Skin og skúrir í Evrópu Þorvaldur Gylfason skrifar 2. júlí 2015 07:00 Evrópusambandið hefur ekki fengið góða pressu að undanförnu. Því veldur einkum ástandið í Grikklandi þar sem mætast stálin stinn. Forsaga málsins er að Grikkir tóku allt of mikið erlent fé að láni. Með öðrum orðum: Bankar, einkum þýzkir bankar, franskir og aðrir lánuðu Grikkjum allt of mikið fé. Frekar en að láta bankana sætta sig við rækilega „klippingu“ – þ.e. endurgreiðslu að hluta – svo sem algengt er, ákváðu þýzka ríkisstjórnin og þríeykið – ESB, Seðlabanki Evrópu og AGS – að láta evrópska skattgreiðendur leysa bankana úr snörunni og losna þannig við þá úr samningaviðræðum við Grikki. Þannig snerist gríska kreppan upp í samningaviðræður milli fulltrúa grískra skattgreiðenda annars vegar og skattgreiðenda í öðrum ESB-löndum hins vegar. Það var misráðið. Í samningum er erfiðara að takast á við fulltrúa skattgreiðenda en fulltrúa banka með fullar hendur fjár. Þessari skyssu ber þýzka ríkisstjórnin höfuðábyrgð á. Henni ber að axla þá ábyrgð með því að leysa Grikki úr snörunni. Skáki Þjóðverjar Grikkjum út úr ESB mun það taka þýzku ríkisstjórnina mörg ár að vinna upp álitshnekkinn í augum umheimsins. ESB er sameiginlegt heimili allra fúsra Evrópulanda. Grænland er eina landið sem hefur sagt sig úr ESB. Grikkir kjósa helzt að fá að vera þar áfram í friði með evrunni og öllu saman. Grikkland er ekki eitt á báti meðal evrulanda í kröggum. Írar lentu í miklum erfiðleikum vegna eigin óráðsíu, og það gerðu einnig Ítalar og Spánverjar sem búa nú við þrúgandi atvinnuleysi. Vandræði þessara landa minna okkur á að evran er engin allsherjartrygging fyrir stöðugu efnahagslífi. Veldur hver á heldur.Hin hliðin á myntinni Vert er að muna að ýmsum öðrum ESB-löndum hefur vegnað býsna vel að undanförnu. Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, hafa staðið af sér stórsjói. Eistar nota evruna nú þegar og Lettar og Litháar bíða færis eins og Pólverjar að taka upp evruna og leggja eigin þjóðmyntir til hliðar. Ekkert þessara landa lét óveður síðustu ára hnika sér frá fastgengisstefnu sinni, heldur neyttu þau annarra ráða til að bregðast við skakkaföllum. Lettar tóku t.d. á sig verulega launalækkun frekar en að fella gengi gjaldmiðilsins og tefja þannig fyrir upptöku evrunnar. Stuðningur almennings við áframhaldandi aðild að ESB í þessum löndum er mikill eins og áður.Finnland og Svíþjóð Evran er samt ekkert úrslitaatriði fyrir efnahag ESB-landa. Aðildarlönd eru að vísu skuldbundin til að taka upp evruna nema þau hafi eins og Bretar og Danir samið sérstaklega um undanþágur frá evrunni. Þannig eru Svíar lögformlega í millibilsástandi. Þeir skuldbundu sig við inngönguna í ESB 1994 til að taka upp evruna, en réttur tími er ekki enn runninn upp. Evrunni var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í Svíþjóð 2003. Danir (og þá um leið Færeyingar!) nota evruna í reynd, þar eð gengi dönsku krónunnar hefur verið haldið svo að segja blýföstu gagnvart evrunni frá upphafi og gengi færeysku krónunnar er ein dönsk. Fróðlegt er að bera saman reynslu Finna og Svía. Löndin tvö eru um margt býsna lík, nánast eins og tvíburar að öðru leyti en því að Finnar tóku upp evruna strax í öndverðu og Svíar ekki. Samt hefur hagþróun beggja landa mörg undangengin ár verið svipuð. Það færir okkur heim sanninn um að evran er hvorki upphaf né endir góðs gengis í efnahagsmálum.Sviss og Austurríki Aðild að ESB er ekki heldur úrslitaatriði fyrir efnahagsþróun Evrópulanda. Samanburður Sviss við Austurríki ber vitni. Sviss er ekki einu sinni aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Aðild Sviss að EES var felld í þjóðaratkvæði 1992. Svisslendingar lögðu þá umsókn sína um aðild að ESB á ís þar sem hún hefur legið æ síðan. Austurríkismenn gengu á hinn bóginn í ESB um leið og Finnar og Svíar 1994 og tóku upp evruna um leið og hægt var. Samt er enginn sýnilegur munur á efnahagsþróun Sviss og Austurríkis undangenginn aldarfjórðung. Kaupmáttur tekna á mann í Sviss var þriðjungi meiri en í Austurríki 1990 og er enn. Mörgum finnst að Svisslendingar eigi heima í ESB þar sem þeir njóta hagræðisins af uppgangi Evrópu síðustu áratugi og leggja samt lítið af mörkum á móti líkt og laumufarþegi á skipsfjöl. Öðrum finnst eðlilegt að Svisslendingar fylgi eftir hlutleysi sínu í báðum heimsstyrjöldum með því að standa utan ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grikkland Þorvaldur Gylfason Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun
Evrópusambandið hefur ekki fengið góða pressu að undanförnu. Því veldur einkum ástandið í Grikklandi þar sem mætast stálin stinn. Forsaga málsins er að Grikkir tóku allt of mikið erlent fé að láni. Með öðrum orðum: Bankar, einkum þýzkir bankar, franskir og aðrir lánuðu Grikkjum allt of mikið fé. Frekar en að láta bankana sætta sig við rækilega „klippingu“ – þ.e. endurgreiðslu að hluta – svo sem algengt er, ákváðu þýzka ríkisstjórnin og þríeykið – ESB, Seðlabanki Evrópu og AGS – að láta evrópska skattgreiðendur leysa bankana úr snörunni og losna þannig við þá úr samningaviðræðum við Grikki. Þannig snerist gríska kreppan upp í samningaviðræður milli fulltrúa grískra skattgreiðenda annars vegar og skattgreiðenda í öðrum ESB-löndum hins vegar. Það var misráðið. Í samningum er erfiðara að takast á við fulltrúa skattgreiðenda en fulltrúa banka með fullar hendur fjár. Þessari skyssu ber þýzka ríkisstjórnin höfuðábyrgð á. Henni ber að axla þá ábyrgð með því að leysa Grikki úr snörunni. Skáki Þjóðverjar Grikkjum út úr ESB mun það taka þýzku ríkisstjórnina mörg ár að vinna upp álitshnekkinn í augum umheimsins. ESB er sameiginlegt heimili allra fúsra Evrópulanda. Grænland er eina landið sem hefur sagt sig úr ESB. Grikkir kjósa helzt að fá að vera þar áfram í friði með evrunni og öllu saman. Grikkland er ekki eitt á báti meðal evrulanda í kröggum. Írar lentu í miklum erfiðleikum vegna eigin óráðsíu, og það gerðu einnig Ítalar og Spánverjar sem búa nú við þrúgandi atvinnuleysi. Vandræði þessara landa minna okkur á að evran er engin allsherjartrygging fyrir stöðugu efnahagslífi. Veldur hver á heldur.Hin hliðin á myntinni Vert er að muna að ýmsum öðrum ESB-löndum hefur vegnað býsna vel að undanförnu. Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, hafa staðið af sér stórsjói. Eistar nota evruna nú þegar og Lettar og Litháar bíða færis eins og Pólverjar að taka upp evruna og leggja eigin þjóðmyntir til hliðar. Ekkert þessara landa lét óveður síðustu ára hnika sér frá fastgengisstefnu sinni, heldur neyttu þau annarra ráða til að bregðast við skakkaföllum. Lettar tóku t.d. á sig verulega launalækkun frekar en að fella gengi gjaldmiðilsins og tefja þannig fyrir upptöku evrunnar. Stuðningur almennings við áframhaldandi aðild að ESB í þessum löndum er mikill eins og áður.Finnland og Svíþjóð Evran er samt ekkert úrslitaatriði fyrir efnahag ESB-landa. Aðildarlönd eru að vísu skuldbundin til að taka upp evruna nema þau hafi eins og Bretar og Danir samið sérstaklega um undanþágur frá evrunni. Þannig eru Svíar lögformlega í millibilsástandi. Þeir skuldbundu sig við inngönguna í ESB 1994 til að taka upp evruna, en réttur tími er ekki enn runninn upp. Evrunni var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í Svíþjóð 2003. Danir (og þá um leið Færeyingar!) nota evruna í reynd, þar eð gengi dönsku krónunnar hefur verið haldið svo að segja blýföstu gagnvart evrunni frá upphafi og gengi færeysku krónunnar er ein dönsk. Fróðlegt er að bera saman reynslu Finna og Svía. Löndin tvö eru um margt býsna lík, nánast eins og tvíburar að öðru leyti en því að Finnar tóku upp evruna strax í öndverðu og Svíar ekki. Samt hefur hagþróun beggja landa mörg undangengin ár verið svipuð. Það færir okkur heim sanninn um að evran er hvorki upphaf né endir góðs gengis í efnahagsmálum.Sviss og Austurríki Aðild að ESB er ekki heldur úrslitaatriði fyrir efnahagsþróun Evrópulanda. Samanburður Sviss við Austurríki ber vitni. Sviss er ekki einu sinni aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Aðild Sviss að EES var felld í þjóðaratkvæði 1992. Svisslendingar lögðu þá umsókn sína um aðild að ESB á ís þar sem hún hefur legið æ síðan. Austurríkismenn gengu á hinn bóginn í ESB um leið og Finnar og Svíar 1994 og tóku upp evruna um leið og hægt var. Samt er enginn sýnilegur munur á efnahagsþróun Sviss og Austurríkis undangenginn aldarfjórðung. Kaupmáttur tekna á mann í Sviss var þriðjungi meiri en í Austurríki 1990 og er enn. Mörgum finnst að Svisslendingar eigi heima í ESB þar sem þeir njóta hagræðisins af uppgangi Evrópu síðustu áratugi og leggja samt lítið af mörkum á móti líkt og laumufarþegi á skipsfjöl. Öðrum finnst eðlilegt að Svisslendingar fylgi eftir hlutleysi sínu í báðum heimsstyrjöldum með því að standa utan ESB.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun