Enn er ójafnt skipt Árni Páll Árnason skrifar 3. júní 2015 00:01 Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Fyrir margt almennt launafólk eru aðgerðirnar jákvæðar og hrósa ber verkalýðshreyfingunni fyrir að knýja fram skárri stjórnarstefnu. Það er gott að sjá löngu tímabærar skattalækkanir til meðaltekjuhópa. Við höfum rekið á eftir því að gerðir fylgi orðum í húsnæðismálum og nú er boðuð uppbygging félagslegs húsnæðis, niðurgreiðsla húsnæðiskostnaðar lágtekjufólks og aukning húsaleigubóta, þótt meira þurfi til. En eins og alltaf hjá þessari ríkisstjórn er ójafnt skipt. Sá helmingur þjóðarinnar sem er í neðri hluta tekjustigans fær afar lítið í sinn hlut af skattkerfisbreytingunum. Einstaklingur með 700.000 krónur fær rúmlega 11.000 króna hækkun á ráðstöfunartekjum á mánuði samanborið við um 1.000 króna hækkun þess sem er með 300.000 krónur. Ráðstöfunartekjur fólks á lágmarksbótum almannatrygginga hækka um 690 krónur á mánuði. Segi og skrifa 690 krónur. Þá hefur ríkisstjórnin staðfest að aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir fái EKKI hækkun í 300 þúsund krónur á mánuði, eins og fólk á vinnumarkaði. Þrátt fyrir að lágmarksbætur almannatrygginga séu undir 200 þúsund krónum á mánuði mun ríkisstjórnin ekki beita sér fyrir því að þær hækki til samræmis við hækkun lægstu launa. Mikill fjöldi aldraðra og öryrkja hefur ekki meira en rétt um 200 þúsund krónur til framfærslu á mánuði, fyrir skatt. Það er fullkomlega ófært, ef það er orðið sammæli í landinu að 300 þúsund krónur á mánuði sé lágmarksviðmið um ásættanleg laun. Í kjölfar kjarasamninga árið 2011 voru bætur látnar taka breytingum til samræmis við hækkun lægstu launa. Það er fordæmi sem vert væri að horfa til. Það voru margar aðrar betri leiðir tiltækar. Ein hefði verið að nýta áfram kosti þriggja þrepa skattakerfis. Önnur að koma á stighækkandi persónuafslætti þannig að lágtekjufólk og lífeyrisþegar hefðu fengið úrlausn og meðaltekjufólk sanngjarna skattalækkun. Það hefði verið mun betri kostur en sú niðurstaða sem orðin er. Við getum ekki búið í samfélagi þar sem þeir betur stæðu njóta einir kjarabóta en aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eru skildir eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Fyrir margt almennt launafólk eru aðgerðirnar jákvæðar og hrósa ber verkalýðshreyfingunni fyrir að knýja fram skárri stjórnarstefnu. Það er gott að sjá löngu tímabærar skattalækkanir til meðaltekjuhópa. Við höfum rekið á eftir því að gerðir fylgi orðum í húsnæðismálum og nú er boðuð uppbygging félagslegs húsnæðis, niðurgreiðsla húsnæðiskostnaðar lágtekjufólks og aukning húsaleigubóta, þótt meira þurfi til. En eins og alltaf hjá þessari ríkisstjórn er ójafnt skipt. Sá helmingur þjóðarinnar sem er í neðri hluta tekjustigans fær afar lítið í sinn hlut af skattkerfisbreytingunum. Einstaklingur með 700.000 krónur fær rúmlega 11.000 króna hækkun á ráðstöfunartekjum á mánuði samanborið við um 1.000 króna hækkun þess sem er með 300.000 krónur. Ráðstöfunartekjur fólks á lágmarksbótum almannatrygginga hækka um 690 krónur á mánuði. Segi og skrifa 690 krónur. Þá hefur ríkisstjórnin staðfest að aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir fái EKKI hækkun í 300 þúsund krónur á mánuði, eins og fólk á vinnumarkaði. Þrátt fyrir að lágmarksbætur almannatrygginga séu undir 200 þúsund krónum á mánuði mun ríkisstjórnin ekki beita sér fyrir því að þær hækki til samræmis við hækkun lægstu launa. Mikill fjöldi aldraðra og öryrkja hefur ekki meira en rétt um 200 þúsund krónur til framfærslu á mánuði, fyrir skatt. Það er fullkomlega ófært, ef það er orðið sammæli í landinu að 300 þúsund krónur á mánuði sé lágmarksviðmið um ásættanleg laun. Í kjölfar kjarasamninga árið 2011 voru bætur látnar taka breytingum til samræmis við hækkun lægstu launa. Það er fordæmi sem vert væri að horfa til. Það voru margar aðrar betri leiðir tiltækar. Ein hefði verið að nýta áfram kosti þriggja þrepa skattakerfis. Önnur að koma á stighækkandi persónuafslætti þannig að lágtekjufólk og lífeyrisþegar hefðu fengið úrlausn og meðaltekjufólk sanngjarna skattalækkun. Það hefði verið mun betri kostur en sú niðurstaða sem orðin er. Við getum ekki búið í samfélagi þar sem þeir betur stæðu njóta einir kjarabóta en aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eru skildir eftir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun