráðri körfu og þótt Logi minnkaði muninn í 70-69 fundu Hattarmenn aftur leið í gegn og náðu aftur 4-5 stiga forskoti. Áhorfendur studdu þá vel og taugarnar héldu. Síðustu mínútu leiksins eyddi Tobin meira og minna á vítalínunni. Hann nýtti flest vítin og tryggði að lokum langþráðan Hattarsigur. Hann fór fyrir stigaskori Hattar með 40 stig en Mirko Stefán Virijevic skoraði 11 stig og tók 17 fráköst. Hreinn Gunnar Birgisson skoraði einnig ellefu stig. Logi Gunnarsson varð stigahæstur gestanna með 17 stig þrátt fyrir að spila aðeins tæpar 26 mínútur. Hann reyndi hvað hann gat að rífa liðsfélaga sína áfram en fékk lítil viðbrögð. Maciej Stanislav Baginski kom næstur með 16 stig. Njarðvíkingar voru án Bandaríkjamanns. Michael Craig kom ekki til landsins í tæka tíð fyrir leikinn í kvöld en vonir standa til að hann komi um helgina. Höttur-Njarðvík 86-79 (27-21, 15-22, 22-11, 22-25)Höttur: Tobin Carberry 40/6 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Hreinn Gunnar Birgisson 11/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 11/17 fráköst, Sigmar Hákonarson 9, Eysteinn Bjarni Ævarsson 8/6 fráköst/8 stoðsendingar, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 4, Helgi Björn Einarsson 3.Njarðvík: Logi Gunnarsson 17, Maciej Stanislav Baginski 16, Hjörtur Hrafn Einarsson 13/4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 12/6 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 11/8 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 8/6 fráköst, Hjalti Friðriksson 2.Vísir/AntonTobin Carberry: Liðsfélagarnir bjuggu til færin fyrir mig Þrátt fyrir að skora 40 stig, tæpan helming heildarstiga Hattar og 30 stigum meira en næsti maður, vildi Tobin Carberry frekar tala um samherja sína eftir leikinn í kvöld. „Fyrirliðinn okkar, Hreinn Gunnar, byrjaði með mikilvægum körfum og síðan fylgdu fleiri í kjölfarið, til dæmis Eysteinn. Mirko tók góð fráköst og liðsfélagarnir öðluðust öryggi. Það opnaði svæði fyrir mig og ég setti mín skot ofan í. Ég verð líka að hrósa Viðari þjálfara. Hann er ungur en leggur afar hart að sér og lagði upp frábæra leikáætlun fyrir okkur. Við klúðruðum henni aðeins á kafla en þetta tókst allt. Áhorfendur lifðu sig líka virkilega vel inn í leikinn í kvöld. Þeir tóku við sér þegar Eysteinn lagði upp í sirkustroðslu fyrir mig. Um leið fórum við að trúa að við gætum klárað leikinn. Við höfum nokkrum sinnum leitt leiki en alltaf fundið leið til að tapa leikjunum í fjórða leikhluta. Ákefð áhorfenda skilaði sér inn á völlinn og inn í klefann í kvöld. Svona byggjum við upp liðsanda sem hjálpar okkur til að vinna leiki. Vonandi komumst við nú í gang.“Vísir/AntonFriðrik Ingi: Hattarmenn áttu þennan leik fyllilega skilið Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, vildi frekar óska Hattarmönnum til hamingju með langþráðan sigur heldur en ræða frammistöðu síns liðs eftir leikinn. Hann sagði mótspyrnu botnliðsins ekki hafa komið sér á óvart. „Fyrst og fremst vil ég óska Hattarmönnum til hamingju með frábæran sigur. Þeir háttu hann fyllilega skilinn og voru heilt yfir betri en við,“ sagði Friðrik þótt hann beðinn um að fara yfir leik Njarðvíkur. Hann var samt undir væntingum. „Mér fannst við kannski ekki á pari við það sem við höfum gert síðustu vikur. Við höfum verið brattir, góðir í síðustu leikjum, æft vel og allt gengið vel en það var því miður ekki uppi á teningnum í dag.“ Logi Gunnarsson glímir við meiðsli og hvíldi fyrsta leikhluta en spilaði síðan 25 mínútur og varð stigahæstur þeirra grænklæddu. Ákvörðunin um að geyma hann var meðal annars tekin með bikarleikinn gegn KR á mánudagskvöld í huga. „Hann er ekki alveg heill svo við reynum að stýra álaginu. Við erum með bikarleikinn framan í okkur þegar við ákveðum það. Við hefðum viljað að hann spilaði minna, meðal annars því við vitum ekki nákvæmlega hvers eðlis meiðslin eru og bíðum eftir nánari að hann fari í nánari skoðun.“ Njarðvíkingar voru líka án Bandaríkjamanns þar sem Michael Craig er ekki enn kominn til landsins. „Hann er á leiðinni einhvern tíman á næstu dögum. Það kemur í ljós hvenær hann kemur.“ Aðspurður um hvort Craig yrði kominn fyrir leikinn gegn KR svaraði Friðrik Ingi: „Ég veit það ekki alveg.“Vísir/AntonViðar Örn: Fyrsta skrefið í að læra að klára leiki Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sagði agaða liðsheild hafa myndað grunninn að fyrsta sigri Hattar í vetur. „Það hlaut að koma að sigrinum og við settum saman flotta frammistöðu í dag. Ég hef ekki sagt það en mér hefur stundum fundist við eiga sigurinn skilið eftir flotta leiki.“ Hann sagði þriggja vikna jólafrí deildarinnar hafa komið að góðum notum. Það var meðal annars nýtt til að vinna í varnarleik liðsins. Á honum byggðist spilamennskan í kvöld. „Við fengum smá frí til að hreinsa hugann og fengum fulla trú á verkefninu. Við endurskoðuðum aðeins okkar leik og ég var að stærstum hluta ánægður með hvernig við fylgdum þeim breytingum eftir í kvöld. Við hreyfðum vörnina vel. Við ætluðum að halda Njarðvíkingum fyrir utan línuna. Þeir tóku mikið af skotum þar en það verður ekki bæði sleppt og haldið.“ Fram á við fór Tobin Carberry fyrir liðinu með 40 stigum. Viðar sagðist sáttur við hans framlag en fleira kom til. „Hann er kláraði þennan leik. Hann er góður í því. Því hefur verið hvíslað yfir axlirnar á mér að hann eigi að fara heim og við þurfum betri Bandaríkjamann. Hann er frábær leikmaður og var frábær í dag. Svo sáum við framlag frá íslensku strákunum okkar sem hefur kannski ekki sést oft í vetur. Ég er mjög ánægður með að fleiri lögðu í púkkið, bæði í vörn og sókn. Þannig vinnum við. Þetta er ekki eins manns sigur. Körfubolti er liðssport.“ Hattarmenn hafa áður átt góða spretti í vetur en aldrei haldið út heila leiki. Viðar hefur því talað um að fáar slæmar mínútur hafi eyðilegt fyrir liðinu og það virðist ekki hafa kunnað að tefla endatafl. Í kvöld leiddi Njarðvík rétt fyrir hálfleik en verulega fór um áhorfendur á Egilsstöðum þegar græna veldið minnkaði muninn í eitt stig um miðjan fjórða leikhluta. „Það var smá hik á þessum tímapunktum. Við fórum kannski full hátt í fagnaðarlátunum. Eysteinn setti upp glæsilega troðslu fyrir Tobin en eftir það misstum við aðeins sjónar á hvað við vorum að gera. Á síðustu 30 sekúndunum vorum við farnir að fagna en við verðum að klára okkar leiki. Þetta var fyrsta skrefið í átt að því á hærra stigi en við erum vanir að spila á. Við höfum rætt um hvernig við ætlum að bregðast við mótlætinu þegar liðin byrja að koma til baka gegn okkur. Það er líka hægt að læra með því að tapa en þessi sigur gefur okkur sjálfstraust í framhaldið.“ Staðan er samt ekki glæsileg eftir að FSu og Snæfell unnu í gærkvöldi. „Þessi sigur gefur okkur vonarneista en þessi tvö lið unnu í gær og grófu holuna okkar dýpri. Ég er ánægður með hvernig við brugðumst við. Við mættum í kvöld þrusugóðu Njarðvíkurliði og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið það Kanalaust.“ Viðar sagði sigurinn í kvöld líka hafa unnist í stúkunni. „Þótt liðið sé með 0-11 þegar vorið 2016 hefst mæta hingað fleiri hundruð áhorfendur. Þeir hvöttu og kölluðu á okkur á erfiðum stundum þegar Njarðvíkurliðið gerði sig líklegt til að koma til baka.“ FSu er sem fyrr fjórum stigum frá Hetti, ÍR og Grindavík eru sex stigum á undan og Snæfell átta. Grindvíkingar koma austur í næstu viku en síðan fer Höttur vestur í Stykkishólm. „Við getum unnið flest lið í þessari deild ef við setjum saman svona liðsframlag. Það voru allir með í kvöld.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira