Búið að ræða við kröfuhafa Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 9. júní 2015 05:00 Fjöldi fólks lagði leið sína í Hörpu til að hlusta á oddvita ríkisstjórnarinnar, seðlabankastjóra og sérfræðinga kynna áætlun um afnám hafta. Þar á meðal voru aðrir ráðherrar og að sjálfsögðu margir fréttamenn. VÍSIR/GVA Fulltrúar stærstu kröfuhafanna í slitabú gömlu bankanna hafa sent fjármála- og efnahagsmálaráðherra viljayfirlýsingu um að þeir undirgangist 900 milljarða stöðugleikaskilyrði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki rétt að einblína á hvor leiðin verði fyrir valinu, skilyrðin eða skatturinn, fyrst og fremst sé verið að fást við greiðslujafnaðarvanda. „Það væri að vissu leyti mjög ákjósanlegt ef slitabúin myndu ljúka sínum málum með gerð nauðasamninga, en þá verða þau líka að uppfylla stöðugleikaskilyrðin,“ segir Bjarni.Bjarni BenediktssonFréttablaðið hefur heimildir fyrir því að samningar séu komnir mjög langt og kröfuhafar muni velja leið stöðugleikaskilyrðanna. Þeir þurfa þó að leita samþykkis kröfuhafafundar, en ólíklegt er að nokkur velji að greiða stöðugleikaskattinn. „Þetta er ekki spurning um að nauðasamningar séu komnir langt, það er náttúrulega svolítið síðan það gerðist,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. „Þetta er spurning um það hversu langt menn séu komnir í það að sníða sína lausn að þessum stöðugleikaskilyrðum. Það verður upplýst um það þegar það verður upplýst um það. En það er þróun þar í gangi sem gæti verið jákvæð.“ Fjármálaráðherra segir að rætt hafi verið við hóp lykilkröfuhafa. „Okkar ráðgjafar hafa fyrir nokkru síðan kynnt fyrir þröngum hópi lykilkröfuhafa þau áform okkar að leggja á skatt og hafa kynnt fyrir þeim á hvaða rökum þau áform eru reist. Um leið var því lýst yfir að við værum reiðubúin til að greiða fyrir gerð nauðasamninga ef það væri eitthvað í lagalega umhverfinu sem gæti hjálpað til í því efni. Það má segja að það birtist núna í þessu lagafrumvarpi, hvað við erum tilbúin til að gera í því efni, en við höfum þá líka sagt að ef nauðasamningsleiðin er farin, þá þurfum við að ná sömu markmiðum.“ Bjarni segir stjórnvöld aldrei hafa verið tilbúin til þess að semja um þau markmið, en verið reiðubúin til að útskýra í hverju þau séu fólgin. „Samtalið hefur að einhverju leyti hjálpað til við að fínpússa, eða þróa, stöðugleikaskilyrðin. Þar er að einhverju leyti tekið tillit til þess hvað er líklegt og æskilegt fyrir slitabúin að gera, hvað varðar bindingu fjármuna inni í landinu, lengingu lána og svo framvegis.“ Gjaldeyrishöft Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Fulltrúar stærstu kröfuhafanna í slitabú gömlu bankanna hafa sent fjármála- og efnahagsmálaráðherra viljayfirlýsingu um að þeir undirgangist 900 milljarða stöðugleikaskilyrði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki rétt að einblína á hvor leiðin verði fyrir valinu, skilyrðin eða skatturinn, fyrst og fremst sé verið að fást við greiðslujafnaðarvanda. „Það væri að vissu leyti mjög ákjósanlegt ef slitabúin myndu ljúka sínum málum með gerð nauðasamninga, en þá verða þau líka að uppfylla stöðugleikaskilyrðin,“ segir Bjarni.Bjarni BenediktssonFréttablaðið hefur heimildir fyrir því að samningar séu komnir mjög langt og kröfuhafar muni velja leið stöðugleikaskilyrðanna. Þeir þurfa þó að leita samþykkis kröfuhafafundar, en ólíklegt er að nokkur velji að greiða stöðugleikaskattinn. „Þetta er ekki spurning um að nauðasamningar séu komnir langt, það er náttúrulega svolítið síðan það gerðist,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. „Þetta er spurning um það hversu langt menn séu komnir í það að sníða sína lausn að þessum stöðugleikaskilyrðum. Það verður upplýst um það þegar það verður upplýst um það. En það er þróun þar í gangi sem gæti verið jákvæð.“ Fjármálaráðherra segir að rætt hafi verið við hóp lykilkröfuhafa. „Okkar ráðgjafar hafa fyrir nokkru síðan kynnt fyrir þröngum hópi lykilkröfuhafa þau áform okkar að leggja á skatt og hafa kynnt fyrir þeim á hvaða rökum þau áform eru reist. Um leið var því lýst yfir að við værum reiðubúin til að greiða fyrir gerð nauðasamninga ef það væri eitthvað í lagalega umhverfinu sem gæti hjálpað til í því efni. Það má segja að það birtist núna í þessu lagafrumvarpi, hvað við erum tilbúin til að gera í því efni, en við höfum þá líka sagt að ef nauðasamningsleiðin er farin, þá þurfum við að ná sömu markmiðum.“ Bjarni segir stjórnvöld aldrei hafa verið tilbúin til þess að semja um þau markmið, en verið reiðubúin til að útskýra í hverju þau séu fólgin. „Samtalið hefur að einhverju leyti hjálpað til við að fínpússa, eða þróa, stöðugleikaskilyrðin. Þar er að einhverju leyti tekið tillit til þess hvað er líklegt og æskilegt fyrir slitabúin að gera, hvað varðar bindingu fjármuna inni í landinu, lengingu lána og svo framvegis.“
Gjaldeyrishöft Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira