Netleysi er refsing Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2015 00:00 Tilgangur fangelsa er að þar séu fullnustaðir refsidómar dæmdra manna. Afplánun þeirra má nálgast út frá tveimur pólum, refsistefnu og betrunarstefnu. Í frumvarpi með lögum um fullnustu refsinga kemur fram að það sé meginmarkmið með fangelsun að hún fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt og tilætluð sérstök og almenn varnaðaráhrif hennar séu virt. Þjóðhagslega sé hagkvæmt að draga úr líkum á endurkomu dæmdra manna í fangelsi vegna nýrra brota og því mikilvægt að þeim sé tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, mannleg og virðingarverð samskipti séu höfð í fyrirrúmi og fyrir hendi séu aðstæður og umhverfi sem hvetur fanga til að takast á við vandamál sín áður en snúið er aftur út í samfélagið. Í Fréttablaðinu í gær lýstu bæði fangelsismálastjóri og forstöðumaður Litla-Hrauns því yfir að vilji þeirra stæði til þess að fangar geti haft aðgang að internetinu. Samkvæmt lögum er það bannað til þess að koma í veg fyrir refsiverðan verknað, meðal annars að fangar geti fengið eða sent ólöglegt efni sem hægt sé að nálgast á netinu eða skipulagt ólöglega starfsemi. „Hafa ber í huga að fangavistin, og sú einangrun sem af henni leiðir, væri næsta gagnslaus ef fangi hefði ótakmarkaðan aðgang að netinu,“ segir í greinargerð laganna. Þrátt fyrir að internetið hafi vissulega haft gífurleg áhrif á líf okkar allra þá verður þetta að teljast alveg ótrúleg fullyrðing löggjafans. Í því samhengi verður að benda á að fangar hafa alla jafna leyfi til símhringinga að vild úr fangelsinu eftir ákveðnum reglum og eftirliti. Þess ber að geta að fangar eiga að jafnaði kost á að fylgjast með gangi þjóðmála með í gegnum dagblöð, útvarp og sjónvarp. Það er rökstutt með þeim hætti að tilgangurinn sé að fangarnir einangrist ekki í fangavistinni og eigi auðveldara með að aðlagast samfélaginu á ný að afplánun lokinni. Ákvæðið hefur staðið óendurskoðað frá árinu 2005 og ljóst að frá þeim tíma hefur tækninni og samskiptamáta fleygt fram með tilkomu samskiptamiðla hvers konar, auk þess sem þjóðmála- og fréttaumfjöllun fer að miklu leyti fram á internetinu. Internetið, sem er svo stór hluti daglegs lífs hjá meirihluta þjóðarinnar, stendur flestum föngum aðeins til boða við nám. Því hefur smygl á nettengibúnaði inn í fangelsi aukist og fer mikil vinna í að koma í veg fyrir óheimila notkun. Töluverður hluti agaviðurlaga er vegna þessa. „Með tímanum fara samskipti í sífellt meiri mæli í gegnum netið sem leiðir til þess að fangar verða enn einangraðri frá samfélaginu,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri, sem vill að fangar geti haft samband við fjölskyldu og vini í gegnum netið og þannig sé dregið úr afleiðingum frelsissviptingar. Hann setur augljósa og eðlilega fyrirvara við þessa tillögu sína um takmarkanir vegna agaviðurlaga og slíkt. Refsitilgang fangelsisvistar má rekja aftur í aldir og grundvallast á því að samfélagið verði að refsa þeim sem brýtur af sér. Hefndin er stór þáttur sem og fælingarmáttur. Refsistefnan hefur átt undir högg að sækja enda endurkomutíðni í fangelsi oft og tíðum há og ljóst að fangelsisvist ein og sér skilar sér ekki í fækkandi afbrotum. Betrunarstefna gengur hins vegar út á að hinn brotlegi bæti sig, samfélaginu og ekki síður sjálfum sér til góða. Snúi fanginn við blaðinu sé hann ólíklegri til að fremja aftur afbrot. Íslensk refsistefna virðist eiga að byggjast á samblandi af stefnum, þrátt fyrir að illu heilli verði hin fyrri of oft ofan á. Það að meina föngum að fylgjast með og vera í samskiptum við sína nánustu og fylgjast með þjóðmálaumræðu mun ekki bæta neinn. Það er refsing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Tilgangur fangelsa er að þar séu fullnustaðir refsidómar dæmdra manna. Afplánun þeirra má nálgast út frá tveimur pólum, refsistefnu og betrunarstefnu. Í frumvarpi með lögum um fullnustu refsinga kemur fram að það sé meginmarkmið með fangelsun að hún fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt og tilætluð sérstök og almenn varnaðaráhrif hennar séu virt. Þjóðhagslega sé hagkvæmt að draga úr líkum á endurkomu dæmdra manna í fangelsi vegna nýrra brota og því mikilvægt að þeim sé tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, mannleg og virðingarverð samskipti séu höfð í fyrirrúmi og fyrir hendi séu aðstæður og umhverfi sem hvetur fanga til að takast á við vandamál sín áður en snúið er aftur út í samfélagið. Í Fréttablaðinu í gær lýstu bæði fangelsismálastjóri og forstöðumaður Litla-Hrauns því yfir að vilji þeirra stæði til þess að fangar geti haft aðgang að internetinu. Samkvæmt lögum er það bannað til þess að koma í veg fyrir refsiverðan verknað, meðal annars að fangar geti fengið eða sent ólöglegt efni sem hægt sé að nálgast á netinu eða skipulagt ólöglega starfsemi. „Hafa ber í huga að fangavistin, og sú einangrun sem af henni leiðir, væri næsta gagnslaus ef fangi hefði ótakmarkaðan aðgang að netinu,“ segir í greinargerð laganna. Þrátt fyrir að internetið hafi vissulega haft gífurleg áhrif á líf okkar allra þá verður þetta að teljast alveg ótrúleg fullyrðing löggjafans. Í því samhengi verður að benda á að fangar hafa alla jafna leyfi til símhringinga að vild úr fangelsinu eftir ákveðnum reglum og eftirliti. Þess ber að geta að fangar eiga að jafnaði kost á að fylgjast með gangi þjóðmála með í gegnum dagblöð, útvarp og sjónvarp. Það er rökstutt með þeim hætti að tilgangurinn sé að fangarnir einangrist ekki í fangavistinni og eigi auðveldara með að aðlagast samfélaginu á ný að afplánun lokinni. Ákvæðið hefur staðið óendurskoðað frá árinu 2005 og ljóst að frá þeim tíma hefur tækninni og samskiptamáta fleygt fram með tilkomu samskiptamiðla hvers konar, auk þess sem þjóðmála- og fréttaumfjöllun fer að miklu leyti fram á internetinu. Internetið, sem er svo stór hluti daglegs lífs hjá meirihluta þjóðarinnar, stendur flestum föngum aðeins til boða við nám. Því hefur smygl á nettengibúnaði inn í fangelsi aukist og fer mikil vinna í að koma í veg fyrir óheimila notkun. Töluverður hluti agaviðurlaga er vegna þessa. „Með tímanum fara samskipti í sífellt meiri mæli í gegnum netið sem leiðir til þess að fangar verða enn einangraðri frá samfélaginu,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri, sem vill að fangar geti haft samband við fjölskyldu og vini í gegnum netið og þannig sé dregið úr afleiðingum frelsissviptingar. Hann setur augljósa og eðlilega fyrirvara við þessa tillögu sína um takmarkanir vegna agaviðurlaga og slíkt. Refsitilgang fangelsisvistar má rekja aftur í aldir og grundvallast á því að samfélagið verði að refsa þeim sem brýtur af sér. Hefndin er stór þáttur sem og fælingarmáttur. Refsistefnan hefur átt undir högg að sækja enda endurkomutíðni í fangelsi oft og tíðum há og ljóst að fangelsisvist ein og sér skilar sér ekki í fækkandi afbrotum. Betrunarstefna gengur hins vegar út á að hinn brotlegi bæti sig, samfélaginu og ekki síður sjálfum sér til góða. Snúi fanginn við blaðinu sé hann ólíklegri til að fremja aftur afbrot. Íslensk refsistefna virðist eiga að byggjast á samblandi af stefnum, þrátt fyrir að illu heilli verði hin fyrri of oft ofan á. Það að meina föngum að fylgjast með og vera í samskiptum við sína nánustu og fylgjast með þjóðmálaumræðu mun ekki bæta neinn. Það er refsing.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun