Með marijúana í rafrettum í flugvélinni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júlí 2015 11:45 „Þegar við erum á sviði þá gefum við okkur alla í verkið.“ Það voru orð að sönnu og engin var svikinn af frammistöðunni í Ásbrú. vísir/ernir „Ég hef ekki séð neitt af Íslandi nema Hótel Keflavík,“ svaraði El-P er hann var inntur eftir því hvað honum þætti um Ísland. El-P er listamannsnafn rapparans og pródúsentsins Jaimes Meline, en hann myndar annan helming sveitarinnar Run the Jewels. Sveitin lokaði fimmtudagskvöldinu á All Tomorrow's Parties á Ásbrú. „Við konan kíktum í Bláa lónið og mér finnst ég vera nýr maður eftir það,“ sagði Michael Render, Killer Mike, og hló. „Á leiðinni hingað sagði hún mér að hana hefði dreymt um Ísland og Bláa lónið síðan hún var sautján ára.“ #BlueLagoon #Iceland me & shay in a pool of lava heated water & a lotta chill white folks. #getoutandtravel #FuckAClub #BookaFlight A photo posted by Killer Mike (@killermikegto) on Jul 1, 2015 at 4:33pm PDT Á tónleikum sveitarinnar var boðið upp á efni af fyrstu tveimur plötum sveitarinnar sem báðar eru samnefndar henni. Það er engum vafa undirorpið að síðari platan var ein allra besta plata ársins 2014. Listamennirnir efndu til söfnunar á Kickstarter til þess að fjármagna útgáfu plötunnar og gátu aðdáendur keypt mismunandi pakka til að styrkja sveitina. Meðal þess sem boðið var upp á var að fyrir 46 milljónir myndu þeir þykjast hafa áhuga á einhverju sem skiptir þig máli. Annað sem var í boði var að greiða fimm milljónir og í staðinn lofuðu þeir því að endurútgefa plötuna með kattahljóðum í stað venjulegra hljóðfæra. Hópur fólks safnaði fénu saman og er Meow the Jewels væntanleg með haustinu.Sjá einnig: Gefa út plötu með kattahljóðum í stað hljóðfæra „Ég skil ekki hvers vegna fólk er spennt fyrir þessu. Ég meina, þetta er rappplata með kattahljóðum. Hún verður aldrei góð,“ segir El-P sem hefur lagt mikla vinnu í að finna réttu kattahljóðin í ýmsum kattaathvörfum. „Allir stærstu pakkarnir sem við buðum upp á voru grín og við bjuggumst aldrei við því að nokkur þeirra yrði fjármagnaður.“ goodbye, Amsterdam. A video posted by thereallyrealelp (@thereallyrealelp) on Jul 1, 2015 at 2:31am PDTÞað er alkunna að þið neytið marijúana og farið ekkert leynt með það. „Laukrétt,“ svarar Killer Mike snögglega. „Við komum hingað frá Amsterdam þar sem við gerðum fátt annað en að reykja.“ Hefur það einhvern tíma komið ykkur í klandur? „Alls ekki. Við pössum okkur. Það er ekkert samasemmerki milli þess að neyta fíkniefna og vera vitlaus,“ segir Killer Mike og félagarnir skella upp úr. „Okkur dettur ekki í hug að ögra með þessu. Við reykjum þar sem við vitum að það er í lagi að reykja.“ El-P skýtur því inn að það skipti engu máli hvar maður sé staddur í heiminum, gras sé aldrei meira en þremur símtölum frá þér. „Ég hef aldrei ferðast með neitt slíkt með mér. Allt er keypt á staðnum. Nema eftir að rafretturnar komu. Stundum laumast ég til að setja smá olíu í þær og taka með í flugið. Skynjararnir á klósettinu nema nefnilega reyk en þeir kunna ekki enn þá á gufu,“ og glottið leikur um andlit hans. historic. Flav X Killa Kill x Flavs Bro. Man this was epic! #Iceland A photo posted by Killer Mike (@killermikegto) on Jul 2, 2015 at 11:32am PDTNú standið þið báðir á fertugu, sjáið þið ykkur á sviði að spila eftir tuttugu ár? „Vonandi,“ svarar El-P. „Fyrir mörgum árum voru gömlu rokkararnir spurðir svipaðra spurninga. Rolling Stones, Iggy Pop, AC/DC og þú sérð þá enn á fullu. Það styttist í að við sjáum aldraða hipphoppara gera hið sama.“ „Sjáðu bara Public Enemy sem spila á undan okkur,“ bætir Mike við. „Þeir eru margfaldir afar en eru enn með þetta. Ég sá þá fyrst á sviði þegar ég var sautján ára. Ég vona að við getum haldið áfram svona lengi, en þori ekki að lofa því.“ Þið hafið gefið út að næsta plata sé væntanleg 2016. Hvað er á döfinni þangað til? „Við ætlum að taka smá pásu til að ná okkur. Við höfum ferðast um heiminn án afláts frá fyrri plötunni og nú er kominn tími á smá frí,“ segja þeir. „Það er aldrei að vita nema ég komi aftur hingað í fríinu. Ég verð að sjá meira af landinu en bölvað hótelið,“ segir El-P og Mike bætir við: „Konan er ástfangin af landinu þannig að ég er væntanlegur hingað á ný.“ ATP-hátíðinni lýkur í kvöld en meðal þeirra sem koma fram eru Swans, Lightning Bolt, Ham, Pink Street Boys og Kiasmos. ATP í Keflavík Tónlist Tengdar fréttir Fylgstu með ATP á Twitter og Instagram Tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties, eða ATP, hófst í dag en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Á meðal þeirra sem koma fram í kvöld eru Belle and Sebastian og Iggy Pop. 2. júlí 2015 16:06 Vísir á ATP: Trúið umtalinu um Public Enemy Það var heilög stund að Ásbrú í gærkvöldi þegar áhrifamesta rapphljómsveit sögunnar lagði allt sitt í sölurnar. 3. júlí 2015 13:30 Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég hef ekki séð neitt af Íslandi nema Hótel Keflavík,“ svaraði El-P er hann var inntur eftir því hvað honum þætti um Ísland. El-P er listamannsnafn rapparans og pródúsentsins Jaimes Meline, en hann myndar annan helming sveitarinnar Run the Jewels. Sveitin lokaði fimmtudagskvöldinu á All Tomorrow's Parties á Ásbrú. „Við konan kíktum í Bláa lónið og mér finnst ég vera nýr maður eftir það,“ sagði Michael Render, Killer Mike, og hló. „Á leiðinni hingað sagði hún mér að hana hefði dreymt um Ísland og Bláa lónið síðan hún var sautján ára.“ #BlueLagoon #Iceland me & shay in a pool of lava heated water & a lotta chill white folks. #getoutandtravel #FuckAClub #BookaFlight A photo posted by Killer Mike (@killermikegto) on Jul 1, 2015 at 4:33pm PDT Á tónleikum sveitarinnar var boðið upp á efni af fyrstu tveimur plötum sveitarinnar sem báðar eru samnefndar henni. Það er engum vafa undirorpið að síðari platan var ein allra besta plata ársins 2014. Listamennirnir efndu til söfnunar á Kickstarter til þess að fjármagna útgáfu plötunnar og gátu aðdáendur keypt mismunandi pakka til að styrkja sveitina. Meðal þess sem boðið var upp á var að fyrir 46 milljónir myndu þeir þykjast hafa áhuga á einhverju sem skiptir þig máli. Annað sem var í boði var að greiða fimm milljónir og í staðinn lofuðu þeir því að endurútgefa plötuna með kattahljóðum í stað venjulegra hljóðfæra. Hópur fólks safnaði fénu saman og er Meow the Jewels væntanleg með haustinu.Sjá einnig: Gefa út plötu með kattahljóðum í stað hljóðfæra „Ég skil ekki hvers vegna fólk er spennt fyrir þessu. Ég meina, þetta er rappplata með kattahljóðum. Hún verður aldrei góð,“ segir El-P sem hefur lagt mikla vinnu í að finna réttu kattahljóðin í ýmsum kattaathvörfum. „Allir stærstu pakkarnir sem við buðum upp á voru grín og við bjuggumst aldrei við því að nokkur þeirra yrði fjármagnaður.“ goodbye, Amsterdam. A video posted by thereallyrealelp (@thereallyrealelp) on Jul 1, 2015 at 2:31am PDTÞað er alkunna að þið neytið marijúana og farið ekkert leynt með það. „Laukrétt,“ svarar Killer Mike snögglega. „Við komum hingað frá Amsterdam þar sem við gerðum fátt annað en að reykja.“ Hefur það einhvern tíma komið ykkur í klandur? „Alls ekki. Við pössum okkur. Það er ekkert samasemmerki milli þess að neyta fíkniefna og vera vitlaus,“ segir Killer Mike og félagarnir skella upp úr. „Okkur dettur ekki í hug að ögra með þessu. Við reykjum þar sem við vitum að það er í lagi að reykja.“ El-P skýtur því inn að það skipti engu máli hvar maður sé staddur í heiminum, gras sé aldrei meira en þremur símtölum frá þér. „Ég hef aldrei ferðast með neitt slíkt með mér. Allt er keypt á staðnum. Nema eftir að rafretturnar komu. Stundum laumast ég til að setja smá olíu í þær og taka með í flugið. Skynjararnir á klósettinu nema nefnilega reyk en þeir kunna ekki enn þá á gufu,“ og glottið leikur um andlit hans. historic. Flav X Killa Kill x Flavs Bro. Man this was epic! #Iceland A photo posted by Killer Mike (@killermikegto) on Jul 2, 2015 at 11:32am PDTNú standið þið báðir á fertugu, sjáið þið ykkur á sviði að spila eftir tuttugu ár? „Vonandi,“ svarar El-P. „Fyrir mörgum árum voru gömlu rokkararnir spurðir svipaðra spurninga. Rolling Stones, Iggy Pop, AC/DC og þú sérð þá enn á fullu. Það styttist í að við sjáum aldraða hipphoppara gera hið sama.“ „Sjáðu bara Public Enemy sem spila á undan okkur,“ bætir Mike við. „Þeir eru margfaldir afar en eru enn með þetta. Ég sá þá fyrst á sviði þegar ég var sautján ára. Ég vona að við getum haldið áfram svona lengi, en þori ekki að lofa því.“ Þið hafið gefið út að næsta plata sé væntanleg 2016. Hvað er á döfinni þangað til? „Við ætlum að taka smá pásu til að ná okkur. Við höfum ferðast um heiminn án afláts frá fyrri plötunni og nú er kominn tími á smá frí,“ segja þeir. „Það er aldrei að vita nema ég komi aftur hingað í fríinu. Ég verð að sjá meira af landinu en bölvað hótelið,“ segir El-P og Mike bætir við: „Konan er ástfangin af landinu þannig að ég er væntanlegur hingað á ný.“ ATP-hátíðinni lýkur í kvöld en meðal þeirra sem koma fram eru Swans, Lightning Bolt, Ham, Pink Street Boys og Kiasmos.
ATP í Keflavík Tónlist Tengdar fréttir Fylgstu með ATP á Twitter og Instagram Tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties, eða ATP, hófst í dag en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Á meðal þeirra sem koma fram í kvöld eru Belle and Sebastian og Iggy Pop. 2. júlí 2015 16:06 Vísir á ATP: Trúið umtalinu um Public Enemy Það var heilög stund að Ásbrú í gærkvöldi þegar áhrifamesta rapphljómsveit sögunnar lagði allt sitt í sölurnar. 3. júlí 2015 13:30 Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fylgstu með ATP á Twitter og Instagram Tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties, eða ATP, hófst í dag en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Á meðal þeirra sem koma fram í kvöld eru Belle and Sebastian og Iggy Pop. 2. júlí 2015 16:06
Vísir á ATP: Trúið umtalinu um Public Enemy Það var heilög stund að Ásbrú í gærkvöldi þegar áhrifamesta rapphljómsveit sögunnar lagði allt sitt í sölurnar. 3. júlí 2015 13:30
Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57