Herrarnir í Olgu kitluðu hláturtaugar tónleikagesta Jónas Sen skrifar 5. ágúst 2015 14:00 Óhætt er að segja að tónlistin hafi runnið ljúflega niður, segir meðal annars í dómnum. Mynd/Felipe Pipi Tónlist Olga Vocal Ensemble Háteigskirkju miðvikudaginn 29. júlí Ég heyrði fyrst Sönghópinn Olgu (Olga Vocal Ensemble) á tónleikum í Langholtskirkju í fyrra. Tónleikarnir ollu vonbrigðum, þeir voru ofhlaðnir og söngurinn var hrár. En það var annað uppi á teningnum í Háteigskirkju á miðvikudaginn var. Dagskráin bar nafnið The Good Ol‘ Days Program og samanstóð eftir því af gömlum slögurum. Þeir voru bæði íslenskir og útlendir, þar á meðal Hagavagninn, Móðir mín í kví, kví, Smávinir fagrir, Swing Low og Chattanooga Choo Choo. Ekki er ljóst af hverju sönghópurinn heitir Olga. En hann samanstendur af fimm ungum mönnum og eru tveir þeirra íslenskir. Þetta eru þeir Bjarni Guðmundsson, Jonathan Ploeg, Gulian van Nierop, Pétur Oddbergur Heimisson og Philip Barkhudarov. Þeir eru allir nemendur Jóns Þorsteinssonar söngvara. Hann starfaði lengi hér á landi en flutti til Utrecht fyrir allnokkru síðan. Lögin á dagskránni voru án undirleiks. Það er ekki sjálfgefið að tónlist sem þannig er háttað um hljómi vel. Af hverju ekki? Jú, fimm manna sönghópur er í rauninni ekkert annað en pínulítill kór. Ólíkt stærri kórum er ekki hægt að svindla með því að fela sig á bak við heildina. Í fimm manna sönghóp heyrist hver rödd skýrt og greinilega. Misfellur verða augljósar. Sérstaklega þegar enginn píanóleikari er til að styðja við sönginn. Ánægjulegt er að segja frá því að frú Olga stóð fyllilega undir kröfunum. Hópurinn hefur tekið gríðarlegum framförum síðan í fyrra. Innhverfu lögin voru sungin af næmri tilfinningu. Samsöngurinn var fágaður, raddirnar voru tærar og markvissar og pössuðu vel saman. Ærslafengnari músík hitti líka í mark. Hraðar hendingar voru nákvæmar og fínt jafnvægi var á milli aðal- og undirradda. Sviðsframkoman var skemmtileg. Mörg lögin voru krydduð með leikrænum tilburðum sem kitluðu hláturtaugar áheyrenda. Sumar útsetningarnar voru einnig skondnar í sjálfu sér, eins og til dæmis Hagavagninn eftir Jónas Jónasson. Þar hermdu söngvararnir eftir vélarhljóði strætisvagnsins. Það var eins konar gobbedí gobbedí, sem féll fullkomlega að sönglínunni. Þetta var hnitmiðað, stílhreint og furðulega sannfærandi. Annað var eftir þessu. Óhætt er að segja að tónlistin hafi runnið ljúflega niður. Maður gekk glaður út úr kirkjunni að tónleikunum loknum.Niðurstaða: Líflegir tónleikar. Vandaður, kraftmikill söngur og notaleg tónlist. Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Olga Vocal Ensemble Háteigskirkju miðvikudaginn 29. júlí Ég heyrði fyrst Sönghópinn Olgu (Olga Vocal Ensemble) á tónleikum í Langholtskirkju í fyrra. Tónleikarnir ollu vonbrigðum, þeir voru ofhlaðnir og söngurinn var hrár. En það var annað uppi á teningnum í Háteigskirkju á miðvikudaginn var. Dagskráin bar nafnið The Good Ol‘ Days Program og samanstóð eftir því af gömlum slögurum. Þeir voru bæði íslenskir og útlendir, þar á meðal Hagavagninn, Móðir mín í kví, kví, Smávinir fagrir, Swing Low og Chattanooga Choo Choo. Ekki er ljóst af hverju sönghópurinn heitir Olga. En hann samanstendur af fimm ungum mönnum og eru tveir þeirra íslenskir. Þetta eru þeir Bjarni Guðmundsson, Jonathan Ploeg, Gulian van Nierop, Pétur Oddbergur Heimisson og Philip Barkhudarov. Þeir eru allir nemendur Jóns Þorsteinssonar söngvara. Hann starfaði lengi hér á landi en flutti til Utrecht fyrir allnokkru síðan. Lögin á dagskránni voru án undirleiks. Það er ekki sjálfgefið að tónlist sem þannig er háttað um hljómi vel. Af hverju ekki? Jú, fimm manna sönghópur er í rauninni ekkert annað en pínulítill kór. Ólíkt stærri kórum er ekki hægt að svindla með því að fela sig á bak við heildina. Í fimm manna sönghóp heyrist hver rödd skýrt og greinilega. Misfellur verða augljósar. Sérstaklega þegar enginn píanóleikari er til að styðja við sönginn. Ánægjulegt er að segja frá því að frú Olga stóð fyllilega undir kröfunum. Hópurinn hefur tekið gríðarlegum framförum síðan í fyrra. Innhverfu lögin voru sungin af næmri tilfinningu. Samsöngurinn var fágaður, raddirnar voru tærar og markvissar og pössuðu vel saman. Ærslafengnari músík hitti líka í mark. Hraðar hendingar voru nákvæmar og fínt jafnvægi var á milli aðal- og undirradda. Sviðsframkoman var skemmtileg. Mörg lögin voru krydduð með leikrænum tilburðum sem kitluðu hláturtaugar áheyrenda. Sumar útsetningarnar voru einnig skondnar í sjálfu sér, eins og til dæmis Hagavagninn eftir Jónas Jónasson. Þar hermdu söngvararnir eftir vélarhljóði strætisvagnsins. Það var eins konar gobbedí gobbedí, sem féll fullkomlega að sönglínunni. Þetta var hnitmiðað, stílhreint og furðulega sannfærandi. Annað var eftir þessu. Óhætt er að segja að tónlistin hafi runnið ljúflega niður. Maður gekk glaður út úr kirkjunni að tónleikunum loknum.Niðurstaða: Líflegir tónleikar. Vandaður, kraftmikill söngur og notaleg tónlist.
Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira