Barn kom í heiminn í millitíðinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. júní 2015 08:30 Platan Þel er fyrsta plata Láru Rúnarsdóttur sem er öll sungin á íslensku. vísirgva Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir hefur sent frá sér sína fimmtu breiðskífu og ber hún titilinn Þel. Síðast gaf hún út plötuna Moment árið 2012 en hófst fljótlega handa við að semja efni fyrir nýja plötu. „Ég byrjaði að semja hana árið 2012 en upptökurnar hófust svo fyrir um ári. Við kláruðum hana svo núna í janúar en ég var ekkert að stressa mig á koma henni út og átti meðal annars eitt barn í millitíðinni,“ segir Lára létt í lundu, spurð út í smíði plötunnar. Lára fetar nýjar slóðir á plötunni og vinnur meðal annars í fyrsta sinn með upptökustjóra og útsetjara en Stefán Örn Gunnlaugsson stýrði upptökunum og útsetningum. „Það var æðislegt að vinna með Stebba, það var líka komið að stjórnsömu hliðinni minni að víkja,“ segir Lára og hlær. „Þetta samstarf gekk mjög vel og það var alltaf frelsi til að prófa nýja hluti. Við eyddum miklum tíma saman í stúdíóinu og kölluðum svo í frábæran mannskap til að spila inn á plötuna.“ Lára syngur plötuna á íslensku og er platan sú fyrsta sem hún syngur alla á íslensku. „Textarnir fjalla mest um það hvað því fylgir að vera mennsk og samskipti. Þeir fjalla líka um náttúruna okkar og landið,“ segir Lára spurð út í yrkisefnin. Þá er einnig hægt að tengja plötuna við femínisma. „Ég var að læra kynjafræði og jógafræði þegar ég var að semja plötuna þannig að það litar margt,“ bætir Lára við. Hún ætlar ásamt hljómsveit að fagna útgáfu plötunnar með tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 21.00. Þá kemur hún einnig fram á Græna hattinum á Akureyri annað kvöld og hefjast þeir tónleikar klukkan 22.00. Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir hefur sent frá sér sína fimmtu breiðskífu og ber hún titilinn Þel. Síðast gaf hún út plötuna Moment árið 2012 en hófst fljótlega handa við að semja efni fyrir nýja plötu. „Ég byrjaði að semja hana árið 2012 en upptökurnar hófust svo fyrir um ári. Við kláruðum hana svo núna í janúar en ég var ekkert að stressa mig á koma henni út og átti meðal annars eitt barn í millitíðinni,“ segir Lára létt í lundu, spurð út í smíði plötunnar. Lára fetar nýjar slóðir á plötunni og vinnur meðal annars í fyrsta sinn með upptökustjóra og útsetjara en Stefán Örn Gunnlaugsson stýrði upptökunum og útsetningum. „Það var æðislegt að vinna með Stebba, það var líka komið að stjórnsömu hliðinni minni að víkja,“ segir Lára og hlær. „Þetta samstarf gekk mjög vel og það var alltaf frelsi til að prófa nýja hluti. Við eyddum miklum tíma saman í stúdíóinu og kölluðum svo í frábæran mannskap til að spila inn á plötuna.“ Lára syngur plötuna á íslensku og er platan sú fyrsta sem hún syngur alla á íslensku. „Textarnir fjalla mest um það hvað því fylgir að vera mennsk og samskipti. Þeir fjalla líka um náttúruna okkar og landið,“ segir Lára spurð út í yrkisefnin. Þá er einnig hægt að tengja plötuna við femínisma. „Ég var að læra kynjafræði og jógafræði þegar ég var að semja plötuna þannig að það litar margt,“ bætir Lára við. Hún ætlar ásamt hljómsveit að fagna útgáfu plötunnar með tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 21.00. Þá kemur hún einnig fram á Græna hattinum á Akureyri annað kvöld og hefjast þeir tónleikar klukkan 22.00.
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira