Viljum við ekki skýrleika? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. júní 2015 08:00 Talið um að vinstri og hægri séu úrelt og merkingarlaus hugtök er sjálft nánast merkingarlaust – eða öllu heldur svo ofhlaðið ólíkum skilningi á svona almennum hugtökum að umræðan verður næsta gagnslaus. Talið er jafn tómlegt og hugtökin bændaflokkur, gamalmennapólitík eða fjórflokkur. Deilur um hvort Björt framtíð sé eins og eldri flokkarnir eru til lítils, eða hvort Píratar teljist vinstri, hægri, miðja eða bara „eitthvað“. Gagnslaust er að karpa um hvaða tjón „gamlingjar“ (hvar liggja aldursmörkin?) hafi unnið samfélaginu eða pólitíkinni.Opnari stjórnsýsla Þegar hriktir í samfélaginu vegna óánægju almennings með lífsskilyrði, vegna efnahagshruns eða umhverfisvanda, er þörf á viðtækum hugsjónum/stefnu og skýrum hugmyndum um leiðir og lausnir í helstu málefnum dagsins – meira að segja í málefnum dreifðra byggða sem víðast í landinu. Skýrleiki stefnu og drög að lausnum eru ekki sjálfkrafa sammerk innantómum loforðum eða úreltum vinnubrögðum í pólitík. Nei, munum þetta: Einstaklingar og samtök eiga að setja fram víðtæka stefnu, hugmyndir og lausnir. Þá (og vegna þess) ná að spretta fram gagnlegar umræður og grasrótarstarf sem kristallast í nýjum og farsælli stjórnmálum en við höfum mátt þola sl. 20-30 ár. Aðeins þannig verður opnari stjórnsýsla, betri umræða á þingi, aukið lýðræði og þátttaka almennings fær um að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Án tillagna og umræðu um stefnu og lausnir eru orð um opnara samfélag eða þátttöku mína og þína í ákvörðun og stefnumótun orðin tóm. Svikin kosningaloforð eða vond stjórnmál eru ekki innmúruð í nýja eða gamla flokka af því að þessi eða hinn stefnuþáttur getur flokkast til hægri eða vinstri í augum fjöldans. Ekki heldur af því að flokkur hefur uppi hugsjón, t.d. í málefnum bænda, verkalýðs, sjómanna, aldraðra, auðmanna o.s.frv. Ekki heldur vegna þess að 55% félagsmanna eru eldri en 50 ára. Vel haldin kosningaloforð og góð stjórnmál ráðast af alvöru aðhaldi, mikilli þátttöku fólks og heiðarlegri og virkri umræðu innan og utan flokka, félaga og stofnana – nokkuð sem hefur aldrei verið auðveldara en nú með tækni sem er opin öllum, en skortir sárlega. Auðvitað á að hvetja til stefnumótunar og lausnartillagna sem rúmast innan þessara merkingarlausu hugtaka (sem svo kallast): Vinstri, hægri og miðja. Einmitt með þátttöku bænda og „gamlingja“, Pírata og Birtunga, sósíalista og talsmanna frjálshyggju. Landið þarfnast ekki aðeins nýrrar forystu heldur líka alvöru fjöldahreyfinga með stefnu og starfshætti sem færa okkur fram á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Talið um að vinstri og hægri séu úrelt og merkingarlaus hugtök er sjálft nánast merkingarlaust – eða öllu heldur svo ofhlaðið ólíkum skilningi á svona almennum hugtökum að umræðan verður næsta gagnslaus. Talið er jafn tómlegt og hugtökin bændaflokkur, gamalmennapólitík eða fjórflokkur. Deilur um hvort Björt framtíð sé eins og eldri flokkarnir eru til lítils, eða hvort Píratar teljist vinstri, hægri, miðja eða bara „eitthvað“. Gagnslaust er að karpa um hvaða tjón „gamlingjar“ (hvar liggja aldursmörkin?) hafi unnið samfélaginu eða pólitíkinni.Opnari stjórnsýsla Þegar hriktir í samfélaginu vegna óánægju almennings með lífsskilyrði, vegna efnahagshruns eða umhverfisvanda, er þörf á viðtækum hugsjónum/stefnu og skýrum hugmyndum um leiðir og lausnir í helstu málefnum dagsins – meira að segja í málefnum dreifðra byggða sem víðast í landinu. Skýrleiki stefnu og drög að lausnum eru ekki sjálfkrafa sammerk innantómum loforðum eða úreltum vinnubrögðum í pólitík. Nei, munum þetta: Einstaklingar og samtök eiga að setja fram víðtæka stefnu, hugmyndir og lausnir. Þá (og vegna þess) ná að spretta fram gagnlegar umræður og grasrótarstarf sem kristallast í nýjum og farsælli stjórnmálum en við höfum mátt þola sl. 20-30 ár. Aðeins þannig verður opnari stjórnsýsla, betri umræða á þingi, aukið lýðræði og þátttaka almennings fær um að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Án tillagna og umræðu um stefnu og lausnir eru orð um opnara samfélag eða þátttöku mína og þína í ákvörðun og stefnumótun orðin tóm. Svikin kosningaloforð eða vond stjórnmál eru ekki innmúruð í nýja eða gamla flokka af því að þessi eða hinn stefnuþáttur getur flokkast til hægri eða vinstri í augum fjöldans. Ekki heldur af því að flokkur hefur uppi hugsjón, t.d. í málefnum bænda, verkalýðs, sjómanna, aldraðra, auðmanna o.s.frv. Ekki heldur vegna þess að 55% félagsmanna eru eldri en 50 ára. Vel haldin kosningaloforð og góð stjórnmál ráðast af alvöru aðhaldi, mikilli þátttöku fólks og heiðarlegri og virkri umræðu innan og utan flokka, félaga og stofnana – nokkuð sem hefur aldrei verið auðveldara en nú með tækni sem er opin öllum, en skortir sárlega. Auðvitað á að hvetja til stefnumótunar og lausnartillagna sem rúmast innan þessara merkingarlausu hugtaka (sem svo kallast): Vinstri, hægri og miðja. Einmitt með þátttöku bænda og „gamlingja“, Pírata og Birtunga, sósíalista og talsmanna frjálshyggju. Landið þarfnast ekki aðeins nýrrar forystu heldur líka alvöru fjöldahreyfinga með stefnu og starfshætti sem færa okkur fram á við.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar