Orkufrekjur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. júlí 2015 00:00 Forsætisráðherra stóð í vikunni fyrir opinberum viðburði sem fór fram í kyrrþey. Þetta var undirritun viljayfirlýsingar með kínverskum fjárfestum um nýtt álver að Hafursstöðum í Skagafirði. Um er að ræða 120 þúsund tonna álver með möguleika á stækkun upp í allt að 220 þúsund tonn.Til heimabrúks Eflaust ríkir gagnkvæmur skilningur um það milli Íslendinganna og Kínverjanna að sem fyrst verði ráðist í þá stækkun – það er forsenda þess að fjárfestingin borgi sig. Þetta er svokallaður – eða öllu heldur sannkallaður – orkufrekur iðnaður. Þegar aðstandendum er bent á að ekki sé til orka handa þessari fyrirhuguðu starfsemi muldra þeir yfirleitt eitthvað um Blönduvirkjun og minna á óljós og öllum gleymd loforð á sínum tíma um að orkan þaðan yrði notuð til svokallaðrar uppbyggingar í heimabyggð, rétt eins og vatnið sem rennur um landið okkar eigi sér eitthvert sérstakt heimili umfram annað. Maður man eftir því hér í gamla daga, þegar stóð til að sökkva Laxárdal undir vatn og eyðileggja eina helstu laxveiðiá landsins, var stundum reynt að minna Akureyringa á mikilvægi framkvæmdarinnar með tali um „hundinn að sunnan“. Í þessum orðum lá að hálfgerð minnkun væri að því að fá rafmagn af Suðurlandi. Þegar þingeyskir bændur komu í veg fyrir áformuð hervirki var ráðist í jarðvarmavirkjunina að Kröflu, án þess að fyrir lægju nauðsynlegar rannsóknir eða undirbúningsvinna, að íslenskum hætti. Mörg munum við eftir Jóni Sólnes í sjónvarpinu að segja með þunga að Krafla skyldi víst rísa, eins og það væri á einhvern hátt undir honum komið og viljastyrk hans – eða kannski öllu heldur orkufrekju. Sem sé: Jú, við ætlum að leysa til okkar orkuna sem þið þarna afætur fyrir sunnan hafið verið að fá frá okkur úr Blöndu. Þá gleymist raunar að geta þess að talað hefur verið um að þegar álverið sé fullbyggt muni það þurfa orku sem samsvarar þremur Blönduvirkjunum.Ungur 19. aldarmaður Snorri Baldursson, sá mæti verðlaunahöfundur og þjóðgarðsvörður, fer svolítið ofan í saumana á þessu máli í grein í blaðinu hér á dögunum. Hann bendir á að orkuþörf fyrsta áfanga sé sögð vera 206 MW og verði þá 412 MW þegar seinni áfangi þessarar virkjunar rísi. Svo fer hann að skima kringum sig eftir orku: hvað sem líður gömlum loforðum er óraunhæft að gera þar ráð fyrir orku úr Blönduvirkjun (og hvað þá þremur) því sú orka er að mestu fullnýtt. Um 30 MW koma úr Blönduveitu sem er í nýtingarflokki rammaáætlunar en 100 MW gætu komið úr Blöndulundi svonefndum, en það er vindmyllugarður sem menn eru að gæla við að búa til. Snorri bendir á að augljóslega þurfi að virkja jökulsárnar í Skagafirði við Skatastaði, en sú virkjun er í biðflokki rammaáætlunar, í tveimur útfærslum sem báðar gera ráð fyrir stóru uppistöðulóni á hálendinu fyrir norðan Hofsjökul. Til þess eru væntanlega refirnir skornir með hinum hátíðlegu undirskriftum: að skapa þrýsting og óhjákvæmileika þess að ráðast í slíkar virkjanir. Hér er því enn tekist á um hálendið okkar. Þó að Kaupfélagsstjórinn yfir Íslandi, Þórólfur Gíslason á Sauðárkróki, gjöri heyrinkunnugt að nú eigi að reisa álver í hans heimabyggð, þá er ekki þar með sagt að málið sé þar með útrætt, jafnvel þó að Kaupfélag Skagfirðinga hafi keypt þá virkjanakosti sem eru í Skagafirði – Skatastaðavirkjun og Villinganesvirkjun. Þetta kemur okkur öllum við. Ekki er langt síðan fjármálaráðherra lét hafa eftir sér að vatnsföllin renni til sjávar án þess að skila neinum arði til samfélagsins. Þetta er ungur og skynugur maður en hann talar eins og hann komi hingað frá 19. öld þegar menn voru að uppgötva orku fallvatna en höfðu ekki áttað sig enn á þeim alvarlegu umhverfisspjöllum sem virkjanir og uppistöðulón valda – og Héraðsbúar þekkja nú eftir að vatnafari var umturnað á Austurlandi fyrir álver í eigu auðhrings, sem reist var af kínverskum þrælum á vegum ítalskrar starfsmannaleigu. Síðan menn hugsuðu svo á 19. öld hefur mikið vatn runnið til sjávar og fært samfélaginu mikinn arð. Jökulárnar bera næringu í framburði sínum til sjávar þar sem hún gagnast lífinu kringum okkur og miðunum; sjálfri lífsbjörginni. Uppistöðulónin ógna því öllu. Við gleymum því líka hvílík verðmæti eru fólgin í fegurð fossa. Fegurðin er góð af sjálfri sér og það verður aldrei metið til fjár að Ísland er eitthvert fossaríkasta land í veröldinni – hér eru fossar af öllum stærðum og gerðum – og allir sem einn unaðslegir á að líta. Ósnortnir fossar – tign og kyrrð hálendisins þar sem mannvirki eru fjarri en þögnin ríkir – verksmiðjulaust umhverfi þar sem maðurinn virðir landið sitt og ann því – allt er þetta mikilsvert í sjálfu sér og á að vera eilíft: Svo er hitt ánægjuleg viðbót að fegurð fossa og kyrrð öræfa skapar þjóðinni miklu meiri tekjur og miklu ánægjulegri störf en kerskálabras inni í álveri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Forsætisráðherra stóð í vikunni fyrir opinberum viðburði sem fór fram í kyrrþey. Þetta var undirritun viljayfirlýsingar með kínverskum fjárfestum um nýtt álver að Hafursstöðum í Skagafirði. Um er að ræða 120 þúsund tonna álver með möguleika á stækkun upp í allt að 220 þúsund tonn.Til heimabrúks Eflaust ríkir gagnkvæmur skilningur um það milli Íslendinganna og Kínverjanna að sem fyrst verði ráðist í þá stækkun – það er forsenda þess að fjárfestingin borgi sig. Þetta er svokallaður – eða öllu heldur sannkallaður – orkufrekur iðnaður. Þegar aðstandendum er bent á að ekki sé til orka handa þessari fyrirhuguðu starfsemi muldra þeir yfirleitt eitthvað um Blönduvirkjun og minna á óljós og öllum gleymd loforð á sínum tíma um að orkan þaðan yrði notuð til svokallaðrar uppbyggingar í heimabyggð, rétt eins og vatnið sem rennur um landið okkar eigi sér eitthvert sérstakt heimili umfram annað. Maður man eftir því hér í gamla daga, þegar stóð til að sökkva Laxárdal undir vatn og eyðileggja eina helstu laxveiðiá landsins, var stundum reynt að minna Akureyringa á mikilvægi framkvæmdarinnar með tali um „hundinn að sunnan“. Í þessum orðum lá að hálfgerð minnkun væri að því að fá rafmagn af Suðurlandi. Þegar þingeyskir bændur komu í veg fyrir áformuð hervirki var ráðist í jarðvarmavirkjunina að Kröflu, án þess að fyrir lægju nauðsynlegar rannsóknir eða undirbúningsvinna, að íslenskum hætti. Mörg munum við eftir Jóni Sólnes í sjónvarpinu að segja með þunga að Krafla skyldi víst rísa, eins og það væri á einhvern hátt undir honum komið og viljastyrk hans – eða kannski öllu heldur orkufrekju. Sem sé: Jú, við ætlum að leysa til okkar orkuna sem þið þarna afætur fyrir sunnan hafið verið að fá frá okkur úr Blöndu. Þá gleymist raunar að geta þess að talað hefur verið um að þegar álverið sé fullbyggt muni það þurfa orku sem samsvarar þremur Blönduvirkjunum.Ungur 19. aldarmaður Snorri Baldursson, sá mæti verðlaunahöfundur og þjóðgarðsvörður, fer svolítið ofan í saumana á þessu máli í grein í blaðinu hér á dögunum. Hann bendir á að orkuþörf fyrsta áfanga sé sögð vera 206 MW og verði þá 412 MW þegar seinni áfangi þessarar virkjunar rísi. Svo fer hann að skima kringum sig eftir orku: hvað sem líður gömlum loforðum er óraunhæft að gera þar ráð fyrir orku úr Blönduvirkjun (og hvað þá þremur) því sú orka er að mestu fullnýtt. Um 30 MW koma úr Blönduveitu sem er í nýtingarflokki rammaáætlunar en 100 MW gætu komið úr Blöndulundi svonefndum, en það er vindmyllugarður sem menn eru að gæla við að búa til. Snorri bendir á að augljóslega þurfi að virkja jökulsárnar í Skagafirði við Skatastaði, en sú virkjun er í biðflokki rammaáætlunar, í tveimur útfærslum sem báðar gera ráð fyrir stóru uppistöðulóni á hálendinu fyrir norðan Hofsjökul. Til þess eru væntanlega refirnir skornir með hinum hátíðlegu undirskriftum: að skapa þrýsting og óhjákvæmileika þess að ráðast í slíkar virkjanir. Hér er því enn tekist á um hálendið okkar. Þó að Kaupfélagsstjórinn yfir Íslandi, Þórólfur Gíslason á Sauðárkróki, gjöri heyrinkunnugt að nú eigi að reisa álver í hans heimabyggð, þá er ekki þar með sagt að málið sé þar með útrætt, jafnvel þó að Kaupfélag Skagfirðinga hafi keypt þá virkjanakosti sem eru í Skagafirði – Skatastaðavirkjun og Villinganesvirkjun. Þetta kemur okkur öllum við. Ekki er langt síðan fjármálaráðherra lét hafa eftir sér að vatnsföllin renni til sjávar án þess að skila neinum arði til samfélagsins. Þetta er ungur og skynugur maður en hann talar eins og hann komi hingað frá 19. öld þegar menn voru að uppgötva orku fallvatna en höfðu ekki áttað sig enn á þeim alvarlegu umhverfisspjöllum sem virkjanir og uppistöðulón valda – og Héraðsbúar þekkja nú eftir að vatnafari var umturnað á Austurlandi fyrir álver í eigu auðhrings, sem reist var af kínverskum þrælum á vegum ítalskrar starfsmannaleigu. Síðan menn hugsuðu svo á 19. öld hefur mikið vatn runnið til sjávar og fært samfélaginu mikinn arð. Jökulárnar bera næringu í framburði sínum til sjávar þar sem hún gagnast lífinu kringum okkur og miðunum; sjálfri lífsbjörginni. Uppistöðulónin ógna því öllu. Við gleymum því líka hvílík verðmæti eru fólgin í fegurð fossa. Fegurðin er góð af sjálfri sér og það verður aldrei metið til fjár að Ísland er eitthvert fossaríkasta land í veröldinni – hér eru fossar af öllum stærðum og gerðum – og allir sem einn unaðslegir á að líta. Ósnortnir fossar – tign og kyrrð hálendisins þar sem mannvirki eru fjarri en þögnin ríkir – verksmiðjulaust umhverfi þar sem maðurinn virðir landið sitt og ann því – allt er þetta mikilsvert í sjálfu sér og á að vera eilíft: Svo er hitt ánægjuleg viðbót að fegurð fossa og kyrrð öræfa skapar þjóðinni miklu meiri tekjur og miklu ánægjulegri störf en kerskálabras inni í álveri.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun