Passa sig Brynhildur Björnsdóttir skrifar 24. júlí 2015 07:00 Druslur. Konur sem haga sér aðfinnanlega. Fara út í óviðeigandi og ekki nógu mörgum fötum (samt ekki þær sem taka þátt í fegurðarsamkeppni þar sem er mjög viðeigandi að ganga um á vínveitingastað á nærfötum og sundfötum). Fara í sleik (sem er aðfinnanlegt í öllum tilfellum nema ef ætlunin er að stunda kynlíf með sleikfélaganum það sama kvöld. Bannað að skipta um skoðun samt). Drekka áfengi (sem er aðfinnanlegt, þó að druslan sé innan um fjölda fólks sem er líka að drekka áfengi). Drekka úr glasi sem einhver annar hefur snert (sem er aðfinnanlegt því engum er treystandi. Aldrei). Passa sig ekki. Verða fyrir ofbeldi sem er eiginlega þeim að kenna því þær pössuðu sig ekki. Passa sig. Verða samt fyrir ofbeldi. Og ef druslurnar passa sig ekki sjálfar, hver á þá að passa þær? Er það ég? Er það fólkið sem er með þeim í þessum aðstæðum? Er lausnin að samfélagið allt taki sig saman um að passa ungar konur og kenna þeim að lenda ekki í hættulegum aðstæðum? Eða ættum við kannski að gera umhverfið öruggt og leyfa þeim síðan að vera eins og þeim sýnist? Getum við ekki tekið okkur saman um að passa okkur aðeins líka? Passa okkur að ráðast ekki aftur á þá sem beittir hafa verið ofbeldi með yfirheyrslum, efa og athugasemdum? Passa að kynna okkur málavöxtu áður en við dæmum? Passa okkur að kenna börnunum okkar virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum? Kannski passa okkur að tala við þau um það sem verður á vegi þeirra í netheimum eða undir félagaþrýstingi? Passa okkur að tala við bæði stráka og stelpur, kenna báðum kynjum að það sé rangt að beita ofbeldi, ekki bara því sem þarf helst að passa sig? Passa okkur að gera það alveg ljóst að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt, aldrei samþykkt og aldrei liðið? Ofbeldi er alltaf á ábyrgð þess sem beitir því, ekki þess sem verður fyrir því. Pössum að það sé á hreinu. Sjáumst í druslugöngu á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Druslur. Konur sem haga sér aðfinnanlega. Fara út í óviðeigandi og ekki nógu mörgum fötum (samt ekki þær sem taka þátt í fegurðarsamkeppni þar sem er mjög viðeigandi að ganga um á vínveitingastað á nærfötum og sundfötum). Fara í sleik (sem er aðfinnanlegt í öllum tilfellum nema ef ætlunin er að stunda kynlíf með sleikfélaganum það sama kvöld. Bannað að skipta um skoðun samt). Drekka áfengi (sem er aðfinnanlegt, þó að druslan sé innan um fjölda fólks sem er líka að drekka áfengi). Drekka úr glasi sem einhver annar hefur snert (sem er aðfinnanlegt því engum er treystandi. Aldrei). Passa sig ekki. Verða fyrir ofbeldi sem er eiginlega þeim að kenna því þær pössuðu sig ekki. Passa sig. Verða samt fyrir ofbeldi. Og ef druslurnar passa sig ekki sjálfar, hver á þá að passa þær? Er það ég? Er það fólkið sem er með þeim í þessum aðstæðum? Er lausnin að samfélagið allt taki sig saman um að passa ungar konur og kenna þeim að lenda ekki í hættulegum aðstæðum? Eða ættum við kannski að gera umhverfið öruggt og leyfa þeim síðan að vera eins og þeim sýnist? Getum við ekki tekið okkur saman um að passa okkur aðeins líka? Passa okkur að ráðast ekki aftur á þá sem beittir hafa verið ofbeldi með yfirheyrslum, efa og athugasemdum? Passa að kynna okkur málavöxtu áður en við dæmum? Passa okkur að kenna börnunum okkar virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum? Kannski passa okkur að tala við þau um það sem verður á vegi þeirra í netheimum eða undir félagaþrýstingi? Passa okkur að tala við bæði stráka og stelpur, kenna báðum kynjum að það sé rangt að beita ofbeldi, ekki bara því sem þarf helst að passa sig? Passa okkur að gera það alveg ljóst að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt, aldrei samþykkt og aldrei liðið? Ofbeldi er alltaf á ábyrgð þess sem beitir því, ekki þess sem verður fyrir því. Pössum að það sé á hreinu. Sjáumst í druslugöngu á morgun.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun