Leiðari Fréttablaðsins og hvatning Hjörleifs Ögmundur Jónasson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar prýðilegan leiðara í Fréttablaðið miðvikudaginn 8. júlí um virkjanir og orkumál undir heitinu „Að byrja verkið á öfugum enda“. Þar er réttilega á það bent að ítrekað heyrum við að búið sé að skrifa undir samninga um uppbyggingu stóriðju án þess að orka hafi verði tryggð til framleiðslunnar og þegar gagnrýnisraddir hljómi um að ekki sé rétt staðið að málum sé viðkvæðið oftar en ekki að búið sé að eyða svo miklum fjármunum í undirbúning að það sé spurning um þjóðarhag að halda verkinu áfram og útvega orkuna.Síðan kemur annað hljóð í strokkinn Orðrétt segir Kolbeinn: „Það má velta því fyrir sér hvort stjórnendur sem eyða miklum fjármunum í verkefni upp á þá von og óvon að orka fáist í þau séu sérstaklega góðir stjórnendur. Ef í ljós kemur síðan að orkan liggur ekki á lausu eru fjármunirnir fyrir bí og það getur varla talist góð stjórnun, eða hvað? En kannski er það einmitt góð stjórnun. Kannski er þetta hluti af því sem á ensku kallast að vera passive agressive. Farið er af stað með undirbúning verkefna undir því yfirskyni að ekkert sé nú ákveðið. Varla er fólk á móti því að hlutirnir séu skoðaðir? En síðan kemur að því að það næst saman um uppbyggingu og þá kemur annað hljóð í strokkinn. Öllum þessum fjármunum hefur verið eytt í undirbúning verkefnisins og þess vegna er engin hæfa að vera á móti því að virkjað sé til að standa undir herlegheitunum. Ætlar fólk að vera á móti framförum?“ Í lok leiðarans bendir höfundur réttilega á að virkjanir séu mál okkar allra og að ákvarðanir um þær eigi ekki að vera „afgangsstærð í samningum sveitarstjórnarmanna, sem vilja iðnað í umdæmi sín, og forsvarsmanna iðnfyrirtækjanna, sem leita að hentugu plássi fyrir verksmiðjur sínar.“Hvað er til ráða? Að sjálfsögðu er það helst til ráða að hefja verkið á réttum enda. Sá sem ötullegast hefur barist fyrir slíkum vinnubrögðum undanfarna áratugi er án efa Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Hann flutti fjölmargar tillögur um breytt vinnubrögð á þessu sviði sem skiluðu okkur að lokum þeim árangri að Rammaáætlun leit dagsins ljós. En Rammaáætlun samkvæmt hugmyndum Hjörleifs átti að vera hluti af stærri mynd. Þar var grundvallaratriði að byrja á réttum enda, hve mikið og til hvers.Ekki kjörbúð! Í greinargerð sem Hjörleifur sendi frá sér fyrir nokkrum misserum segir m.a.: „Gera verður þá kröfu til stjórnvalda að þau áætli það heildarmagn framleiddrar orku sem þau telji nauðsynlegt að afla út frá þjóðhagslegri nauðsyn og með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga (loftslagsmál) í fyrirsjáanlegri framtíð og að Rammaáætlun taki mið af því. Þannig væri hægt að gera sér grein fyrir heildaráhrifum slíkrar áætlunar. Enga viðleitni í þessa átt er að finna í Rammaáætlun … Á meðan ekkert liggur fyrir í því efni birtist okkur Rammaáætlun sem eins konar „kjörbúð“ sem hver og einn geti leitað inn í og heimtað sitt í tímans rás. Slíkt fyrirkomulag er ógnun við verndarþáttinn. Sérstaklega blasir þetta við þegar um er að ræða raforkusölu til orkufreks iðnaðar. Því ætti að stöðva frekari orkusölu í þessu skyni að mestu eða öllu leyti á meðan dæmið er gert upp, nema þegar um er að ræða framleiðslu á vistvænum orkugjöfum í stað jarðefnaeldsneytis til nota í samgöngum og fiskiskipum.“Rímar við heilbrigða skynsemi Mér sýnast leiðari Fréttablaðsins og þessi orð náttúrufræðingsins ríma vel saman og það sem meira er hljóma í þeim anda sem við flest myndum leyfa okkur að kalla heilbrigða skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Að byrja verkið á öfugum enda Skömmu eftir fall Sovétríkjanna fór prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands í heimsókn til ónefnds fyrrverandi Sovétlýðveldis. 8. júlí 2015 11:16 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar prýðilegan leiðara í Fréttablaðið miðvikudaginn 8. júlí um virkjanir og orkumál undir heitinu „Að byrja verkið á öfugum enda“. Þar er réttilega á það bent að ítrekað heyrum við að búið sé að skrifa undir samninga um uppbyggingu stóriðju án þess að orka hafi verði tryggð til framleiðslunnar og þegar gagnrýnisraddir hljómi um að ekki sé rétt staðið að málum sé viðkvæðið oftar en ekki að búið sé að eyða svo miklum fjármunum í undirbúning að það sé spurning um þjóðarhag að halda verkinu áfram og útvega orkuna.Síðan kemur annað hljóð í strokkinn Orðrétt segir Kolbeinn: „Það má velta því fyrir sér hvort stjórnendur sem eyða miklum fjármunum í verkefni upp á þá von og óvon að orka fáist í þau séu sérstaklega góðir stjórnendur. Ef í ljós kemur síðan að orkan liggur ekki á lausu eru fjármunirnir fyrir bí og það getur varla talist góð stjórnun, eða hvað? En kannski er það einmitt góð stjórnun. Kannski er þetta hluti af því sem á ensku kallast að vera passive agressive. Farið er af stað með undirbúning verkefna undir því yfirskyni að ekkert sé nú ákveðið. Varla er fólk á móti því að hlutirnir séu skoðaðir? En síðan kemur að því að það næst saman um uppbyggingu og þá kemur annað hljóð í strokkinn. Öllum þessum fjármunum hefur verið eytt í undirbúning verkefnisins og þess vegna er engin hæfa að vera á móti því að virkjað sé til að standa undir herlegheitunum. Ætlar fólk að vera á móti framförum?“ Í lok leiðarans bendir höfundur réttilega á að virkjanir séu mál okkar allra og að ákvarðanir um þær eigi ekki að vera „afgangsstærð í samningum sveitarstjórnarmanna, sem vilja iðnað í umdæmi sín, og forsvarsmanna iðnfyrirtækjanna, sem leita að hentugu plássi fyrir verksmiðjur sínar.“Hvað er til ráða? Að sjálfsögðu er það helst til ráða að hefja verkið á réttum enda. Sá sem ötullegast hefur barist fyrir slíkum vinnubrögðum undanfarna áratugi er án efa Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Hann flutti fjölmargar tillögur um breytt vinnubrögð á þessu sviði sem skiluðu okkur að lokum þeim árangri að Rammaáætlun leit dagsins ljós. En Rammaáætlun samkvæmt hugmyndum Hjörleifs átti að vera hluti af stærri mynd. Þar var grundvallaratriði að byrja á réttum enda, hve mikið og til hvers.Ekki kjörbúð! Í greinargerð sem Hjörleifur sendi frá sér fyrir nokkrum misserum segir m.a.: „Gera verður þá kröfu til stjórnvalda að þau áætli það heildarmagn framleiddrar orku sem þau telji nauðsynlegt að afla út frá þjóðhagslegri nauðsyn og með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga (loftslagsmál) í fyrirsjáanlegri framtíð og að Rammaáætlun taki mið af því. Þannig væri hægt að gera sér grein fyrir heildaráhrifum slíkrar áætlunar. Enga viðleitni í þessa átt er að finna í Rammaáætlun … Á meðan ekkert liggur fyrir í því efni birtist okkur Rammaáætlun sem eins konar „kjörbúð“ sem hver og einn geti leitað inn í og heimtað sitt í tímans rás. Slíkt fyrirkomulag er ógnun við verndarþáttinn. Sérstaklega blasir þetta við þegar um er að ræða raforkusölu til orkufreks iðnaðar. Því ætti að stöðva frekari orkusölu í þessu skyni að mestu eða öllu leyti á meðan dæmið er gert upp, nema þegar um er að ræða framleiðslu á vistvænum orkugjöfum í stað jarðefnaeldsneytis til nota í samgöngum og fiskiskipum.“Rímar við heilbrigða skynsemi Mér sýnast leiðari Fréttablaðsins og þessi orð náttúrufræðingsins ríma vel saman og það sem meira er hljóma í þeim anda sem við flest myndum leyfa okkur að kalla heilbrigða skynsemi.
Að byrja verkið á öfugum enda Skömmu eftir fall Sovétríkjanna fór prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands í heimsókn til ónefnds fyrrverandi Sovétlýðveldis. 8. júlí 2015 11:16
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar