Föstudagsviðtalið: Við getum búið þröngt Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 17. júlí 2015 08:00 Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir tekist á í pólítík enda fólk fylgið sannfæringu sinni. Hún ræðir Framsóknarflokkinn, stjórnarsamstarfið og eiginmanninn sem hún vissi að elskaði sig þegar hann gaf henni Barböru Streisand disk. Þá talar Eygló um búslóðina sem brann í fyrra og hvernig var að alast upp með kornungri, einstæðri móður. Eygló talaði fyrir því í pistli í vikunni að ungt fólk spari til þess að geta keypt sér íbúð með því að leggja einkabílnum og minnka símanotkunina. Hugmyndir hennar eru umdeildar og sumir sagt þær einföldun á flóknu máli. Eygló var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. „Ég held að við séum alltof gjörn á það í umræðu um húsnæðismál að búa til kassa. Svo viljum við að allir passi inn í kassann. Það er enginn einn kassi fyrir alla. Það sem ég tala um í þessum pistli nú í vikunni, það á ekki við um alla. Ég bendi á sjálfa mig sem dæmi um einhvern sem hefur sannarlega ekki farið á þessa leið, og er ennþá í dag í þeirri stöðu að hugsa hvernig ég get farið betur með peningana, hvernig ég get borgað niður skuldir,” heldur hún áfram. „Ég er að benda á það að húsnæðissparnaður skiptir máli. Til þess að geta keypt sér húsnæði þarf maður að eiga fé. Þegar við keyptum okkar fyrsta húsnæði tókum við 90% lán. Við áttum nánast ekkert eigið fé. Það þurfti lítið áfall til þess að við stæðum ekki undir afborgunum. Það var reyndar stórt áfall í mínu tilviki, ég missti vinnuna. Maður hugsaði eftir á, kannski átti ég að bíða lengur, leggja fyrir. Við erum að búa til leið fyrir fólk að leggja til hliðar, en við vitum líka að það er fullt af fólki sem er ekki í stöðu til þess. Svo er fullt af fólki sem vill einfaldlega ekki eiga húsnæði.“ Hvað getum við gert sjálf? „Það sem ég er að benda á er að við þurfum að horfa til þess sem við getum sjálf gert. Ein leiðin er að leggja fyrir. Ef við erum í aðstöðu að geta búið heima, eins og ég veit til dæmis að frænka mín náði að gera með sitt barn meðan hún var í námi, gat hún lagt til hliðar það sem hún var að vinna sér inn með skúringum. Annar náinn ættingi, þegar hún keypti sína íbúð ákvað hún að hjóla í vinnuna til þess að spara og borga niður lánið sitt, hraðar. Ég held að það sé eitt af því sem við eigum að hafa í huga. Þegar við tókum við var okkar fyrsta aðgerð í húsnæðismálum að fara í skuldaleiðréttingu. Höfuðstólsslækkun á þá sem höfðu tekið á sig högg í hruninu. En hinn hluti skuldaleiðréttingarinnar hefur ekki fengið jafn mikla athygli, séreignarsparnaðarleiðin. Þar bjuggum við til fyrirkomulag þar sem fólk getur greitt hraðar niður skuldir en líka sparað til þess að geta keypt sér húsnæði eða ef það ákveður að gera það ekki, vegna þess að það vill ekki eða er ekki í stöðu til þess, að eiga þá pening til framtíðar,” útskýrir Eygló, sem leggur áherslu á að að fólk opið fyrir því að skoða hvaða leiðir eru mögulegar.Eygló, Viktoría og ÓlöfDýrara að leigja en borga af láni „Við erum að huga að tillögu að nýju félagslegu leiguíbúðakerfi. Við erum að gera grundvallarbreytingar á húsnæðisstuðningi við leigjendur með upptöku á húsnæðisbótum, þar sem við erum að auka stuðninginn og útvíkka hann. Jafna við það sem fólk hefur keypt sér húsnæði hefur verið að fá í gegnum vaxtabætur,“ segir Eygló og bendir á að verktakar hafi verið að leita leiða til að breyta íbúðum þannig að þær nýtist betur og um leið lækka fasteignaverð. „Það hefur verið bent á það að það hefur verið dýrara að leigja en að borga afborgun af láni, og það er eitt af því sem við erum að vinna með, að þegar fólk hefur sýnt fram skilvísar greiðslur skulda sinna, verið alltaf skilvísir leigjendur, af hverju ættu lántakendur ekki að hafa möguleika á að horfa til þess, en ekki bara hvað greiðslumat segir til um eða excel skjal sem segir hvað þú eigir að geta tekið að láni,“ segir hún. „Lausnin er að bjóða upp á valkosti. Og við búum til kerfi sem hentar hverju einasta heimili á Íslandi,“ segir Eygló og hefur fulla trú á að henni takist að gjörbreyta húsnæðiskerfinu. Bruninn mikil lífsreynsla Húsnæðisfrumvörp Eyglóar hafa ekki náð að ganga í gegn, þó hún stefni að því að leggja þau fram, endurbætt, í haust. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði yfirlýsingar Eyglóar í tengslum við húsnæðisfrumvörpin undarlegar, þegar hún sagði fjármálaráðuneytið tefja fyrir afgreiðslu þeirra. „Fjármálaráðuneytið taldi okkur hafa dregið frumvörpin tilbaka, sem var síðan leiðrétt. Við höfum, ásamt aðilum vinnumarkaðar, verkalýðsfélögum og sveitarfélögum náð saman um ramma, frumvörpin koma aftur í haust og verða afgreidd fyrir áramót. Við Bjarni erum ekkert alltaf sammála, sem er ekkert skrýtið. Ég er félagsmálaráðherra og vil fá aukna fjármuni í minn málaflokk á meðan verkefni fjármálaráðherra eru að gæta að ríkissjóði. Eðli málsins samkvæmt er hann áhugasamari um að lækka skatta og borga skuldir.” Sjálf þekkir Eygló lífið á leigumarkaði. „Ég hef fengið að upplifa að vera á leigumarkaði. Það má segja að það hafi verið ákveðin upprifjun fyrir okkur þegar kviknaði í í fyrra. Þá þurftum við að leita okkur að húsnæði meðan íbúðin var lagfærð.” Eygló segir brunann hafa verið mikla lífsreynslu. „Ég var á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi og þegar ég kom útaf fundi voru 12 ósvöruð símtöl. Mér var tilkynnt að það hefði kviknað í. Það var í lagi með alla fjölskylduna, en um það bil 70 prósent af búslóðinni skemmdist. Í öllu saman vorum við heppin að ljósmyndir og mest af því sem hefur fyrir manni tilfinningalegt gildi var heilt. Maður var svo fegin að það væri í lagi með manninn og börnin, meira að segja köttinn,” segir Eygló og bætir við að það sé alltaf hægt að fá nýjan IKEA sófa. Hún segir þó hægara sagt en gert finna nýja íbúð á leigumarkaði. “Maður kynntist því hvað markaðurinn er erfiður. Við forum á rúnt, vinir og ættingjar buðu okkur húsnæði. Við leigðum í einhvern tíma í gegnum Kennarasambandið, því maðurinn minn er kennari. Við vorum í sumarbústað bróður míns í viku, en fengum loks íbúð. Við vorum mjög glöð þegar við komumst svo aftur inn í íbúðina okkar. En vegna þessa ástands erum við að leggja áherslu á að fjölga leiguíbúðum, ná niður leigunni, húsnæðiskostnaði. Svo finnst mér gífurleg ósanngirni gagnvart þeim sem eru á leigumarkaði, að húsaleigubætur hafa verið takmarkaðri en það sem við höfum verið að gera fyrir þá sem kaupa.“ Heppin með leigusala „Ég er heppin með leigusala. Ég vil samt að fólk þurfi ekki segja: Ég er heppin að hafa fundið góðan leigusala, heldur höfum við búið til leigumarkað þar sem fólk getur gengið að ákveðnu öryggi. Það sé spurt, viltu vera fjögur eða tíu ár, við undirritun leigusamninga. Það er sjaldgæft í dag. Ég hef líka þá trú að forsenda fyrir öflugum fasteignamarkaði sé góður leigumarkaður, því flestir byrja þar. Aðstæður eru ekki þannig núna að þú getir lagt til hliðar á leigumarkaði.” Eygló leggur áherslu á fjölbreytnina. „Við leigðum einu sinni litla íbúð, um 45 fermetra. Við höfum líka prófað bílskúr. Við getum búið þröngt, en það er gott að hafa auka fermetra. Það var fyndið þegar við fluttum inn íbúðina núna sem er mjög rúm vorum við alltaf að hrúgast inn í sama herbergið, við vorum svo vön að vera saman. Við erum öll ólík. Við verðum að hafa mismunandi lausnir fyrir mismunandi heimili. Það höfum við ekki gert hingað til.“16 ára eignaðist Eygló Eygló er fædd í Reykjavík og ólst upp fyrstu æviárin í Hlíðunum. „Móðir mín var 16 ára þegar hun átti mig og 17 ára þegar hún átti bróður minn. Við vorum heppin að við þrjú gátum búið fyrstu æviárin hjá afa og ömmu í kjallaraíbúð í Hlíðunum. Þannig hafði hún möguleika á því að klára stúdentspróf og svo áfram í kennaranám til þess að geta séð fyrir okkur og sjálfri sér,“ segir Eygló sem á góðar minningar úr æsku. „Fólk hefur sagt við mig að ég og bróðir minn höfum verið afskaplega óþekk, öflugir krakkar,“ segir hún hlæjandi. Eftir flakk um landið flutti fjölskyldan í verkamannablokk í Ferjubakka í Breiðholti. Eygló var í Breiðholtsskóla og hélt því næst í Fjölbrautarskólann í Breiðholti þar sem hún kynntist manninum sínum fyrst. Hún segist hafa vitað að hann elskaði sig þegar hann lét sjá sig inn í geisladiskaverslun að versla fyrir hana Barböru Streisand geisladisk. Sjálfur sé hann hrifnari af þungarokki. Fjölskyldan flutti til Vestmannaeyja í kringum aldamótin en föðurfjölskylda Eyglóar er þaðan. Þar hófust afskipti hennar af stjórnmálum. „Ég var spurð hvort ég hefði áhuga á því að gefa kost á mér til alþingiskosninga. Ég hugsaði mig um, fannst þetta spennandi, talaði við manninn og hann sagði: Endilega.“ EyglóVísir/GVALærði að hlusta á SigmundAf hverju Framsókn? „Það var margt sem höfðaði til mín, áherslan að vinna sé forsenda velferðar. Flokkurinn var í fyrsta sinn með jafnt hlutfall karla og kvenna sem ráðherra og sem leiddu lista. Ég þekkti líka gott fólk þar.“ Eygló kynntist Sigmundi Davíð, stuttu fyrir flokksþing 2009. „Hann hringdi í mig, kynnti sig og talaði um að hann hefði verið hvattur til að gefa kost á sér sem formaður. Það var síðan á flokksþingi sem við Sigmundur og Birkir Jón Jónsson vorum kosin í forystu flokksins og fengum þetta verkefni að hefja endurreisn flokksins.” Eygló segir samstarfið hafa gengið vel, en eru þau persónulegir vinir? „Við erum vinir og tölum saman utan þings. Við gerum það flest innan þingflokksins. En ég viðurkenni að þegar tveir einstaklingar mætast sem hafa mikla sannfæringu getur við stundum tekist á. En það hefur verið mjög gott að vinna með honum.” Eygló segist hafa lært það að hlusta á Sigmund. „Stundum hef ég hugsað, hvert er hann að fara með þetta eiginlega? En hann les mikið, leggst í hlutina og er ekkert að stíga fram með neitt nema hann pæli vel í því. Hann hefur alltof oft haft rétt fyrir sér,” segir Eygló og hlær. Ætlum okkur að gera betur Í ljósi nýgerðra kjarasamninga hafa öryrkjar og eldri borgarar talað um að þeir verði eftir. „Við erum að taka risa skref varðandi hækkun bóta. Tæplega tíu milljarðar koma aukalega inn í almannatryggingar á næsta ári. Við ætlum okkur að gera betur. Það er nauðsynlegt. Ég hef talað skýrt fyrir því.“Verða þetta raunverulegar kjarabætur? „Ég er sannfærð um það. Við erum með öflugan hagvöxt, lágt atvinnuleysi og lága verðbólgu. Þannig að þessi skref eru að skila sér í raunverulegri kaupmáttaraukningu. Þetta er að mjakast og mikilvægt að fólk viti að við ætlum ekki að hætta. Með því að hafa afgang af ríkissjóði, borga niður skuldir okkar – það þýðir að við höfum meiri fjármuni að setja inn í velferðarkerfi.“Leiðist að gera alltaf það samaGæti Eygló hugsað sér að starfa við annað en stjórnmál? „Já. Ég skrifa. Svo finnst mér maturinn sem ég elda ágætur. Ég hef stundum sagt að ég sé of mikill bogmaður. Mér leiðist að vera lengi í sömu verkefnum. Þá að vísu henta stjórnmálin því maður er alltaf í einhverju nýju. Ég sá aldrei fyrir mér að verða þingmaður og datt ekki í hug að ég yrði ráðherra. Og ef einhver myndi segja í dag, þú átt eftir að vera í þessu næstu fimmtíu árin væri ég farin,” segir Eygló, hlæjandi. Hún segist þó gera ráð fyrir að halda út næsta kjörtímabil. „Maður fær líka dóm á það sem maður hefur verið að gera í kosningum. Svo það er eins gott að gera vel.” Föstudagsviðtalið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir tekist á í pólítík enda fólk fylgið sannfæringu sinni. Hún ræðir Framsóknarflokkinn, stjórnarsamstarfið og eiginmanninn sem hún vissi að elskaði sig þegar hann gaf henni Barböru Streisand disk. Þá talar Eygló um búslóðina sem brann í fyrra og hvernig var að alast upp með kornungri, einstæðri móður. Eygló talaði fyrir því í pistli í vikunni að ungt fólk spari til þess að geta keypt sér íbúð með því að leggja einkabílnum og minnka símanotkunina. Hugmyndir hennar eru umdeildar og sumir sagt þær einföldun á flóknu máli. Eygló var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. „Ég held að við séum alltof gjörn á það í umræðu um húsnæðismál að búa til kassa. Svo viljum við að allir passi inn í kassann. Það er enginn einn kassi fyrir alla. Það sem ég tala um í þessum pistli nú í vikunni, það á ekki við um alla. Ég bendi á sjálfa mig sem dæmi um einhvern sem hefur sannarlega ekki farið á þessa leið, og er ennþá í dag í þeirri stöðu að hugsa hvernig ég get farið betur með peningana, hvernig ég get borgað niður skuldir,” heldur hún áfram. „Ég er að benda á það að húsnæðissparnaður skiptir máli. Til þess að geta keypt sér húsnæði þarf maður að eiga fé. Þegar við keyptum okkar fyrsta húsnæði tókum við 90% lán. Við áttum nánast ekkert eigið fé. Það þurfti lítið áfall til þess að við stæðum ekki undir afborgunum. Það var reyndar stórt áfall í mínu tilviki, ég missti vinnuna. Maður hugsaði eftir á, kannski átti ég að bíða lengur, leggja fyrir. Við erum að búa til leið fyrir fólk að leggja til hliðar, en við vitum líka að það er fullt af fólki sem er ekki í stöðu til þess. Svo er fullt af fólki sem vill einfaldlega ekki eiga húsnæði.“ Hvað getum við gert sjálf? „Það sem ég er að benda á er að við þurfum að horfa til þess sem við getum sjálf gert. Ein leiðin er að leggja fyrir. Ef við erum í aðstöðu að geta búið heima, eins og ég veit til dæmis að frænka mín náði að gera með sitt barn meðan hún var í námi, gat hún lagt til hliðar það sem hún var að vinna sér inn með skúringum. Annar náinn ættingi, þegar hún keypti sína íbúð ákvað hún að hjóla í vinnuna til þess að spara og borga niður lánið sitt, hraðar. Ég held að það sé eitt af því sem við eigum að hafa í huga. Þegar við tókum við var okkar fyrsta aðgerð í húsnæðismálum að fara í skuldaleiðréttingu. Höfuðstólsslækkun á þá sem höfðu tekið á sig högg í hruninu. En hinn hluti skuldaleiðréttingarinnar hefur ekki fengið jafn mikla athygli, séreignarsparnaðarleiðin. Þar bjuggum við til fyrirkomulag þar sem fólk getur greitt hraðar niður skuldir en líka sparað til þess að geta keypt sér húsnæði eða ef það ákveður að gera það ekki, vegna þess að það vill ekki eða er ekki í stöðu til þess, að eiga þá pening til framtíðar,” útskýrir Eygló, sem leggur áherslu á að að fólk opið fyrir því að skoða hvaða leiðir eru mögulegar.Eygló, Viktoría og ÓlöfDýrara að leigja en borga af láni „Við erum að huga að tillögu að nýju félagslegu leiguíbúðakerfi. Við erum að gera grundvallarbreytingar á húsnæðisstuðningi við leigjendur með upptöku á húsnæðisbótum, þar sem við erum að auka stuðninginn og útvíkka hann. Jafna við það sem fólk hefur keypt sér húsnæði hefur verið að fá í gegnum vaxtabætur,“ segir Eygló og bendir á að verktakar hafi verið að leita leiða til að breyta íbúðum þannig að þær nýtist betur og um leið lækka fasteignaverð. „Það hefur verið bent á það að það hefur verið dýrara að leigja en að borga afborgun af láni, og það er eitt af því sem við erum að vinna með, að þegar fólk hefur sýnt fram skilvísar greiðslur skulda sinna, verið alltaf skilvísir leigjendur, af hverju ættu lántakendur ekki að hafa möguleika á að horfa til þess, en ekki bara hvað greiðslumat segir til um eða excel skjal sem segir hvað þú eigir að geta tekið að láni,“ segir hún. „Lausnin er að bjóða upp á valkosti. Og við búum til kerfi sem hentar hverju einasta heimili á Íslandi,“ segir Eygló og hefur fulla trú á að henni takist að gjörbreyta húsnæðiskerfinu. Bruninn mikil lífsreynsla Húsnæðisfrumvörp Eyglóar hafa ekki náð að ganga í gegn, þó hún stefni að því að leggja þau fram, endurbætt, í haust. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði yfirlýsingar Eyglóar í tengslum við húsnæðisfrumvörpin undarlegar, þegar hún sagði fjármálaráðuneytið tefja fyrir afgreiðslu þeirra. „Fjármálaráðuneytið taldi okkur hafa dregið frumvörpin tilbaka, sem var síðan leiðrétt. Við höfum, ásamt aðilum vinnumarkaðar, verkalýðsfélögum og sveitarfélögum náð saman um ramma, frumvörpin koma aftur í haust og verða afgreidd fyrir áramót. Við Bjarni erum ekkert alltaf sammála, sem er ekkert skrýtið. Ég er félagsmálaráðherra og vil fá aukna fjármuni í minn málaflokk á meðan verkefni fjármálaráðherra eru að gæta að ríkissjóði. Eðli málsins samkvæmt er hann áhugasamari um að lækka skatta og borga skuldir.” Sjálf þekkir Eygló lífið á leigumarkaði. „Ég hef fengið að upplifa að vera á leigumarkaði. Það má segja að það hafi verið ákveðin upprifjun fyrir okkur þegar kviknaði í í fyrra. Þá þurftum við að leita okkur að húsnæði meðan íbúðin var lagfærð.” Eygló segir brunann hafa verið mikla lífsreynslu. „Ég var á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi og þegar ég kom útaf fundi voru 12 ósvöruð símtöl. Mér var tilkynnt að það hefði kviknað í. Það var í lagi með alla fjölskylduna, en um það bil 70 prósent af búslóðinni skemmdist. Í öllu saman vorum við heppin að ljósmyndir og mest af því sem hefur fyrir manni tilfinningalegt gildi var heilt. Maður var svo fegin að það væri í lagi með manninn og börnin, meira að segja köttinn,” segir Eygló og bætir við að það sé alltaf hægt að fá nýjan IKEA sófa. Hún segir þó hægara sagt en gert finna nýja íbúð á leigumarkaði. “Maður kynntist því hvað markaðurinn er erfiður. Við forum á rúnt, vinir og ættingjar buðu okkur húsnæði. Við leigðum í einhvern tíma í gegnum Kennarasambandið, því maðurinn minn er kennari. Við vorum í sumarbústað bróður míns í viku, en fengum loks íbúð. Við vorum mjög glöð þegar við komumst svo aftur inn í íbúðina okkar. En vegna þessa ástands erum við að leggja áherslu á að fjölga leiguíbúðum, ná niður leigunni, húsnæðiskostnaði. Svo finnst mér gífurleg ósanngirni gagnvart þeim sem eru á leigumarkaði, að húsaleigubætur hafa verið takmarkaðri en það sem við höfum verið að gera fyrir þá sem kaupa.“ Heppin með leigusala „Ég er heppin með leigusala. Ég vil samt að fólk þurfi ekki segja: Ég er heppin að hafa fundið góðan leigusala, heldur höfum við búið til leigumarkað þar sem fólk getur gengið að ákveðnu öryggi. Það sé spurt, viltu vera fjögur eða tíu ár, við undirritun leigusamninga. Það er sjaldgæft í dag. Ég hef líka þá trú að forsenda fyrir öflugum fasteignamarkaði sé góður leigumarkaður, því flestir byrja þar. Aðstæður eru ekki þannig núna að þú getir lagt til hliðar á leigumarkaði.” Eygló leggur áherslu á fjölbreytnina. „Við leigðum einu sinni litla íbúð, um 45 fermetra. Við höfum líka prófað bílskúr. Við getum búið þröngt, en það er gott að hafa auka fermetra. Það var fyndið þegar við fluttum inn íbúðina núna sem er mjög rúm vorum við alltaf að hrúgast inn í sama herbergið, við vorum svo vön að vera saman. Við erum öll ólík. Við verðum að hafa mismunandi lausnir fyrir mismunandi heimili. Það höfum við ekki gert hingað til.“16 ára eignaðist Eygló Eygló er fædd í Reykjavík og ólst upp fyrstu æviárin í Hlíðunum. „Móðir mín var 16 ára þegar hun átti mig og 17 ára þegar hún átti bróður minn. Við vorum heppin að við þrjú gátum búið fyrstu æviárin hjá afa og ömmu í kjallaraíbúð í Hlíðunum. Þannig hafði hún möguleika á því að klára stúdentspróf og svo áfram í kennaranám til þess að geta séð fyrir okkur og sjálfri sér,“ segir Eygló sem á góðar minningar úr æsku. „Fólk hefur sagt við mig að ég og bróðir minn höfum verið afskaplega óþekk, öflugir krakkar,“ segir hún hlæjandi. Eftir flakk um landið flutti fjölskyldan í verkamannablokk í Ferjubakka í Breiðholti. Eygló var í Breiðholtsskóla og hélt því næst í Fjölbrautarskólann í Breiðholti þar sem hún kynntist manninum sínum fyrst. Hún segist hafa vitað að hann elskaði sig þegar hann lét sjá sig inn í geisladiskaverslun að versla fyrir hana Barböru Streisand geisladisk. Sjálfur sé hann hrifnari af þungarokki. Fjölskyldan flutti til Vestmannaeyja í kringum aldamótin en föðurfjölskylda Eyglóar er þaðan. Þar hófust afskipti hennar af stjórnmálum. „Ég var spurð hvort ég hefði áhuga á því að gefa kost á mér til alþingiskosninga. Ég hugsaði mig um, fannst þetta spennandi, talaði við manninn og hann sagði: Endilega.“ EyglóVísir/GVALærði að hlusta á SigmundAf hverju Framsókn? „Það var margt sem höfðaði til mín, áherslan að vinna sé forsenda velferðar. Flokkurinn var í fyrsta sinn með jafnt hlutfall karla og kvenna sem ráðherra og sem leiddu lista. Ég þekkti líka gott fólk þar.“ Eygló kynntist Sigmundi Davíð, stuttu fyrir flokksþing 2009. „Hann hringdi í mig, kynnti sig og talaði um að hann hefði verið hvattur til að gefa kost á sér sem formaður. Það var síðan á flokksþingi sem við Sigmundur og Birkir Jón Jónsson vorum kosin í forystu flokksins og fengum þetta verkefni að hefja endurreisn flokksins.” Eygló segir samstarfið hafa gengið vel, en eru þau persónulegir vinir? „Við erum vinir og tölum saman utan þings. Við gerum það flest innan þingflokksins. En ég viðurkenni að þegar tveir einstaklingar mætast sem hafa mikla sannfæringu getur við stundum tekist á. En það hefur verið mjög gott að vinna með honum.” Eygló segist hafa lært það að hlusta á Sigmund. „Stundum hef ég hugsað, hvert er hann að fara með þetta eiginlega? En hann les mikið, leggst í hlutina og er ekkert að stíga fram með neitt nema hann pæli vel í því. Hann hefur alltof oft haft rétt fyrir sér,” segir Eygló og hlær. Ætlum okkur að gera betur Í ljósi nýgerðra kjarasamninga hafa öryrkjar og eldri borgarar talað um að þeir verði eftir. „Við erum að taka risa skref varðandi hækkun bóta. Tæplega tíu milljarðar koma aukalega inn í almannatryggingar á næsta ári. Við ætlum okkur að gera betur. Það er nauðsynlegt. Ég hef talað skýrt fyrir því.“Verða þetta raunverulegar kjarabætur? „Ég er sannfærð um það. Við erum með öflugan hagvöxt, lágt atvinnuleysi og lága verðbólgu. Þannig að þessi skref eru að skila sér í raunverulegri kaupmáttaraukningu. Þetta er að mjakast og mikilvægt að fólk viti að við ætlum ekki að hætta. Með því að hafa afgang af ríkissjóði, borga niður skuldir okkar – það þýðir að við höfum meiri fjármuni að setja inn í velferðarkerfi.“Leiðist að gera alltaf það samaGæti Eygló hugsað sér að starfa við annað en stjórnmál? „Já. Ég skrifa. Svo finnst mér maturinn sem ég elda ágætur. Ég hef stundum sagt að ég sé of mikill bogmaður. Mér leiðist að vera lengi í sömu verkefnum. Þá að vísu henta stjórnmálin því maður er alltaf í einhverju nýju. Ég sá aldrei fyrir mér að verða þingmaður og datt ekki í hug að ég yrði ráðherra. Og ef einhver myndi segja í dag, þú átt eftir að vera í þessu næstu fimmtíu árin væri ég farin,” segir Eygló, hlæjandi. Hún segist þó gera ráð fyrir að halda út næsta kjörtímabil. „Maður fær líka dóm á það sem maður hefur verið að gera í kosningum. Svo það er eins gott að gera vel.”
Föstudagsviðtalið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira