Merkel segir nýja samninginn síðasta séns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Angela Merkel tekur niðurstöðum gærdagsins eflaust fagnandi eftir strembna viku. vísir/epa Þýska þingið samþykkti í gær að hefja formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikkland. Fyrr í vikunni samþykktu leiðtogar ríkja evrusvæðisins drög að nýjum samningi fyrir Grikki. Tillagan var samþykkt á þýska þinginu með gífurlegum meirihluta. Alls voru 439 þingmenn með, 119 á móti og 40 sátu hjá. Fyrir atkvæðagreiðsluna varaði Þýskalandskanslari, Angela Merkel, þingmenn við glundroða ef þingið stæði ekki á bak við samninginn. Hún sagði samninginn erfiðan fyrir alla sem eiga hlut að máli en að hann væri síðasti séns til að leysa fjármálakreppu Grikklands. Fyrr í gærdag samþykkti austurríska þingið einnig að hefja formlegar viðræður. Samningurinn sem um ræðir gengur út á að veita Grikkjum rúmlega áttatíu milljarða evra lán gegn því að Grikkir skeri niður í ríkisrekstri og hækki skatta. Samningurinn hefur vakið miklar deilur. Hann gengur þvert á vilja þjóðarinnar sem hafnaði sambærilegum niðurskurðarkröfum í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi mánaðar. Þar að auki hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þvertekið fyrir þátttöku í nokkurs konar neyðaraðstoð nema hún feli í sér niðurfellingu á hluta skulda Grikklands. Angela Merkel, auk annarra þjóðhöfðingja ríkja evrusvæðisins, hefur hins vegar neitað öllum slíkum hugmyndum. Mikið hefur mætt á Merkel í vikunni. Á mánudaginn sagðist hún andvíg hjónaböndum samkynja para en þó fylgjandi staðfestri sambúð. Í fyrradag grætti hún svo palestínska flóttastúlku þegar hún sagðist ekki geta komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi. Stúlkan hafði áður glaðbeitt sagst vilja búa áfram í Þýskalandi með fjölskyldu sinni eins og undanfarin fjögur ár og vilja þar fara í háskóla en sagðist ekki getað verið viss um hvað framtíð hennar bæri í skauti sér þar sem áframhaldandi vist fjölskyldunnar í Þýskalandi fengist ekki tryggð. Grikkland Tengdar fréttir Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og aðhaldsaðgerðir sem var skilyrði fyrir viðræðunum. 17. júlí 2015 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Þýska þingið samþykkti í gær að hefja formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikkland. Fyrr í vikunni samþykktu leiðtogar ríkja evrusvæðisins drög að nýjum samningi fyrir Grikki. Tillagan var samþykkt á þýska þinginu með gífurlegum meirihluta. Alls voru 439 þingmenn með, 119 á móti og 40 sátu hjá. Fyrir atkvæðagreiðsluna varaði Þýskalandskanslari, Angela Merkel, þingmenn við glundroða ef þingið stæði ekki á bak við samninginn. Hún sagði samninginn erfiðan fyrir alla sem eiga hlut að máli en að hann væri síðasti séns til að leysa fjármálakreppu Grikklands. Fyrr í gærdag samþykkti austurríska þingið einnig að hefja formlegar viðræður. Samningurinn sem um ræðir gengur út á að veita Grikkjum rúmlega áttatíu milljarða evra lán gegn því að Grikkir skeri niður í ríkisrekstri og hækki skatta. Samningurinn hefur vakið miklar deilur. Hann gengur þvert á vilja þjóðarinnar sem hafnaði sambærilegum niðurskurðarkröfum í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi mánaðar. Þar að auki hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þvertekið fyrir þátttöku í nokkurs konar neyðaraðstoð nema hún feli í sér niðurfellingu á hluta skulda Grikklands. Angela Merkel, auk annarra þjóðhöfðingja ríkja evrusvæðisins, hefur hins vegar neitað öllum slíkum hugmyndum. Mikið hefur mætt á Merkel í vikunni. Á mánudaginn sagðist hún andvíg hjónaböndum samkynja para en þó fylgjandi staðfestri sambúð. Í fyrradag grætti hún svo palestínska flóttastúlku þegar hún sagðist ekki geta komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi. Stúlkan hafði áður glaðbeitt sagst vilja búa áfram í Þýskalandi með fjölskyldu sinni eins og undanfarin fjögur ár og vilja þar fara í háskóla en sagðist ekki getað verið viss um hvað framtíð hennar bæri í skauti sér þar sem áframhaldandi vist fjölskyldunnar í Þýskalandi fengist ekki tryggð.
Grikkland Tengdar fréttir Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og aðhaldsaðgerðir sem var skilyrði fyrir viðræðunum. 17. júlí 2015 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og aðhaldsaðgerðir sem var skilyrði fyrir viðræðunum. 17. júlí 2015 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent