Vilji og staðfesta Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 15. júní 2015 00:00 Afnám hafta er farið af stað. Ítarleg útfærsla á aðgerðunum var kynnt þann 8. júní síðastliðinn og óhætt að segja að viðbrögðin við þeirri kynningu hafi verið mikil og góð. Allt frá árinu 2009 hefur Framsóknarflokkurinn barist fyrir hagsmunum almennings og þjóðarinnar í heild. Þar hefur réttlæti og sanngirni spilað stórt hlutverk hjá flokknum. Eftir að síðasta ríkisstjórn tilkynnti að meira ætti ekki að gera fyrir heimilin í landinu var nóg komið. Sigmundur Davíð talaði alltaf um að svigrúm myndi skapast við afnám hafta og að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það svigrúm, almenningi og þjóðinni til heilla. Framsóknarfólk fékk svo sannarlega að heyra það í aðdraganda síðustu kosninga, bæði þegar talað var um leiðréttingu á skuldum heimilanna og glímuna við kröfuhafa föllnu bankanna. Ýmis orð voru notuð, sem ekki verða höfð hér eftir, til að lýsa því hversu fráleitur málflutningur flokksins var. Nú hefur það heldur betur komið í ljós að full innistæða var fyrir loforðum Framsóknarflokksins. Það hefur flokkurinn einfaldlega sýnt í framkvæmd það sem af er kjörtímabilinu.Málflutningurinn skýr frá upphafi Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Forystusætið á RÚV fyrir kosningarnar 2013. Þar spurðu fréttamenn hann ítrekað hvernig Framsóknarflokkurinn gæti leyft sér að tala með allt öðrum hætti en aðrir flokkar sem í framboði voru til þings, með öðrum hætti en fjölmargir sérfræðingar, fræðimenn og aðrir og lofa einhverju sem ekki væri fast í hendi. Þar svaraði formaðurinn því til að málið væri í raun og veru mjög einfalt og skýrt. Ríkið hefði öll þau tæki sem þyrfti til að ná fram þeirri niðurstöðu sem væri ásættanleg fyrir Ísland. Næst sagði annar fréttamaður þáttarins formanninn vera að lofa því að á næstu fjórum árum myndi þetta svigrúm skapast, upp á 300 milljarða króna. Fréttamennirnir sögðu aðra flokka ekki hafa talað með þetta afdráttarlausum hætti eins og Framsóknarflokkurinn gerði á þessum tíma. Sigmundur Davíð sagði að ef menn hefðu viljann og væru fastir fyrir, hefði ríkið öll þau tæki sem þyrfti til þess að þrýsta enn frekar á samninga. Þessi málflutningur Framsóknarflokksins fyrir kosningar 2013 er nákvæmlega í takt við þá leið sem nú hefur verið boðuð af ríkisstjórninni við afnám hafta, orð hans fyrir tveimur árum lýsa einmitt því sem er að eiga sér stað með áætlun ríkisstjórnarinnar í dag.Höldum áfram veginn Gjaldþrot bankanna þriggja á Íslandi var eitt það stærsta í heiminum. Ríkissjóður hefur verið gríðarlega skuldsettur frá efnahagshruni og hefur sú staða hamlað ýmsum mikilvægum framkvæmdum. Nauðsynlegt er að nota fjármunina til að greiða niður skuldir við Seðlabanka Íslands og ríkið. Slík niðurgreiðsla gæti lækkað skuldir ríkisins um tugi prósenta og jafnframt sparað ríkinu vaxtagreiðslur um tugi milljarða á ári. Það sjá allir að þeim fjármunum er betur varið í aðra hluti. Með þessum aðgerðum er verið að tryggja hagsmuni almennings á Íslandi til framtíðar. Til hamingju með áfangann! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Afnám hafta er farið af stað. Ítarleg útfærsla á aðgerðunum var kynnt þann 8. júní síðastliðinn og óhætt að segja að viðbrögðin við þeirri kynningu hafi verið mikil og góð. Allt frá árinu 2009 hefur Framsóknarflokkurinn barist fyrir hagsmunum almennings og þjóðarinnar í heild. Þar hefur réttlæti og sanngirni spilað stórt hlutverk hjá flokknum. Eftir að síðasta ríkisstjórn tilkynnti að meira ætti ekki að gera fyrir heimilin í landinu var nóg komið. Sigmundur Davíð talaði alltaf um að svigrúm myndi skapast við afnám hafta og að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það svigrúm, almenningi og þjóðinni til heilla. Framsóknarfólk fékk svo sannarlega að heyra það í aðdraganda síðustu kosninga, bæði þegar talað var um leiðréttingu á skuldum heimilanna og glímuna við kröfuhafa föllnu bankanna. Ýmis orð voru notuð, sem ekki verða höfð hér eftir, til að lýsa því hversu fráleitur málflutningur flokksins var. Nú hefur það heldur betur komið í ljós að full innistæða var fyrir loforðum Framsóknarflokksins. Það hefur flokkurinn einfaldlega sýnt í framkvæmd það sem af er kjörtímabilinu.Málflutningurinn skýr frá upphafi Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Forystusætið á RÚV fyrir kosningarnar 2013. Þar spurðu fréttamenn hann ítrekað hvernig Framsóknarflokkurinn gæti leyft sér að tala með allt öðrum hætti en aðrir flokkar sem í framboði voru til þings, með öðrum hætti en fjölmargir sérfræðingar, fræðimenn og aðrir og lofa einhverju sem ekki væri fast í hendi. Þar svaraði formaðurinn því til að málið væri í raun og veru mjög einfalt og skýrt. Ríkið hefði öll þau tæki sem þyrfti til að ná fram þeirri niðurstöðu sem væri ásættanleg fyrir Ísland. Næst sagði annar fréttamaður þáttarins formanninn vera að lofa því að á næstu fjórum árum myndi þetta svigrúm skapast, upp á 300 milljarða króna. Fréttamennirnir sögðu aðra flokka ekki hafa talað með þetta afdráttarlausum hætti eins og Framsóknarflokkurinn gerði á þessum tíma. Sigmundur Davíð sagði að ef menn hefðu viljann og væru fastir fyrir, hefði ríkið öll þau tæki sem þyrfti til þess að þrýsta enn frekar á samninga. Þessi málflutningur Framsóknarflokksins fyrir kosningar 2013 er nákvæmlega í takt við þá leið sem nú hefur verið boðuð af ríkisstjórninni við afnám hafta, orð hans fyrir tveimur árum lýsa einmitt því sem er að eiga sér stað með áætlun ríkisstjórnarinnar í dag.Höldum áfram veginn Gjaldþrot bankanna þriggja á Íslandi var eitt það stærsta í heiminum. Ríkissjóður hefur verið gríðarlega skuldsettur frá efnahagshruni og hefur sú staða hamlað ýmsum mikilvægum framkvæmdum. Nauðsynlegt er að nota fjármunina til að greiða niður skuldir við Seðlabanka Íslands og ríkið. Slík niðurgreiðsla gæti lækkað skuldir ríkisins um tugi prósenta og jafnframt sparað ríkinu vaxtagreiðslur um tugi milljarða á ári. Það sjá allir að þeim fjármunum er betur varið í aðra hluti. Með þessum aðgerðum er verið að tryggja hagsmuni almennings á Íslandi til framtíðar. Til hamingju með áfangann!
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun