Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Ingvar Haraldsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 6. ágúst 2015 07:00 Óánægja er innan sjávarútvegsins með samráðsleysi stjórnvalda vegna viðskiptaþvingana gagnvart Rússum og kallað er eftir umræðu um aðgerðirnar. „Þegar stjórnvöld taka ákvörðun sem hér virðist hafa verið tekin er ástæða til að vanda þar til verka og hafa samráð við þá sem þessara hagsmuna hafa að gæta og umræða um þetta allt saman sé uppi á borðum. Okkur þykir hafa skort á það,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Kolbeinn ÁrnasonRussia Today greinir frá því að rússneska landbúnaðarráðuneytið vinni nú að tillögum um að koma á banni við innflutningi matvæla frá sjö Evrópuríkjum utan ESB sem styðja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, þar á meðal Íslandi. Ekki sé þó búið að ákveða endanlega hvaða ríki séu á listanum að sögn talsmanns rússneska landbúnaðarráðuneytisins. Íslendingar hafa ekki verið meðal þeirra þjóða sem Rússar hafa beitt innflutningsbanni þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og fleiri þjóða gagnvart Rússum. Kolbeinn veltir fyrir sér hvort stjórnvöld hafi tekið rétta ákvörðun í að styðja viðskiptaþvinganirnar. „Bara þetta hagsmunamat, er það örugglega rétt? Manni finnst að það eitt og sér ætti að fara fram,“ segir hann. Þá gagnrýnir Kolbeinn einnig að hagsmunaaðilar fái ekki reglulega fréttir af stöðu mála. „Ef þú færð fregnir af þessu með einhverjum fyrirvara þá getur þú brugðist við í þínum viðskiptum. Það eru einhver skip sem sigla nú til Rússlands með töluvert af þessum afurðum.“ Kolbeinn segir fyrirtæki í sjávarútvegi hafa miklar áhyggjur af mögulegu innflutningsbanni Rússa á íslenskar afurðir. Fáir markaðir séu fyrir þær sjávarafurðir sem Íslendingar selji til Rússlands. „Þeir markaðir sem þó eru opnir borga mun verr en sá rússneski,“ segir Kolbeinn.Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, gagnrýnir einnig samráðsleysi stjórnvalda við sjávarútveginn og kallar eftir efnislegri umræðu um viðskiptabannið. Gunnþór segir útflutning Síldarvinnslunnar til Rússlands hafa aukist að undanförnu. „Við höfum verið að vaxa mjög í þessu og þetta hefur gríðarleg áhrif,“ segir hann. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segist hafa áhyggjur af stöðunni en ekki sé ástæða til að breyta um stefnu gagnvart Rússlandi. „Við verðum bara að vona það að þrátt fyrir þessa deilu sjái þeir ekki ástæðu til að stöðva viðskipti við okkur á þessum vettvangi,“ segir Jón. Utanríkismálanefnd Alþingis mun funda í dag þar sem áframhaldandi þvingunaraðgerðir gegn Rússum verða til umræðu. Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Sjá meira
Óánægja er innan sjávarútvegsins með samráðsleysi stjórnvalda vegna viðskiptaþvingana gagnvart Rússum og kallað er eftir umræðu um aðgerðirnar. „Þegar stjórnvöld taka ákvörðun sem hér virðist hafa verið tekin er ástæða til að vanda þar til verka og hafa samráð við þá sem þessara hagsmuna hafa að gæta og umræða um þetta allt saman sé uppi á borðum. Okkur þykir hafa skort á það,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Kolbeinn ÁrnasonRussia Today greinir frá því að rússneska landbúnaðarráðuneytið vinni nú að tillögum um að koma á banni við innflutningi matvæla frá sjö Evrópuríkjum utan ESB sem styðja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, þar á meðal Íslandi. Ekki sé þó búið að ákveða endanlega hvaða ríki séu á listanum að sögn talsmanns rússneska landbúnaðarráðuneytisins. Íslendingar hafa ekki verið meðal þeirra þjóða sem Rússar hafa beitt innflutningsbanni þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og fleiri þjóða gagnvart Rússum. Kolbeinn veltir fyrir sér hvort stjórnvöld hafi tekið rétta ákvörðun í að styðja viðskiptaþvinganirnar. „Bara þetta hagsmunamat, er það örugglega rétt? Manni finnst að það eitt og sér ætti að fara fram,“ segir hann. Þá gagnrýnir Kolbeinn einnig að hagsmunaaðilar fái ekki reglulega fréttir af stöðu mála. „Ef þú færð fregnir af þessu með einhverjum fyrirvara þá getur þú brugðist við í þínum viðskiptum. Það eru einhver skip sem sigla nú til Rússlands með töluvert af þessum afurðum.“ Kolbeinn segir fyrirtæki í sjávarútvegi hafa miklar áhyggjur af mögulegu innflutningsbanni Rússa á íslenskar afurðir. Fáir markaðir séu fyrir þær sjávarafurðir sem Íslendingar selji til Rússlands. „Þeir markaðir sem þó eru opnir borga mun verr en sá rússneski,“ segir Kolbeinn.Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, gagnrýnir einnig samráðsleysi stjórnvalda við sjávarútveginn og kallar eftir efnislegri umræðu um viðskiptabannið. Gunnþór segir útflutning Síldarvinnslunnar til Rússlands hafa aukist að undanförnu. „Við höfum verið að vaxa mjög í þessu og þetta hefur gríðarleg áhrif,“ segir hann. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segist hafa áhyggjur af stöðunni en ekki sé ástæða til að breyta um stefnu gagnvart Rússlandi. „Við verðum bara að vona það að þrátt fyrir þessa deilu sjái þeir ekki ástæðu til að stöðva viðskipti við okkur á þessum vettvangi,“ segir Jón. Utanríkismálanefnd Alþingis mun funda í dag þar sem áframhaldandi þvingunaraðgerðir gegn Rússum verða til umræðu.
Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Sjá meira