Barn kom í heiminn í millitíðinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. júní 2015 08:30 Platan Þel er fyrsta plata Láru Rúnarsdóttur sem er öll sungin á íslensku. vísirgva Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir hefur sent frá sér sína fimmtu breiðskífu og ber hún titilinn Þel. Síðast gaf hún út plötuna Moment árið 2012 en hófst fljótlega handa við að semja efni fyrir nýja plötu. „Ég byrjaði að semja hana árið 2012 en upptökurnar hófust svo fyrir um ári. Við kláruðum hana svo núna í janúar en ég var ekkert að stressa mig á koma henni út og átti meðal annars eitt barn í millitíðinni,“ segir Lára létt í lundu, spurð út í smíði plötunnar. Lára fetar nýjar slóðir á plötunni og vinnur meðal annars í fyrsta sinn með upptökustjóra og útsetjara en Stefán Örn Gunnlaugsson stýrði upptökunum og útsetningum. „Það var æðislegt að vinna með Stebba, það var líka komið að stjórnsömu hliðinni minni að víkja,“ segir Lára og hlær. „Þetta samstarf gekk mjög vel og það var alltaf frelsi til að prófa nýja hluti. Við eyddum miklum tíma saman í stúdíóinu og kölluðum svo í frábæran mannskap til að spila inn á plötuna.“ Lára syngur plötuna á íslensku og er platan sú fyrsta sem hún syngur alla á íslensku. „Textarnir fjalla mest um það hvað því fylgir að vera mennsk og samskipti. Þeir fjalla líka um náttúruna okkar og landið,“ segir Lára spurð út í yrkisefnin. Þá er einnig hægt að tengja plötuna við femínisma. „Ég var að læra kynjafræði og jógafræði þegar ég var að semja plötuna þannig að það litar margt,“ bætir Lára við. Hún ætlar ásamt hljómsveit að fagna útgáfu plötunnar með tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 21.00. Þá kemur hún einnig fram á Græna hattinum á Akureyri annað kvöld og hefjast þeir tónleikar klukkan 22.00. Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir hefur sent frá sér sína fimmtu breiðskífu og ber hún titilinn Þel. Síðast gaf hún út plötuna Moment árið 2012 en hófst fljótlega handa við að semja efni fyrir nýja plötu. „Ég byrjaði að semja hana árið 2012 en upptökurnar hófust svo fyrir um ári. Við kláruðum hana svo núna í janúar en ég var ekkert að stressa mig á koma henni út og átti meðal annars eitt barn í millitíðinni,“ segir Lára létt í lundu, spurð út í smíði plötunnar. Lára fetar nýjar slóðir á plötunni og vinnur meðal annars í fyrsta sinn með upptökustjóra og útsetjara en Stefán Örn Gunnlaugsson stýrði upptökunum og útsetningum. „Það var æðislegt að vinna með Stebba, það var líka komið að stjórnsömu hliðinni minni að víkja,“ segir Lára og hlær. „Þetta samstarf gekk mjög vel og það var alltaf frelsi til að prófa nýja hluti. Við eyddum miklum tíma saman í stúdíóinu og kölluðum svo í frábæran mannskap til að spila inn á plötuna.“ Lára syngur plötuna á íslensku og er platan sú fyrsta sem hún syngur alla á íslensku. „Textarnir fjalla mest um það hvað því fylgir að vera mennsk og samskipti. Þeir fjalla líka um náttúruna okkar og landið,“ segir Lára spurð út í yrkisefnin. Þá er einnig hægt að tengja plötuna við femínisma. „Ég var að læra kynjafræði og jógafræði þegar ég var að semja plötuna þannig að það litar margt,“ bætir Lára við. Hún ætlar ásamt hljómsveit að fagna útgáfu plötunnar með tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 21.00. Þá kemur hún einnig fram á Græna hattinum á Akureyri annað kvöld og hefjast þeir tónleikar klukkan 22.00.
Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira