Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. janúar 2016 16:00 Weinhold reynir hér að brjóta sér leið í gegnum íslensku vörnina. Vísir/Getty Íslenska landsliðið vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi 27-24 í dag í seinasta æfingarleik liðsins áður en EM í Póllandi hefst á föstudaginn. Náði íslenska liðið að hefna fyrir naumt tap í leik liðanna í gær. Íslenska liðið var mun einbeittara í leiknum í dag og hélt forskotinu allan leikinn eftir að hafa komist yfir snemma leiks. Náði íslenska liðið þegar mest var sex marka forskoti en Þjóðverjar náðu að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins. Var um að ræða seinni æfingarleik liðanna í undirbúning fyrir EM í Póllandi en Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í gær eftir sveiflukennda frammistöðu hjá íslenska liðinu. Líkt og í leiknum í gær skoraði Ísland fyrsta mark leiksins en jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins, Ísland komst yfir en Þjóðverjar náðu alltaf að svara um hæl. Þá tók íslenska liðið völdin á vellinum og þrátt fyrir tvö leikhlé þýska landsliðsins náðu lærisveinar Dags Sigurðssonar ekki að halda í við íslenska liðið. Náðu strákarnir um tíma fimm marka forskoti stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum fyrri hálfleiksins. Tókst þeim að saxa á forskot Íslands eftir umdeilda tveggja mínútna brottvísun sem dæmd var á Guðmund Hólmar Helgason en Ísland leiddi 15-12 í hálfleik.Kári Kristján fagnar hér einu af þremur mörkum sínum í leiknum.Vísir/GettyÍslenska liðið hóf seinni hálfleikinn af sama krafti og náði sex marka forskoti á ný þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Þjóðverjum tókst aldrei að ógna því forskoti. Vörn íslenska liðsins stóð vakt sína með prýði og gerði Björgvini í marki íslenska liðsins mun auðveldara fyrir en í leiknum í gær. Varði hann oft á mikilvægum stundum sem drápu baráttuandann í þýska liðinu. Þýska liðinu tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk rétt fyrir leikslok en sigurinn var þá löngu kominn í höfn og var ekki að sjá neitt stress á leikmönnum íslenska liðsins. Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í leiknum í dag og lauk leik með 39% markvörslu en hann varði eitt af tveimur vítum sem dæmd voru á íslenska liðið. Aron Pálmarsson fór fyrir íslenska liðinu annan leikinn í röð með átta mörk en næstir komu Kári Kristján Kristánsson og Rúnar Kárason með þrjú mörk hvor. Alls komust tíu leikmenn íslenska liðsins á blað í leiknum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, þarf að tilkynna á næstunni hvaða leikmaður fer ekki með til Póllands. Guðmundur Hólmar gerði líklegast nóg í dag til þess að gulltryggja sér sæti í flugvélinni til Póllands en hann hefur leiki mjög vel í vörn íslenska liðsins í síðustu tveimur leikjum. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Íslenska landsliðið vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi 27-24 í dag í seinasta æfingarleik liðsins áður en EM í Póllandi hefst á föstudaginn. Náði íslenska liðið að hefna fyrir naumt tap í leik liðanna í gær. Íslenska liðið var mun einbeittara í leiknum í dag og hélt forskotinu allan leikinn eftir að hafa komist yfir snemma leiks. Náði íslenska liðið þegar mest var sex marka forskoti en Þjóðverjar náðu að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins. Var um að ræða seinni æfingarleik liðanna í undirbúning fyrir EM í Póllandi en Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í gær eftir sveiflukennda frammistöðu hjá íslenska liðinu. Líkt og í leiknum í gær skoraði Ísland fyrsta mark leiksins en jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins, Ísland komst yfir en Þjóðverjar náðu alltaf að svara um hæl. Þá tók íslenska liðið völdin á vellinum og þrátt fyrir tvö leikhlé þýska landsliðsins náðu lærisveinar Dags Sigurðssonar ekki að halda í við íslenska liðið. Náðu strákarnir um tíma fimm marka forskoti stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum fyrri hálfleiksins. Tókst þeim að saxa á forskot Íslands eftir umdeilda tveggja mínútna brottvísun sem dæmd var á Guðmund Hólmar Helgason en Ísland leiddi 15-12 í hálfleik.Kári Kristján fagnar hér einu af þremur mörkum sínum í leiknum.Vísir/GettyÍslenska liðið hóf seinni hálfleikinn af sama krafti og náði sex marka forskoti á ný þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Þjóðverjum tókst aldrei að ógna því forskoti. Vörn íslenska liðsins stóð vakt sína með prýði og gerði Björgvini í marki íslenska liðsins mun auðveldara fyrir en í leiknum í gær. Varði hann oft á mikilvægum stundum sem drápu baráttuandann í þýska liðinu. Þýska liðinu tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk rétt fyrir leikslok en sigurinn var þá löngu kominn í höfn og var ekki að sjá neitt stress á leikmönnum íslenska liðsins. Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í leiknum í dag og lauk leik með 39% markvörslu en hann varði eitt af tveimur vítum sem dæmd voru á íslenska liðið. Aron Pálmarsson fór fyrir íslenska liðinu annan leikinn í röð með átta mörk en næstir komu Kári Kristján Kristánsson og Rúnar Kárason með þrjú mörk hvor. Alls komust tíu leikmenn íslenska liðsins á blað í leiknum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, þarf að tilkynna á næstunni hvaða leikmaður fer ekki með til Póllands. Guðmundur Hólmar gerði líklegast nóg í dag til þess að gulltryggja sér sæti í flugvélinni til Póllands en hann hefur leiki mjög vel í vörn íslenska liðsins í síðustu tveimur leikjum.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira