Götutíska Reykjavíkur mynduð Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 29. júní 2015 10:00 Birta Rán heillast mest af fólkinu sem fer sínar eigin leiðir. vísir/ernir Birta Rán Björgvinsdóttir heldur uppi fyrsta alvöru götutísku blogginu á Íslandi. Bloggið, sem heitir „Streets of Reykjavík“ skartar fallegum myndum af fólki sem hún mætir á götum Reykjavíkur og fangar athygli hennar. Birta sér ein um bloggið en þrátt fyrir það koma mjög reglulega inn færslur eins og um allsherjar starfsemi væri að ræða. „Ég er að vinna niðri í bæ þannig að ég tek myndavélina stundum með mér og rölti aðeins um þegar ég hef tíma. Fólk er almennt mjög opið fyrir því að láta taka myndir af sér. Einu skiptin sem ég fæ neitun er þegar fólk er á hraðferð. Fólk er opnara fyrir þessu en ég þorði nokkurn tímann að gera mér vonir um.“ Birta byrjaði með bloggið í mars en gerði það ekki opinbert fyrr en í apríl þegar hún var búin að safna nóg af efni inn á síðuna.„Ég var einhvern tíma að ræða við vinkonu mína um að það hafi aldrei verið neitt götutískublogg á landinu sem entist í meira en viku og engin tímarit sem birta reglulega myndir af tískunni á götum bæjarins. Þess vegna langaði mig til þess að gera eitthvað meira með þetta og taka hugmyndina alla leið.“ Bloggið hefur fengið góðar undirtektir og er Facebook-síðan hennar strax komin með tæplega 2.000 fylgjendur. Til þess að byrja með hafði Birta hugsað sér að vera með sams konar færslur og í blogginu fræga Humans of New York, en hún telur Ísland vera of lítið land til þess að fólk myndi þora að opna sig um persónulega hluti. Í nánustu framtíð ætlar hún að láta það duga að birta myndirnar með nöfnum einstaklingsins. „Þeir sem leggja vinnu og metnað í að vera vel til fara eins og hann Jörmundur eru í uppáhaldi.“ „Ég ætla mér að halda blogginu með þessu sniði áfram en ég er samt alltaf með hugann við bloggið og er opin fyrir breytingum. Ég gæti þess vegna verið búin að skipta um skoðun á morgun.“ Á blogginu eru birtar myndir af alls konar manneskjum og öllum týpum. „Ég fíla þegar fólk leggur eitthvað einstakt í útlitið sitt og gerir það sem því dettur í hug. Og fylgir engum reglum. Annars mynda ég líka fólk sem klæðist því sem er í tísku hverju sinni. Það er mikilvægt að hafa það á síðunni og gæti verið gaman að eiga það eftir nokkur ár og sjá hvað hefur breyst. Fyrir nokkrum árum voru allir í dúnúlpum en í dag ganga flestir um í síðum kápum.“ Birta kláraði ljósmyndun í Tækniskólanum og myndirnar hennar bera þess vitni. Þær eru vel teknar og fallega unnar. „Ég passa mig að vinna þær ekki of mikið. Ég er að reyna að fanga hversdagsleikanum þannig að ég breyti þannig séð engu. Það er bara standard-vinnsla á þeim.“ Myndirnar hennar hafa birst í nýja tímaritinu Ske ásamt því að bloggarinn Hildur Ragnars hefur birt þær á bloggsíðunni sinni á Trendnet. „Ég var að tala við Hildi þegar hugmyndin var að fæðast þannig að auðvitað fær hún að njóta góðs af því.„Ég hef gaman af því að mynda götutískuna eins og hún er í dag og verður gaman að sjá hvernig hún á eftir að þróast.“„Það er alltaf gaman þegar fólk stígur út fyrir normið og skapar sinn eigin stíl og er bara nett sama hvað öðrum finnst.“ Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Birta Rán Björgvinsdóttir heldur uppi fyrsta alvöru götutísku blogginu á Íslandi. Bloggið, sem heitir „Streets of Reykjavík“ skartar fallegum myndum af fólki sem hún mætir á götum Reykjavíkur og fangar athygli hennar. Birta sér ein um bloggið en þrátt fyrir það koma mjög reglulega inn færslur eins og um allsherjar starfsemi væri að ræða. „Ég er að vinna niðri í bæ þannig að ég tek myndavélina stundum með mér og rölti aðeins um þegar ég hef tíma. Fólk er almennt mjög opið fyrir því að láta taka myndir af sér. Einu skiptin sem ég fæ neitun er þegar fólk er á hraðferð. Fólk er opnara fyrir þessu en ég þorði nokkurn tímann að gera mér vonir um.“ Birta byrjaði með bloggið í mars en gerði það ekki opinbert fyrr en í apríl þegar hún var búin að safna nóg af efni inn á síðuna.„Ég var einhvern tíma að ræða við vinkonu mína um að það hafi aldrei verið neitt götutískublogg á landinu sem entist í meira en viku og engin tímarit sem birta reglulega myndir af tískunni á götum bæjarins. Þess vegna langaði mig til þess að gera eitthvað meira með þetta og taka hugmyndina alla leið.“ Bloggið hefur fengið góðar undirtektir og er Facebook-síðan hennar strax komin með tæplega 2.000 fylgjendur. Til þess að byrja með hafði Birta hugsað sér að vera með sams konar færslur og í blogginu fræga Humans of New York, en hún telur Ísland vera of lítið land til þess að fólk myndi þora að opna sig um persónulega hluti. Í nánustu framtíð ætlar hún að láta það duga að birta myndirnar með nöfnum einstaklingsins. „Þeir sem leggja vinnu og metnað í að vera vel til fara eins og hann Jörmundur eru í uppáhaldi.“ „Ég ætla mér að halda blogginu með þessu sniði áfram en ég er samt alltaf með hugann við bloggið og er opin fyrir breytingum. Ég gæti þess vegna verið búin að skipta um skoðun á morgun.“ Á blogginu eru birtar myndir af alls konar manneskjum og öllum týpum. „Ég fíla þegar fólk leggur eitthvað einstakt í útlitið sitt og gerir það sem því dettur í hug. Og fylgir engum reglum. Annars mynda ég líka fólk sem klæðist því sem er í tísku hverju sinni. Það er mikilvægt að hafa það á síðunni og gæti verið gaman að eiga það eftir nokkur ár og sjá hvað hefur breyst. Fyrir nokkrum árum voru allir í dúnúlpum en í dag ganga flestir um í síðum kápum.“ Birta kláraði ljósmyndun í Tækniskólanum og myndirnar hennar bera þess vitni. Þær eru vel teknar og fallega unnar. „Ég passa mig að vinna þær ekki of mikið. Ég er að reyna að fanga hversdagsleikanum þannig að ég breyti þannig séð engu. Það er bara standard-vinnsla á þeim.“ Myndirnar hennar hafa birst í nýja tímaritinu Ske ásamt því að bloggarinn Hildur Ragnars hefur birt þær á bloggsíðunni sinni á Trendnet. „Ég var að tala við Hildi þegar hugmyndin var að fæðast þannig að auðvitað fær hún að njóta góðs af því.„Ég hef gaman af því að mynda götutískuna eins og hún er í dag og verður gaman að sjá hvernig hún á eftir að þróast.“„Það er alltaf gaman þegar fólk stígur út fyrir normið og skapar sinn eigin stíl og er bara nett sama hvað öðrum finnst.“
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira