Þitt framlag til loftslagsmála Dóra Magnúsdóttir skrifar 9. júlí 2015 00:00 Áhrif loftslagsbreytinga munu líklega verða „harkaleg, útbreidd og óafturkræf“ segir í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem kom út í fyrra. Flestum er ljóst að afleiðingarnar verða alvarlegar ef ekki verður spornað við losun gróðurhúsalofttegunda með afgerandi hætti. Evrópusambandið er öflugur talsmaður alþjóðlegs samstarfs á sviði umhverfismála. Þau 195 ríki sem eiga aðild að rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar samþykktu aðgerðir í baráttunni við loftslagsbreytingar sem ESB lagði fram árið 2011. Einnig er ESB aðili að fjölda alþjóðlegra samninga um umhverfismál sem fela í sér skuldbindingar til að aðstoða þróunarríki við framkvæmd þessara samninga. Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa samþykkt markmið fyrir árið 2020, svokölluð 20-20-20 markmiðin sem fela í sér að draga skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda innan ESB svo losunin verði a.m.k. 20% minni en árið 1990, að hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa verði aukið í 20% af heildarorkunotkun ESB og að dregið verði úr notkun frumorku um 20% miðað við spár með aukinni orkunýtni. Þetta er allt saman gott og blessað en sá galli er á umræðunni að þegar fjallað er um loftslagsbreytingar eru það gjarna sérfræðingar sem tala við aðra sérfræðinga á ráðstefnum. Stjórnvöld og náttúruverndarsamtök leggja umræðunni lið, móta stefnu og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en almenningur stendur oft utan umræðunnar og telur sig lítið geta lagt af mörkum. Vissulega er mikilvægast að stjórnvöld móti stefnu og setji fyrirtækjum skorður varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en vandinn snertir alla og því er mikilvægt að almenningur átti sig á vandanum og því smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum. Evrópustofa, Náttúruverndarsamtök Íslands, Umhverfisstofnun, Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna standa saman að ljósmyndaleik í sumar með það að markmiði að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsbreytingar og sjálfbærari umgengni við náttúruna. Fólk er hvatt til að taka mynd af einhverju sem minnir það á loftlagsbreytingar og merkja myndina #mittframlag á Instagram, Twitter eða deila henni á Facebook-síðu eða vefsíðu verkefnisins, mittframlag.is. Myndirnar í verkefninu má skoða á vefsíðunni mittframlag.is en þar safnast þær saman af samfélagsmiðlum. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir flottustu myndirnar en ríkulegustu verðlaunin eru þau að taka þátt í verkefni sem hefur það að markmiði að efla árvekni almennings um allt það smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum, því margt lítið gerir eitt stórt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga munu líklega verða „harkaleg, útbreidd og óafturkræf“ segir í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem kom út í fyrra. Flestum er ljóst að afleiðingarnar verða alvarlegar ef ekki verður spornað við losun gróðurhúsalofttegunda með afgerandi hætti. Evrópusambandið er öflugur talsmaður alþjóðlegs samstarfs á sviði umhverfismála. Þau 195 ríki sem eiga aðild að rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar samþykktu aðgerðir í baráttunni við loftslagsbreytingar sem ESB lagði fram árið 2011. Einnig er ESB aðili að fjölda alþjóðlegra samninga um umhverfismál sem fela í sér skuldbindingar til að aðstoða þróunarríki við framkvæmd þessara samninga. Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa samþykkt markmið fyrir árið 2020, svokölluð 20-20-20 markmiðin sem fela í sér að draga skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda innan ESB svo losunin verði a.m.k. 20% minni en árið 1990, að hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa verði aukið í 20% af heildarorkunotkun ESB og að dregið verði úr notkun frumorku um 20% miðað við spár með aukinni orkunýtni. Þetta er allt saman gott og blessað en sá galli er á umræðunni að þegar fjallað er um loftslagsbreytingar eru það gjarna sérfræðingar sem tala við aðra sérfræðinga á ráðstefnum. Stjórnvöld og náttúruverndarsamtök leggja umræðunni lið, móta stefnu og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en almenningur stendur oft utan umræðunnar og telur sig lítið geta lagt af mörkum. Vissulega er mikilvægast að stjórnvöld móti stefnu og setji fyrirtækjum skorður varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en vandinn snertir alla og því er mikilvægt að almenningur átti sig á vandanum og því smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum. Evrópustofa, Náttúruverndarsamtök Íslands, Umhverfisstofnun, Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna standa saman að ljósmyndaleik í sumar með það að markmiði að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsbreytingar og sjálfbærari umgengni við náttúruna. Fólk er hvatt til að taka mynd af einhverju sem minnir það á loftlagsbreytingar og merkja myndina #mittframlag á Instagram, Twitter eða deila henni á Facebook-síðu eða vefsíðu verkefnisins, mittframlag.is. Myndirnar í verkefninu má skoða á vefsíðunni mittframlag.is en þar safnast þær saman af samfélagsmiðlum. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir flottustu myndirnar en ríkulegustu verðlaunin eru þau að taka þátt í verkefni sem hefur það að markmiði að efla árvekni almennings um allt það smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum, því margt lítið gerir eitt stórt.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun