Þakklátur fyrir tækifæri til að lifa Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 26. júní 2015 07:00 Tolli er tilbúinn til þess að sætta sig við stómapokann. "Í fyrsta lagi, ég fæ að lifa. Í öðru lagi, lifa góðu lífi. Í þriðja lagi, það eru engar hindranir. Ég segi bara takk, takk fyrir stóma.“ Fréttablaðið/Stefán Tolli Morthens er nýstiginn upp úr erfiðum veikindum en hann greindist með krabbamein í blöðru sem tók tvö ár að uppgötva. Nú lítur út fyrir að hann sé laus við meinið og hann stígur út í lífið með stómapoka, þakklátur fyrir að vera á lífi. Hann segir stríðsstemmingu ríkja á Landspítalanum þar sem við séum smám saman að horfast í augu við raunveruleikann. „Heilsan er mjög góð eftir atvikum. Þetta eru veikindi sem eru búin að eiga sér talsverðan aðdraganda. Fyrir rúmum tveimur árum kom í ljós við blóðrannsókn að gildin sem hafa með frumubreytingar að gera höfðu rokið upp úr öllu valdi. Minn lækni grunaði strax blöðuhálskirtilinn um græsku. Í ein tvö ár vorum við alltaf að fylgjast með honum en hann virtist alltaf bara bólginn. Svo rétt fyrir áramót tek ég eftir því að það er blóð í þvaginu. Ég kem heim, hringi beint í lækninn, hann kallar mig inn,“ segir Tolli, en hann er gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu sem hlusta má á í heild sinni hér að ofan. Í ljós kom að krabbamein var í blöðrunni. „Þá setja þeir í gang hómópatískt ferli, það er að segja, þeir sprauta inn í blöðruna hálf dauðum berklafrumum. Þannig að ég er ekki bara með krabbamein, ég fæ líka að vera með berkla. Mjög dramatískt. Það er gert til þess að ræsa ónæmiskerfið. Þegar ónæmiskerfið ræðst á berklafrumurnar þá tekur það niður krabbameinsfrumurnar í leiðinni.“Allt reynt til að vinna á meininu Tolli segir ferlið þekkt og það virki oft en í hans tilfelli hafi það ekki virkað nógu vel. „Ég sat auðvitað ekki auðum höndum heldur virkjaði allt hómópatasamfélagið með mér í baráttu,“ segir Tolli og bætir við að Ísland eigi fólk sem sé sérfræðingar í fæðupólitík. „Ég byrjaði að æfa box og fókuseraði á innri styrkinn. Æfði eins og börnin segja eins og „motherfucker“ í tvo mánuði.“ Tolli var á meðan á þessu stóð að berjast við mikil líkamleg veikindi. „Ég gerði bara það sem þarf að gera. Ég var líka kominn með svona náttúrulegar olíur sem eru handan við lög og rétt en virka vel. Svo 1. júní var dómur felldur. Ég var með allt á borðinu og spurði hvort ég fengi 20 daga í viðbót með mínar eigin leiðir til að takast á við meinið. Þeir sögðu nei.“ Meinið var á afmörkuðu svæði og því vildu læknar fjarlægja það strax. Hann fór í stóra sex tíma aðgerð. „Svo vaknar maður upp á Landspítalanum okkar, á mjög dramatískum tíma. Það eru verkföll, það eru biðlistar en við krabbameinssjúklingar fáum forgang og mér var kippt inn einn, tveir og þrír.“Fréttablaðið/GVA Spítalinn er í rúst Tolli segist hafa verið umvafinn kærleik og samkennd starfsfólksins. „Að upplifa þetta á eigin skinni, það gerir alla pólitíska umræðu marklausa. Á sama tíma horfi ég á skerminn fyrir ofan rúmið og það er bein útsending frá Alþingi þar sem er verið að greiða atkvæði um verkfallið. Ef eitthvað vekur mann til vitundar um forgangsröð í lífinu og í samfélaginu þá er það svona upplifun. Spítalinn er í rúst. Það er bara þannig,“ segir hann alvarlegur. „Þetta var eins og maður væri kominn í Krímstríðið.“ Hann fann að fólk vann undir gríðarlegri pressu á Landspítalanum. „Það kom aldrei niður á þjónustustiginu eða samskiptum við fólkið. Þannig að ég reis upp og byrjaði að pósta í gríð og erg baráttukveðjur á Facebook og tók aktívistann á þetta með drippið í hægri hendinni á sloppnum.“ Tolli segist hafa verið aktívisti frá því hann man eftir sér. „Á einn eða annan hátt hef ég alltaf verið með eitthvert inngrip í samfélagið út frá því sem mér finnst að betur mætti fara.“Ef auðmaður veikist fer hann út Tolli þekkir heilbrigðiskerfið vel. Móðir hans var langlegusjúklingur með MS-sjúkdóminn. „Þannig má segja að maður hafi verið með annan fótinn á spítala í æsku. Ég man eftir því þegar hún var að byrja að veikjast hvað spítalinn var flottur. Metnaðarfullur arkitektúr, flottur spítali og traustvekjandi að koma þarna inn. Nú er hún Snorrabúð stekkur. Þegar verið er að reyna að setja verðmiða á þá vinnu sem unnin er þarna, þó að vissulega þurfi að semja um kaup og kjör, er eins og ráðamenn haldi að það séu bara hinir sem veikjast. Það eru hinir sem deyja. Þetta kemur aldrei fyrir mig. Í öðru lagi virðist þeim slétt sama vegna þess að þeir þurfa ekki endilega að fara á þennan spítala. Þeir hafa fjárráð til að fara til Gautaborgar, til Þýskalands, til Bandaríkjanna. Það er altalað að ef auðmaður veikist alvarlega þá flýgur hann út.“ Tolli segir þetta enga tilviljun. „Þetta er markviss pólítík þessa hóps sem hefur meirihluta inni á þingi í dag. Þeir ráðast á sameignina okkar og innri strúktúr samfélagsins. Rústa öllu til þess að búa til vettvang fyrir einkavæðingu.“ Tolli segir samt að smám saman sé verið að horfast í augu við raunveruleikann. „Það er verið að draga gluggatjöldin frá þessum glugga og við erum farin að horfa á þetta eins og þetta er,“ segir hann og segir um að ræða valdafíkn. „Eitt prósent er heltekið af sjúkdómi sem heitir valdfíkn.“Hér er enginn glæpamaður Sjálfur á Tolli við fíknisjúkdóm að etja og hefur verið í 12 spora samtökum frá 1995. Tolli og félagi hans tóku þátt í að byggja upp mjög öflugt 12 spora starf á Litla-Hrauni. „Markmið okkar var að 12 spora samtök inni í fangelsinu væru sjálfbær. Menn hefðu getuna til að hjálpa hver öðrum. Við skipulögðum ráðstefnur inni í fangelsinu þar sem heimamenn fengu að spreyta sig á að leiða þessa fundi. Þetta var blómlegt starf sem hefur borið árangur. Ef við erum að tala um að bjarga mannslífum, þá já, þó nokkrum. Það er ekki spurning.“ Tolli heldur áfram og segir að við það að starfa innan veggja fangelsis hafi augu hans opnast. „90% af þeim sem sitja í fangelsum eru fíklar og fíkn er afleiðing. Iðulega afleiðing einhverrar áfallasögu úr bernsku þessara manna. Ég hef setið með þeim og sagt við þá: Strákar, enginn okkar sem hér er inni er glæpamaður. Við erum manneskjur. Hins vegar eruð þið með merkimiðann glæpamenn hérna út af afleiðingu. Sem veldur því að þið rekist á við samfélagsnormin, fáið dóma og verðið að taka út afleiðingu af því sem þið eruð að gera. Þú ert manneskja en þú þarft að vinna með þetta. Í mjög góðu samstarfi við fangelsisyfirvöld hefur okkur tekist að halda þessu gangandi. Ég hef eignast frábæra vini, ég hef fengið að fylgjast með mönnum vaxa og dafna og rísa í að útskrifast úr háskóla, eignast fjölskyldur og börn.“ Tolli talar af mikilli sannfæringu. „Ég hef trú á því að með því að vinna svona í bakgarði samfélagsins sértu að heila allt samfélagið. Við getum öll orðið ókei, við getum öll heilað þetta samfélag. Við þurfum bara að fókusera á réttu hlutina.“ Fréttablaðið/GVABeittur ofbeldi í æsku Talið berst að æsku Tolla. Bræður hans eru fjórir, Allan, Arthúr, Bubbi og Beggi, sem er uppeldisbróðir þeirra. „Við ólumst upp í þrengslum, maður sér það í dag að við vorum fátæk en ég skynjaði aldrei skort. Ég á góðar minningar úr æsku minni en hins vegar var alkóhólismi á heimilinu. Pabbi var virkur alkóhólisti og mamma virkur aðstandandi. Hvort tveggja er nógu mikið til þess að gera báða foreldrana að ofbeldisfólki þó svo að þau hafi reynt eftir bestu getu að gefa okkur allt það besta sem þau höfðu – þá drifu þau ekki lengra. Og mamma sem virkur aðstandandi var stjórnsöm og beitti mig andlegu og líkamlegu ofbeldi. Sem markeraði mig til lífstíðar. Það er eitt af því sem ég hef þurft að vinna að og taka ábyrgð á. Bernska mín var samt oft ævintýri – það var aldrei leiðinlegt.“ Tolli segir mömmu sína hafa verið harða í horn að taka. „Pabbi fékk aldrei að drekka heima. Hann hvarf stundum, viku, tíu daga eða hvað það var. Síðan tók hann út þynnkuna heima – þá hélt maður sig fjarri.“ Beggi bróðir óslípaði demanturinn Tolli segir þá bræður vera nána á vissan hátt. „En eins og gerist í fjölskyldum þá standa menn saman út á við en eru oft einangraðir inn á við. Það eru oft tengslarof. Og það er vissulega til staðar. En okkur þykir öllum vænt hverjum um annan.“ Talið berst að Begga, uppeldisbróðurnum. „Mér finnst Beggi alltaf vera svolítið óslípaður demantur. Þetta er alveg ótrúlega hæfileikaríkur maður. Í músík og tónlist ber hann af. Í innsæi og skilningi á tónlist. Þannig finnst mér hann oft vera, mér finnst hann oft vera meiri tónlistarmaður en Bubbi þó að Bubbi sé mikill performari og ofboðslegur melódíusmiður.“Afbrýðisamur út í Bubba Tolli segir Bubba hafa verið undir mikilli pressu sem barn. „Hann er lesblindur og svona og þá var tekið á því þannig í skólakerfinu að þessu var bara hrúgað í tossabekki. Það er bara bein ávísun á einelti. Hann var ekki á góðum stað. Þá kom móðir mín að máli við mig og sagði að ég yrði að taka hann að mér. Ég var alltaf afbrýðisamur út í Bubba því mér fannst mamma elska hann meira en mig. En ég tók hann að mér, inn í minn vinahóp. Síðan koma kaflaskil, hann verður unglingur og rífur sig lausan frá öllum og verður svona „rebel“. Fer að slást og er erfiður,“ útskýrir Tolli, sem var á þessum tíma að vinna í frystihúsi fyrir austan. „Þá er hringt í mig og sagt: Heyrðu þú verður að taka Bubba. Hann er á leið í fangelsi. Ég tók honum auðvitað fagnandi, Bubbi er bráðskemmtilegur. Hann var orðinn hörkugítarleikari þarna. Og ef Bubbi ætlar sér eitthvað þá gerir hann það. Hann hefur gert hluti sem enginn annar hefur gert, það er engin spurning.“ Orðinn stómamaður Tolli heldur áfram og segist trúa því að allt fari vel. „Ég er orðin ný týpa. Ég er orðinn stómamaður. Það er frábært. Það hjálpar mér að vera í núvitundinni, ég þarf svo sannarlega að vera í núvitundinni þegar ég er kominn með svona tæknilega lausn á líffærum mínum. Það frábæra við þetta er að þetta hindrar mig ekki í neinu þó ég sé svona. Ég get alveg farið á Everest. Stóminn er kominn til að vera. Þarna er ég. Ég er kominn í hljómsveitina Stómabræður,“ segir Tolli og hlær. Hann heldur áfram og segist myndu ljúga ef hann segði að það væri ekki erfitt að sætta sig við að vera kominn með stóma. „En ég er tilbúinn til þess að sætta mig við það. Hugsið ykkur hvað er mikið annað! Í fyrsta lagi, ég fæ að lifa. Í öðru lagi, lifa góðu lífi. Í þriðja lagi, það eru engar hindranir. Ég segi bara takk, takk fyrir stóma.“ Nýjasta bókin öðruvísi Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið er Tolli nýbúinn að gefa út bókina Icelandic Artscapes. „Þetta hefur verið draumur lengi. Okkur langaði að búa til hughrif með málverkunum og texta sem ég skrifaði þegar ég var í klaustri.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Tolli Morthens er nýstiginn upp úr erfiðum veikindum en hann greindist með krabbamein í blöðru sem tók tvö ár að uppgötva. Nú lítur út fyrir að hann sé laus við meinið og hann stígur út í lífið með stómapoka, þakklátur fyrir að vera á lífi. Hann segir stríðsstemmingu ríkja á Landspítalanum þar sem við séum smám saman að horfast í augu við raunveruleikann. „Heilsan er mjög góð eftir atvikum. Þetta eru veikindi sem eru búin að eiga sér talsverðan aðdraganda. Fyrir rúmum tveimur árum kom í ljós við blóðrannsókn að gildin sem hafa með frumubreytingar að gera höfðu rokið upp úr öllu valdi. Minn lækni grunaði strax blöðuhálskirtilinn um græsku. Í ein tvö ár vorum við alltaf að fylgjast með honum en hann virtist alltaf bara bólginn. Svo rétt fyrir áramót tek ég eftir því að það er blóð í þvaginu. Ég kem heim, hringi beint í lækninn, hann kallar mig inn,“ segir Tolli, en hann er gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu sem hlusta má á í heild sinni hér að ofan. Í ljós kom að krabbamein var í blöðrunni. „Þá setja þeir í gang hómópatískt ferli, það er að segja, þeir sprauta inn í blöðruna hálf dauðum berklafrumum. Þannig að ég er ekki bara með krabbamein, ég fæ líka að vera með berkla. Mjög dramatískt. Það er gert til þess að ræsa ónæmiskerfið. Þegar ónæmiskerfið ræðst á berklafrumurnar þá tekur það niður krabbameinsfrumurnar í leiðinni.“Allt reynt til að vinna á meininu Tolli segir ferlið þekkt og það virki oft en í hans tilfelli hafi það ekki virkað nógu vel. „Ég sat auðvitað ekki auðum höndum heldur virkjaði allt hómópatasamfélagið með mér í baráttu,“ segir Tolli og bætir við að Ísland eigi fólk sem sé sérfræðingar í fæðupólitík. „Ég byrjaði að æfa box og fókuseraði á innri styrkinn. Æfði eins og börnin segja eins og „motherfucker“ í tvo mánuði.“ Tolli var á meðan á þessu stóð að berjast við mikil líkamleg veikindi. „Ég gerði bara það sem þarf að gera. Ég var líka kominn með svona náttúrulegar olíur sem eru handan við lög og rétt en virka vel. Svo 1. júní var dómur felldur. Ég var með allt á borðinu og spurði hvort ég fengi 20 daga í viðbót með mínar eigin leiðir til að takast á við meinið. Þeir sögðu nei.“ Meinið var á afmörkuðu svæði og því vildu læknar fjarlægja það strax. Hann fór í stóra sex tíma aðgerð. „Svo vaknar maður upp á Landspítalanum okkar, á mjög dramatískum tíma. Það eru verkföll, það eru biðlistar en við krabbameinssjúklingar fáum forgang og mér var kippt inn einn, tveir og þrír.“Fréttablaðið/GVA Spítalinn er í rúst Tolli segist hafa verið umvafinn kærleik og samkennd starfsfólksins. „Að upplifa þetta á eigin skinni, það gerir alla pólitíska umræðu marklausa. Á sama tíma horfi ég á skerminn fyrir ofan rúmið og það er bein útsending frá Alþingi þar sem er verið að greiða atkvæði um verkfallið. Ef eitthvað vekur mann til vitundar um forgangsröð í lífinu og í samfélaginu þá er það svona upplifun. Spítalinn er í rúst. Það er bara þannig,“ segir hann alvarlegur. „Þetta var eins og maður væri kominn í Krímstríðið.“ Hann fann að fólk vann undir gríðarlegri pressu á Landspítalanum. „Það kom aldrei niður á þjónustustiginu eða samskiptum við fólkið. Þannig að ég reis upp og byrjaði að pósta í gríð og erg baráttukveðjur á Facebook og tók aktívistann á þetta með drippið í hægri hendinni á sloppnum.“ Tolli segist hafa verið aktívisti frá því hann man eftir sér. „Á einn eða annan hátt hef ég alltaf verið með eitthvert inngrip í samfélagið út frá því sem mér finnst að betur mætti fara.“Ef auðmaður veikist fer hann út Tolli þekkir heilbrigðiskerfið vel. Móðir hans var langlegusjúklingur með MS-sjúkdóminn. „Þannig má segja að maður hafi verið með annan fótinn á spítala í æsku. Ég man eftir því þegar hún var að byrja að veikjast hvað spítalinn var flottur. Metnaðarfullur arkitektúr, flottur spítali og traustvekjandi að koma þarna inn. Nú er hún Snorrabúð stekkur. Þegar verið er að reyna að setja verðmiða á þá vinnu sem unnin er þarna, þó að vissulega þurfi að semja um kaup og kjör, er eins og ráðamenn haldi að það séu bara hinir sem veikjast. Það eru hinir sem deyja. Þetta kemur aldrei fyrir mig. Í öðru lagi virðist þeim slétt sama vegna þess að þeir þurfa ekki endilega að fara á þennan spítala. Þeir hafa fjárráð til að fara til Gautaborgar, til Þýskalands, til Bandaríkjanna. Það er altalað að ef auðmaður veikist alvarlega þá flýgur hann út.“ Tolli segir þetta enga tilviljun. „Þetta er markviss pólítík þessa hóps sem hefur meirihluta inni á þingi í dag. Þeir ráðast á sameignina okkar og innri strúktúr samfélagsins. Rústa öllu til þess að búa til vettvang fyrir einkavæðingu.“ Tolli segir samt að smám saman sé verið að horfast í augu við raunveruleikann. „Það er verið að draga gluggatjöldin frá þessum glugga og við erum farin að horfa á þetta eins og þetta er,“ segir hann og segir um að ræða valdafíkn. „Eitt prósent er heltekið af sjúkdómi sem heitir valdfíkn.“Hér er enginn glæpamaður Sjálfur á Tolli við fíknisjúkdóm að etja og hefur verið í 12 spora samtökum frá 1995. Tolli og félagi hans tóku þátt í að byggja upp mjög öflugt 12 spora starf á Litla-Hrauni. „Markmið okkar var að 12 spora samtök inni í fangelsinu væru sjálfbær. Menn hefðu getuna til að hjálpa hver öðrum. Við skipulögðum ráðstefnur inni í fangelsinu þar sem heimamenn fengu að spreyta sig á að leiða þessa fundi. Þetta var blómlegt starf sem hefur borið árangur. Ef við erum að tala um að bjarga mannslífum, þá já, þó nokkrum. Það er ekki spurning.“ Tolli heldur áfram og segir að við það að starfa innan veggja fangelsis hafi augu hans opnast. „90% af þeim sem sitja í fangelsum eru fíklar og fíkn er afleiðing. Iðulega afleiðing einhverrar áfallasögu úr bernsku þessara manna. Ég hef setið með þeim og sagt við þá: Strákar, enginn okkar sem hér er inni er glæpamaður. Við erum manneskjur. Hins vegar eruð þið með merkimiðann glæpamenn hérna út af afleiðingu. Sem veldur því að þið rekist á við samfélagsnormin, fáið dóma og verðið að taka út afleiðingu af því sem þið eruð að gera. Þú ert manneskja en þú þarft að vinna með þetta. Í mjög góðu samstarfi við fangelsisyfirvöld hefur okkur tekist að halda þessu gangandi. Ég hef eignast frábæra vini, ég hef fengið að fylgjast með mönnum vaxa og dafna og rísa í að útskrifast úr háskóla, eignast fjölskyldur og börn.“ Tolli talar af mikilli sannfæringu. „Ég hef trú á því að með því að vinna svona í bakgarði samfélagsins sértu að heila allt samfélagið. Við getum öll orðið ókei, við getum öll heilað þetta samfélag. Við þurfum bara að fókusera á réttu hlutina.“ Fréttablaðið/GVABeittur ofbeldi í æsku Talið berst að æsku Tolla. Bræður hans eru fjórir, Allan, Arthúr, Bubbi og Beggi, sem er uppeldisbróðir þeirra. „Við ólumst upp í þrengslum, maður sér það í dag að við vorum fátæk en ég skynjaði aldrei skort. Ég á góðar minningar úr æsku minni en hins vegar var alkóhólismi á heimilinu. Pabbi var virkur alkóhólisti og mamma virkur aðstandandi. Hvort tveggja er nógu mikið til þess að gera báða foreldrana að ofbeldisfólki þó svo að þau hafi reynt eftir bestu getu að gefa okkur allt það besta sem þau höfðu – þá drifu þau ekki lengra. Og mamma sem virkur aðstandandi var stjórnsöm og beitti mig andlegu og líkamlegu ofbeldi. Sem markeraði mig til lífstíðar. Það er eitt af því sem ég hef þurft að vinna að og taka ábyrgð á. Bernska mín var samt oft ævintýri – það var aldrei leiðinlegt.“ Tolli segir mömmu sína hafa verið harða í horn að taka. „Pabbi fékk aldrei að drekka heima. Hann hvarf stundum, viku, tíu daga eða hvað það var. Síðan tók hann út þynnkuna heima – þá hélt maður sig fjarri.“ Beggi bróðir óslípaði demanturinn Tolli segir þá bræður vera nána á vissan hátt. „En eins og gerist í fjölskyldum þá standa menn saman út á við en eru oft einangraðir inn á við. Það eru oft tengslarof. Og það er vissulega til staðar. En okkur þykir öllum vænt hverjum um annan.“ Talið berst að Begga, uppeldisbróðurnum. „Mér finnst Beggi alltaf vera svolítið óslípaður demantur. Þetta er alveg ótrúlega hæfileikaríkur maður. Í músík og tónlist ber hann af. Í innsæi og skilningi á tónlist. Þannig finnst mér hann oft vera, mér finnst hann oft vera meiri tónlistarmaður en Bubbi þó að Bubbi sé mikill performari og ofboðslegur melódíusmiður.“Afbrýðisamur út í Bubba Tolli segir Bubba hafa verið undir mikilli pressu sem barn. „Hann er lesblindur og svona og þá var tekið á því þannig í skólakerfinu að þessu var bara hrúgað í tossabekki. Það er bara bein ávísun á einelti. Hann var ekki á góðum stað. Þá kom móðir mín að máli við mig og sagði að ég yrði að taka hann að mér. Ég var alltaf afbrýðisamur út í Bubba því mér fannst mamma elska hann meira en mig. En ég tók hann að mér, inn í minn vinahóp. Síðan koma kaflaskil, hann verður unglingur og rífur sig lausan frá öllum og verður svona „rebel“. Fer að slást og er erfiður,“ útskýrir Tolli, sem var á þessum tíma að vinna í frystihúsi fyrir austan. „Þá er hringt í mig og sagt: Heyrðu þú verður að taka Bubba. Hann er á leið í fangelsi. Ég tók honum auðvitað fagnandi, Bubbi er bráðskemmtilegur. Hann var orðinn hörkugítarleikari þarna. Og ef Bubbi ætlar sér eitthvað þá gerir hann það. Hann hefur gert hluti sem enginn annar hefur gert, það er engin spurning.“ Orðinn stómamaður Tolli heldur áfram og segist trúa því að allt fari vel. „Ég er orðin ný týpa. Ég er orðinn stómamaður. Það er frábært. Það hjálpar mér að vera í núvitundinni, ég þarf svo sannarlega að vera í núvitundinni þegar ég er kominn með svona tæknilega lausn á líffærum mínum. Það frábæra við þetta er að þetta hindrar mig ekki í neinu þó ég sé svona. Ég get alveg farið á Everest. Stóminn er kominn til að vera. Þarna er ég. Ég er kominn í hljómsveitina Stómabræður,“ segir Tolli og hlær. Hann heldur áfram og segist myndu ljúga ef hann segði að það væri ekki erfitt að sætta sig við að vera kominn með stóma. „En ég er tilbúinn til þess að sætta mig við það. Hugsið ykkur hvað er mikið annað! Í fyrsta lagi, ég fæ að lifa. Í öðru lagi, lifa góðu lífi. Í þriðja lagi, það eru engar hindranir. Ég segi bara takk, takk fyrir stóma.“ Nýjasta bókin öðruvísi Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið er Tolli nýbúinn að gefa út bókina Icelandic Artscapes. „Þetta hefur verið draumur lengi. Okkur langaði að búa til hughrif með málverkunum og texta sem ég skrifaði þegar ég var í klaustri.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira