Trylltir víkingar í Hafnarfirðinum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2015 11:00 Hópur lítilla víkinga hefur sigrað kennara sinn, Tandra Auralokk, eftir að hafa lært allt um skylmingar í Víkingaskólanum. vísir/gva Á Víkingahátíð í Hafnarfirði verður margt í boði um helgina, þar á meðal verður Víkingaskóli fyrir börnin á dagskrá á hverjum degi klukkan 13.30. Jökull Tandri Ámundason mun sjá um að kenna börnunum víkingaskylmingar. „Við kennum börnunum að skylmast á öruggan hátt með sverðum, öxum og spjótum sem þau geta keypt á hátíðinni eða búið til sjálf og komið með,“ segir Jökull sem heitir Tandri Auralokkur þegar hann er kominn í víkingaklæði. „Það eru mjög stífar reglur. Það er bannað að slá í haus eða bak og ef maður kemur aftan að einhverjum má bara flengja á bossann.“ Eftir að börnunum hafa verið kennd helstu atriðin er þeim skipt í tvö lið og þau berjast. Að lokum fá börnin að skylmast við víkingana. „Þá eru 30-40 krakkar á móti okkur öllum og þau vinna okkur náttúrulega með ofurefli. Krakkarnir eru alveg vitlausir í þetta. Stelpurnar eru oftar en ekki hættulegri því þær einbeita sér að því að ná tækninni og verða mjög hnitmiðaðar.“ Tandri segir víkingana vera stór börn að leika sér en að það að æfa víkingaskylmingar sé bara áhugamál eins og fótbolti eða golf. „Þetta sport er æft af körlum og konum um heim allan. Skylmingar eru æfðar, bogfimi og handverk þar sem reynir á þolinmæði og fínhreyfingar. Við sem æfum þetta hérna á Íslandi erum í félaginu Rimmugýgi. Við erum eins og ein stór fjölskylda og lykilatriði er að bera virðingu fyrir náunganum. Einnig fáum við stundum verkefni og var stór hluti hópsins aukaleikarar í Game of Thrones þegar þættirnir voru teknir upp hér á landi.“ Game of Thrones Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Á Víkingahátíð í Hafnarfirði verður margt í boði um helgina, þar á meðal verður Víkingaskóli fyrir börnin á dagskrá á hverjum degi klukkan 13.30. Jökull Tandri Ámundason mun sjá um að kenna börnunum víkingaskylmingar. „Við kennum börnunum að skylmast á öruggan hátt með sverðum, öxum og spjótum sem þau geta keypt á hátíðinni eða búið til sjálf og komið með,“ segir Jökull sem heitir Tandri Auralokkur þegar hann er kominn í víkingaklæði. „Það eru mjög stífar reglur. Það er bannað að slá í haus eða bak og ef maður kemur aftan að einhverjum má bara flengja á bossann.“ Eftir að börnunum hafa verið kennd helstu atriðin er þeim skipt í tvö lið og þau berjast. Að lokum fá börnin að skylmast við víkingana. „Þá eru 30-40 krakkar á móti okkur öllum og þau vinna okkur náttúrulega með ofurefli. Krakkarnir eru alveg vitlausir í þetta. Stelpurnar eru oftar en ekki hættulegri því þær einbeita sér að því að ná tækninni og verða mjög hnitmiðaðar.“ Tandri segir víkingana vera stór börn að leika sér en að það að æfa víkingaskylmingar sé bara áhugamál eins og fótbolti eða golf. „Þetta sport er æft af körlum og konum um heim allan. Skylmingar eru æfðar, bogfimi og handverk þar sem reynir á þolinmæði og fínhreyfingar. Við sem æfum þetta hérna á Íslandi erum í félaginu Rimmugýgi. Við erum eins og ein stór fjölskylda og lykilatriði er að bera virðingu fyrir náunganum. Einnig fáum við stundum verkefni og var stór hluti hópsins aukaleikarar í Game of Thrones þegar þættirnir voru teknir upp hér á landi.“
Game of Thrones Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira