Skilar ekki árangri Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. júní 2015 00:00 Fróðlegt er að fylgjast með endurskoðun á viðhorfum hagfræðinga seinustu misserin. Þar hefur hæst borið metsölubók franska hagfræðingsins Thomas Piketty sem greinir m.a. forsendur þess að ójöfnuður hefur aukist í heiminum öllum og bendir á að hagfræðin geti ekki verið í tómarúmi, innan hagfræðinnar þurfi að taka tillit til samfélagsins, félagsfræðilegra þátta og ytri aðstæðna. Nýlega voru birtar niðurstöður rannsóknar fræðimanna við Cambridge-háskóla um efnahagslegar afleiðingar stjórnarstefnu Margrétar Thatcher sem gegndi embætti forsætisráðherra í Bretlandi á níunda áratug 20. aldar. Thatcher var eins og kunnugt er merkisberi nýfrjálshyggjunnar; réðst í stórfellda einkavæðingu ríkisstofnana, dró úr regluverki í kringum fjármálamarkaðinn og lækkaði skatta, ekki síst á hina efnameiri. Allt var þetta gert að sögn til að auka hagvöxt og verðmætasköpun en samkvæmt þessari nýju rannsókn skilaði stjórnarstefna Thatcher ekki þeim árangri sem henni var ætlað. Í stuttu máli jókst ójöfnuður á Bretlandseyjum, atvinnuleysi jókst en vöxtur og framleiðni jukust mun hægar en þau höfðu gert áratugina á undan. Frjálshyggjuaðferðir á borð við lækkun á tollum og sköttum, frjálst flæði verkafólks, skerðingu á stöðu verkalýðsfélaga, einkavæðingu og rýmra regluverk fyrir viðskiptalífið skiluðu ekki árangri í aukinni landsframleiðslu miðað við áratugina á undan. Fræðimennirnir sem standa að rannsókninni benda á að talsmenn nýfrjálshyggjunnar verði að geta sýnt fram á að stefnan hafi í raun skilað meiri velsæld og vexti en raunin hefði orðið með annars konar stefnu. Þessi rannsókn bendir til þess að árangur nýfrjálshyggjunnar sé í raun aukinn ójöfnuður, meira atvinnuleysi og minni vöxtur og velsæld. Margir íslenskir stjórnmálamenn og jafnvel heilu ungliðahreyfingarnar sitja samt enn fastar í blindri trú á þessar sömu aðfarir en er ekki kominn tími til að endurskoða þær meðal annars með tilliti til breyttra sjónarmiða í hagfræði? Ef ríkisstjórnin vill hafa almannahag að leiðarljósi þarf að styðjast við gögn og staðreyndir – ekki aðeins hugmyndafræðilega kennisetningu. Því miður virðist núverandi ríkisstjórn föst í kviksyndinu; boðar einkavæðingu, skattalækkanir og beitir lagasetningu á verkföll í stað þess að byggja upp heilbrigt samband við verkalýðshreyfinguna sem byggist á gagnkvæmri virðingu. Þetta lofar ekki góðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Fróðlegt er að fylgjast með endurskoðun á viðhorfum hagfræðinga seinustu misserin. Þar hefur hæst borið metsölubók franska hagfræðingsins Thomas Piketty sem greinir m.a. forsendur þess að ójöfnuður hefur aukist í heiminum öllum og bendir á að hagfræðin geti ekki verið í tómarúmi, innan hagfræðinnar þurfi að taka tillit til samfélagsins, félagsfræðilegra þátta og ytri aðstæðna. Nýlega voru birtar niðurstöður rannsóknar fræðimanna við Cambridge-háskóla um efnahagslegar afleiðingar stjórnarstefnu Margrétar Thatcher sem gegndi embætti forsætisráðherra í Bretlandi á níunda áratug 20. aldar. Thatcher var eins og kunnugt er merkisberi nýfrjálshyggjunnar; réðst í stórfellda einkavæðingu ríkisstofnana, dró úr regluverki í kringum fjármálamarkaðinn og lækkaði skatta, ekki síst á hina efnameiri. Allt var þetta gert að sögn til að auka hagvöxt og verðmætasköpun en samkvæmt þessari nýju rannsókn skilaði stjórnarstefna Thatcher ekki þeim árangri sem henni var ætlað. Í stuttu máli jókst ójöfnuður á Bretlandseyjum, atvinnuleysi jókst en vöxtur og framleiðni jukust mun hægar en þau höfðu gert áratugina á undan. Frjálshyggjuaðferðir á borð við lækkun á tollum og sköttum, frjálst flæði verkafólks, skerðingu á stöðu verkalýðsfélaga, einkavæðingu og rýmra regluverk fyrir viðskiptalífið skiluðu ekki árangri í aukinni landsframleiðslu miðað við áratugina á undan. Fræðimennirnir sem standa að rannsókninni benda á að talsmenn nýfrjálshyggjunnar verði að geta sýnt fram á að stefnan hafi í raun skilað meiri velsæld og vexti en raunin hefði orðið með annars konar stefnu. Þessi rannsókn bendir til þess að árangur nýfrjálshyggjunnar sé í raun aukinn ójöfnuður, meira atvinnuleysi og minni vöxtur og velsæld. Margir íslenskir stjórnmálamenn og jafnvel heilu ungliðahreyfingarnar sitja samt enn fastar í blindri trú á þessar sömu aðfarir en er ekki kominn tími til að endurskoða þær meðal annars með tilliti til breyttra sjónarmiða í hagfræði? Ef ríkisstjórnin vill hafa almannahag að leiðarljósi þarf að styðjast við gögn og staðreyndir – ekki aðeins hugmyndafræðilega kennisetningu. Því miður virðist núverandi ríkisstjórn föst í kviksyndinu; boðar einkavæðingu, skattalækkanir og beitir lagasetningu á verkföll í stað þess að byggja upp heilbrigt samband við verkalýðshreyfinguna sem byggist á gagnkvæmri virðingu. Þetta lofar ekki góðu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun