Rangt að skólpvatn leki í Þingvallavatn Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2015 08:00 Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir það aulabrandara að leggja til að gestir Þingvalla létti á sér áður en þeir koma. visir/pjetur „Það sem Hilmar Malmquist setur fram í grein sinni og í viðtali við Fréttablaðið í gær er þvættingur,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ólafur vísar þar til aðsendrar greinar Hilmars, forstöðumanns Náttúruminjastofnunar Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, þar sem hann segir að ráða þurfi bót á fráveitu skólps við Þingvallavatn. Þar sytri skólpvatn úr þróm út í umhverfið og í Þingvallavatn. Niturmagn aukist þannig í vatninu sem kunni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt lífríki vatnsins og hrein- og tærleika þess. „Vísbendingar um þessa þróun í Þingvallavatni eru því miður nú þegar fyrir hendi,“ skrifaði Hilmar. Hilmar lagði til að gestir sem heimsækja garðinn verði hvattir til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en þeir mæta. Ólafur segir málflutning Hilmars spilla ásýnd þjóðgarðsins.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður„Hann hefur ekkert fyrir sér í þessu og engar upplýsingar til að styðja sitt mál. Það sem er rétt er að öllu skólpi og frárennsli er ekið í burtu og fer ekki út í jarðveginn. Einu staðirnir sem það gerist er á tjaldsvæðunum þar sem jarðvegurinn er fimm metra þykkur og þar er fullgildur viðtakari þannig að það leitar ekkert út í Þingvallavatn,“ segir Ólafur. Þjóðgarðsvörður bætir við að allt annað frárennsli í þjóðgarðinum sé keyrt í burtu sem kosti magar milljónir króna. Ólafur segir þær upplýsingar sem Hilmar byggi grein sína á séu margra ára gamlar og ekkert til í þeim. „Hann hefur engar mælingar hjá sér og veit ekkert hversu mikið kemur inn eða fer út.“ Ólafur segir að þjóðgarðurinn hafi verið í forystu um að bæta frárennslismál við Þingvallavatn. „Ekki bara hjá okkur heldur við allt vatnið. Við höfum hvatt til þess að það væri allt lagfært og haft forystu um að fá sveitarfélögin til að taka á þessum málum hjá sumarbústöðum.“ Ólafur segir tillögu Hilmars um að ferðamenn létti á sér fyrir komu í garðinn aulabrandara. „Maður segir ekki fólki að fara á klósettið áður en það fer í ferðalag. Hilmar er vísindamaður sem við höfum stutt mjög rækilega við bakið á og svona aulabrandarar um jafn alvarlegt mál eru mjög óviðeigandi,“ segir Ólafur að lokum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
„Það sem Hilmar Malmquist setur fram í grein sinni og í viðtali við Fréttablaðið í gær er þvættingur,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ólafur vísar þar til aðsendrar greinar Hilmars, forstöðumanns Náttúruminjastofnunar Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, þar sem hann segir að ráða þurfi bót á fráveitu skólps við Þingvallavatn. Þar sytri skólpvatn úr þróm út í umhverfið og í Þingvallavatn. Niturmagn aukist þannig í vatninu sem kunni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt lífríki vatnsins og hrein- og tærleika þess. „Vísbendingar um þessa þróun í Þingvallavatni eru því miður nú þegar fyrir hendi,“ skrifaði Hilmar. Hilmar lagði til að gestir sem heimsækja garðinn verði hvattir til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en þeir mæta. Ólafur segir málflutning Hilmars spilla ásýnd þjóðgarðsins.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður„Hann hefur ekkert fyrir sér í þessu og engar upplýsingar til að styðja sitt mál. Það sem er rétt er að öllu skólpi og frárennsli er ekið í burtu og fer ekki út í jarðveginn. Einu staðirnir sem það gerist er á tjaldsvæðunum þar sem jarðvegurinn er fimm metra þykkur og þar er fullgildur viðtakari þannig að það leitar ekkert út í Þingvallavatn,“ segir Ólafur. Þjóðgarðsvörður bætir við að allt annað frárennsli í þjóðgarðinum sé keyrt í burtu sem kosti magar milljónir króna. Ólafur segir þær upplýsingar sem Hilmar byggi grein sína á séu margra ára gamlar og ekkert til í þeim. „Hann hefur engar mælingar hjá sér og veit ekkert hversu mikið kemur inn eða fer út.“ Ólafur segir að þjóðgarðurinn hafi verið í forystu um að bæta frárennslismál við Þingvallavatn. „Ekki bara hjá okkur heldur við allt vatnið. Við höfum hvatt til þess að það væri allt lagfært og haft forystu um að fá sveitarfélögin til að taka á þessum málum hjá sumarbústöðum.“ Ólafur segir tillögu Hilmars um að ferðamenn létti á sér fyrir komu í garðinn aulabrandara. „Maður segir ekki fólki að fara á klósettið áður en það fer í ferðalag. Hilmar er vísindamaður sem við höfum stutt mjög rækilega við bakið á og svona aulabrandarar um jafn alvarlegt mál eru mjög óviðeigandi,“ segir Ólafur að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira