Hilmar Örn: Ég læt bara vaða um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2015 08:00 Hilmari Erni Jónssyni líður vel á heimavelli sínum í Kaplakrika en hann vonast til að kasta langt á Meistaramótinu um helgina. Hápunktur frjálsíþróttatímabilsins hér innanlands verður um helgina þegar Meistaramót Íslands fer fram í 89. sinn. Að þessu sinni verður mótið haldið á Kópavogsvelli en alls eru 365 keppendur frá nítján íþróttafélögum skráðir til leiks. Nánast allt sterkasta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt í mótinu. Hlaupararnir Kári Steinn Karlsson og Hlynur Andrésson eru ekki með, en flestir aðrir afreksmenn í íþróttinni eru skráðir til leiks. „Eitt af aðalmarkmiðum sumarsins hjá keppendunum er að ná hámarksárangri á þessu móti,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hjá Ármanni. „Það er frábært að svo margir öflugir séu með, ekki síst fyrir þann hóp íþróttamanna sem eru rétt á eftir þeim bestu.“Léttir að ná löngu kasti Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari stefnir á að bæta sig á mótinu en aðeins eru örfáir dagar síðan hann bætti sex ára gamalt Norðurlandamet nítján ára og yngri í greininni með kasti upp á 79,81 m á móti á heimavelli hans í Kaplakrika. Það var sárabót fyrir Hilmar Örn eftir vonbrigðin á EM U-19 í Eskilstuna í Svíþjóð, þar sem hann gerði þrívegis ógilt í forkeppninni. Ekkert kastanna hans komst úr búrinu. Í Kaplakrika kastaði hann sex sinnum og aldrei undir 75 m. „Það var léttir að ná þessu kasti,“ segir Hilmar við Fréttablaðið um metkastið sitt. „Þetta var búið að liggja lengi á mér og ég vissi að ég gæti þetta.“Erfitt að vera sigurstranglegur Hann segir að það hafi heilmargt farið úrskeiðis í Eskilstuna. „Ég hef tekið þátt í stórum mótum áður en aldrei þótt jafn sigurstranglegur og nú. Það er allt öðruvísi að keppa á stórmótum þegar maður á góðan séns á verðlaunum,“ segir hann. „Þetta var helvítis klúður. En það er bara eins og það er – maður kemur sterkari til baka.“ Hilmar er á sínu síðasta ári í unglingaflokki og þar með að kasta með 6,0 kg sleggju. Hann kastar alfarið með fullorðinssleggju frá og með næsta tímabili en hún er 7,26 kg. „Ég ætla bara að láta vaða um helgina,“ segir Hilmar, sem stefnir á að bæta sig með fullorðinssleggjunni um helgina. „Fyrir tímabilið setti ég mér það markmið að kasta 150 m samanlagt með báðum sleggjum. Ég þarf að kasta 70,19 m með stóru sleggjunni til að ná því,“ segir Hilmar sem á best 69,31 m með stærri sleggjunni.Vonast eftir stóru stökki Hafdísar Gunnar Páll reiknar fremur með því að sjá bætingu í kastgreinum en í hlaupagreinum, enda erfitt fyrir bestu hlaupara landsins að fá samkeppni innanlands. Einnig hefur hann trú á því að Hafdís Sigurðardóttir geti náð góðum árangri í langstökki. „Hún hefur verið afar stöðug í sumar og verið mikið á milli 6,30 og 6,45 m. Það gæti verið komið að því um helgina að hún hitti á eitt verulega stórt stökk,“ segir Gunnar Páll. Fylgst verður náið með mótinu á íþróttavef Vísis alla helgina. Frjálsar íþróttir Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Hápunktur frjálsíþróttatímabilsins hér innanlands verður um helgina þegar Meistaramót Íslands fer fram í 89. sinn. Að þessu sinni verður mótið haldið á Kópavogsvelli en alls eru 365 keppendur frá nítján íþróttafélögum skráðir til leiks. Nánast allt sterkasta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt í mótinu. Hlaupararnir Kári Steinn Karlsson og Hlynur Andrésson eru ekki með, en flestir aðrir afreksmenn í íþróttinni eru skráðir til leiks. „Eitt af aðalmarkmiðum sumarsins hjá keppendunum er að ná hámarksárangri á þessu móti,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hjá Ármanni. „Það er frábært að svo margir öflugir séu með, ekki síst fyrir þann hóp íþróttamanna sem eru rétt á eftir þeim bestu.“Léttir að ná löngu kasti Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari stefnir á að bæta sig á mótinu en aðeins eru örfáir dagar síðan hann bætti sex ára gamalt Norðurlandamet nítján ára og yngri í greininni með kasti upp á 79,81 m á móti á heimavelli hans í Kaplakrika. Það var sárabót fyrir Hilmar Örn eftir vonbrigðin á EM U-19 í Eskilstuna í Svíþjóð, þar sem hann gerði þrívegis ógilt í forkeppninni. Ekkert kastanna hans komst úr búrinu. Í Kaplakrika kastaði hann sex sinnum og aldrei undir 75 m. „Það var léttir að ná þessu kasti,“ segir Hilmar við Fréttablaðið um metkastið sitt. „Þetta var búið að liggja lengi á mér og ég vissi að ég gæti þetta.“Erfitt að vera sigurstranglegur Hann segir að það hafi heilmargt farið úrskeiðis í Eskilstuna. „Ég hef tekið þátt í stórum mótum áður en aldrei þótt jafn sigurstranglegur og nú. Það er allt öðruvísi að keppa á stórmótum þegar maður á góðan séns á verðlaunum,“ segir hann. „Þetta var helvítis klúður. En það er bara eins og það er – maður kemur sterkari til baka.“ Hilmar er á sínu síðasta ári í unglingaflokki og þar með að kasta með 6,0 kg sleggju. Hann kastar alfarið með fullorðinssleggju frá og með næsta tímabili en hún er 7,26 kg. „Ég ætla bara að láta vaða um helgina,“ segir Hilmar, sem stefnir á að bæta sig með fullorðinssleggjunni um helgina. „Fyrir tímabilið setti ég mér það markmið að kasta 150 m samanlagt með báðum sleggjum. Ég þarf að kasta 70,19 m með stóru sleggjunni til að ná því,“ segir Hilmar sem á best 69,31 m með stærri sleggjunni.Vonast eftir stóru stökki Hafdísar Gunnar Páll reiknar fremur með því að sjá bætingu í kastgreinum en í hlaupagreinum, enda erfitt fyrir bestu hlaupara landsins að fá samkeppni innanlands. Einnig hefur hann trú á því að Hafdís Sigurðardóttir geti náð góðum árangri í langstökki. „Hún hefur verið afar stöðug í sumar og verið mikið á milli 6,30 og 6,45 m. Það gæti verið komið að því um helgina að hún hitti á eitt verulega stórt stökk,“ segir Gunnar Páll. Fylgst verður náið með mótinu á íþróttavef Vísis alla helgina.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira