Forbes fjallar ítarlega um Galvan Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 09:30 Sóla flýgur á milli heimsálfa í vinnunni en það hefur gengið vel hingað til. mynd/aðsend Í byrjun mánaðarins birtist grein á vefsíðu Forbes um breska merkið Galvan sem segir það vera á góðri leið með að verða eitt stærsta merkið í gala-fatnaði. Sóla Káradóttir er listrænn stjórnandi merkisins en það var stofnað fyrir aðeins einu og hálfu ári og hefur vaxið á miklum hraða síðan þá. Í dag eru aðeins fjórir starfsmenn en Sóla segir að fyrirtækið þurfi bráðum að stækka við sig. Stjörnur á borð við Siennu Miller, Jennifer Lawrence, Elizabeth Olsen og Rihönnu hafa klæðst kjólum frá Galvan. „Ég flýg mikið á milli London og Los Angeles vegna vinnunnar. Úti í LA er ég aðallega að vinna að „celebrity dressing“ en skrifstofan okkar er í London. Við erum hver á sínum staðnum og erum mikið að vinna í gegnum Skype. Það hefur gengið mjög vel hingað til og það sem við græðum mest á því eru sambönd um allan heim sem við getum nýtt okkur,“ segir Sóla.Jennifer Lawrence klæddist þessum fallega kjól í eftirpartíi eftir Met Gala.GettyÍ grein Forbes segir að Galvan fylli upp í ákveðið gat í markaðnum þar sem konur geta keypt sér mínímalíska kjóla sem eru í góðum gæðum og eru ekki á sama verðbili og öll lúxusmerkin þar sem kjólarnir eru yfirleitt of mikið skreyttir og kosta annan handlegginn. „Okkur hefur gengið vel að koma þessu inn í búðir og margir segja að þetta sé akkúrat það sem þeir hafa verið að leita að.“ Þær ætla að halda lengur áfram að einblína á þá stefnu sem þær hafa markað sér en eru opnar fyrir að bæta við vörulínum í framtíðinni þegar merkið er búið að skjóta almennilegum rótum á tískumarkaðnum. Þessa dagana er Sóla stödd á Íslandi en fer fljótt út aftur þar sem tískumánuðurinn nálgast óðfluga en þá verður keyrsla allan september. „Við höfum aðallega verið að koma þessu sjálfar inn í búðir og ekki verið með mikið af sýningum. Við erum kannski fáar í fyrirtækinu en við erum mjög „hands on“. Ásamt því að tískuvikurnar eru að byrja þá erum við líka komnar langt á leið með sumarlínuna fyrir næsta ár og erum byrjaðar að vinna í haustlínunni fyrir 2016.“Sienna Miller Leikkonan hefur klæðst tveimur flíkum frá Galvan.Margar stórar stjörnur hafa klæðst Galvan en Rihanna sem er ein frægasta söngkonan um þessar myndir fór sjálf í Opening Ceremony-verslun og keypti þar tvo kjóla. „Hún klæddist öðrum kjólnum í afmælinu sínu og svo hinum í fyrirpartíi fyrir Grammy-verðlaunin. Það gerði mikið fyrir vörumerkið okkar enda skiptir máli að fá góða ímynd. Sienna Miller hefur líka klæðst tveimur flíkum frá okkur og hún hefur áhuga á að fá okkur til þess að hanna fyrir sig.“ Breska Vogue fjallaði einnig um Galvan á dögunum hér. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fyrsta fatalína vekur heimsathygli Sólveig Káradóttir er gift inn í frægustu tónlistarfjölskyldu í heimi og reynir nú fyrir sér á nýjum sviðum. 31. maí 2014 09:00 Í samfesting eftir Sólveigu á Wimbledon Sienna Miller stal senunni í hvítum samfesting frá Galvan London 13. júlí 2015 09:53 Sólveig Kára í viðtali við Vogue Stelpurnar á bakvið tískumerkið Galvan ræddu velgengni þess 1. júlí 2015 15:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Í byrjun mánaðarins birtist grein á vefsíðu Forbes um breska merkið Galvan sem segir það vera á góðri leið með að verða eitt stærsta merkið í gala-fatnaði. Sóla Káradóttir er listrænn stjórnandi merkisins en það var stofnað fyrir aðeins einu og hálfu ári og hefur vaxið á miklum hraða síðan þá. Í dag eru aðeins fjórir starfsmenn en Sóla segir að fyrirtækið þurfi bráðum að stækka við sig. Stjörnur á borð við Siennu Miller, Jennifer Lawrence, Elizabeth Olsen og Rihönnu hafa klæðst kjólum frá Galvan. „Ég flýg mikið á milli London og Los Angeles vegna vinnunnar. Úti í LA er ég aðallega að vinna að „celebrity dressing“ en skrifstofan okkar er í London. Við erum hver á sínum staðnum og erum mikið að vinna í gegnum Skype. Það hefur gengið mjög vel hingað til og það sem við græðum mest á því eru sambönd um allan heim sem við getum nýtt okkur,“ segir Sóla.Jennifer Lawrence klæddist þessum fallega kjól í eftirpartíi eftir Met Gala.GettyÍ grein Forbes segir að Galvan fylli upp í ákveðið gat í markaðnum þar sem konur geta keypt sér mínímalíska kjóla sem eru í góðum gæðum og eru ekki á sama verðbili og öll lúxusmerkin þar sem kjólarnir eru yfirleitt of mikið skreyttir og kosta annan handlegginn. „Okkur hefur gengið vel að koma þessu inn í búðir og margir segja að þetta sé akkúrat það sem þeir hafa verið að leita að.“ Þær ætla að halda lengur áfram að einblína á þá stefnu sem þær hafa markað sér en eru opnar fyrir að bæta við vörulínum í framtíðinni þegar merkið er búið að skjóta almennilegum rótum á tískumarkaðnum. Þessa dagana er Sóla stödd á Íslandi en fer fljótt út aftur þar sem tískumánuðurinn nálgast óðfluga en þá verður keyrsla allan september. „Við höfum aðallega verið að koma þessu sjálfar inn í búðir og ekki verið með mikið af sýningum. Við erum kannski fáar í fyrirtækinu en við erum mjög „hands on“. Ásamt því að tískuvikurnar eru að byrja þá erum við líka komnar langt á leið með sumarlínuna fyrir næsta ár og erum byrjaðar að vinna í haustlínunni fyrir 2016.“Sienna Miller Leikkonan hefur klæðst tveimur flíkum frá Galvan.Margar stórar stjörnur hafa klæðst Galvan en Rihanna sem er ein frægasta söngkonan um þessar myndir fór sjálf í Opening Ceremony-verslun og keypti þar tvo kjóla. „Hún klæddist öðrum kjólnum í afmælinu sínu og svo hinum í fyrirpartíi fyrir Grammy-verðlaunin. Það gerði mikið fyrir vörumerkið okkar enda skiptir máli að fá góða ímynd. Sienna Miller hefur líka klæðst tveimur flíkum frá okkur og hún hefur áhuga á að fá okkur til þess að hanna fyrir sig.“ Breska Vogue fjallaði einnig um Galvan á dögunum hér.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fyrsta fatalína vekur heimsathygli Sólveig Káradóttir er gift inn í frægustu tónlistarfjölskyldu í heimi og reynir nú fyrir sér á nýjum sviðum. 31. maí 2014 09:00 Í samfesting eftir Sólveigu á Wimbledon Sienna Miller stal senunni í hvítum samfesting frá Galvan London 13. júlí 2015 09:53 Sólveig Kára í viðtali við Vogue Stelpurnar á bakvið tískumerkið Galvan ræddu velgengni þess 1. júlí 2015 15:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Fyrsta fatalína vekur heimsathygli Sólveig Káradóttir er gift inn í frægustu tónlistarfjölskyldu í heimi og reynir nú fyrir sér á nýjum sviðum. 31. maí 2014 09:00
Í samfesting eftir Sólveigu á Wimbledon Sienna Miller stal senunni í hvítum samfesting frá Galvan London 13. júlí 2015 09:53
Sólveig Kára í viðtali við Vogue Stelpurnar á bakvið tískumerkið Galvan ræddu velgengni þess 1. júlí 2015 15:00